ein

Tilhugalíf..

 

Tilhugalíf á fimmtugsaldri.. börn innifalin!!

Ég er að spá í að gefa út bók um málefnið. Það er dálítið furðuleg tilfinning að vera í þessum sporum. Að sumu leiti upplifi ég mig eins og ég sé aftur orðin 14-15 og sé að pukrast með fyrsta skotið. Það er líka ótrúlega flókið að finna stundir til að hitta elskuna sína þegar börn eru í spilinu (sérstaklega þegar maður er ennþá að reyna að halda þeim fyrir utan málið).

Eins og áður hefur komið fram erum við bæði einstæðir foreldrar, ég með börn á yngri stigum grunnskóla en hann með unglinga. Þar sem ég og Maðurinn erum nýskilin þá er eðlilegt að börnunum okkar finnist enginn annar aðili koma til greina í sambandi með öðru hvoru okkar. Ég hef heldur ekki mannað mig upp í að segja Manninum frá Riddaranum enda hefur mér fram að þessu ekki fundist það koma honum við. Í gærkvöldi vorum við aftur á móti bæði boðin í sama afmælið og fórum ekki þangað sem par en það hefur líklega ekki farið framhjá neinum á staðnum að eitthvað væri í gangi hjá okkur. Fljótt flýgur fiskisaga og allt það.. ég má alveg eiga von á því að börnin fari að frétta eitthvað, Maðurinn eða fjölskyldan. Þá kemur annar partur af því að vera í þessari stöðu á þessum aldri. Ég er orðin nógu fullorðin (eða hvað?) til að stjórna mínu einkalífi sjálf en einhvern veginn virðist það samt vera þannig að einkalíf manns kemur svo mörgum öðrum á einhvern hátt við.

Riddarans megin erum við með annars konar vandamál. Unglingur sem á auðveldara með að átta sig á hlutunum en börnin mín og er núna búinn að leggja saman 2 og 2 og fá út pottþétta 4 í stöðunni! Unglingar eru almennt ekki mikið til í að vita nokkuð um einkalíf foreldra sinna og í okkar tilfelli er þetta flóknara þar sem ég umgengst unglinginn umrædda heilmikið. Unglingurinn er EKKI sáttur með stöðu mála og brást fyrst við með því að sýna mér dónaskap og skæting. Riddarinn tók á því og síðan hafa samskipti mín og unglingsins fallið í fyrra far (sem hefur alltaf verið gott). En núna um helgina hefur unglingurinn verið í uppreisn við pabba sinn og það hefur haft mikil áhrif á okkur bæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já það sagði enginn að lífið væri auðvelt og laust við flækjur.  Ef svo væri þá hefðum við sennilega aldrei farið út til að lifa lífinu.  Og hvað væri nú skemmtilegt þá ???  En á vissan hátt er þetta nú eflaust skemmtilegt þó það sé helv....snúið og flókið.  Þetta kemur og bara á þínum hraða sem þér/ykkur hentar.  Hvurn fjárann varðar fólk alltaf um það hvað aðrir eru að gera og hvernig þeir gera hlutina.  Mikið hvað það fer í mig afskiptasemi annar um einkalíf fólks. 

Knús mín kæra og veistu ég skil þig mjög vel hvað varðar unglinginn ....been theer. 

 

JEG, 29.3.2009 kl. 18:48

2 Smámynd: Ein-stök

Það er alveg rétt hjá þér elsku JEG. Lífið er bara skemmtilegra þegar maður hefur eitthvað að glíma við og þessi staða er ekki sú versta sem ég hef lent í . Þetta er líka spennandi og kitlandi og gaman  Ég er líka innilega sammála þér með afskiptasemi annarra. Látum það vera þó fólk forvitnist þegar hugurinn á bak við er þó a.m.k. jákvæður í manns garð.. en það er verra þegar fólk setur sig í dómarasæti eða fer að upplýsa mann um galla eða fyrri syndir þess sem maður er að hitta! Ég hef m.a. lent í því að fá nafnlaust sms í slíkum tilgangi!! Veit ekki ennþá hvaðan það kom en hef fengið staðfestingu á að enginn sannleikur fólst í því sem sms-ið innihélt. Skil bara ekki hvað fólki gengur til!

Knús til þín og takk fyrir

Ein-stök, 29.3.2009 kl. 21:45

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Thad er flókid thetta líf en njótum thess í botn! ;o)

Knús

Sporðdrekinn, 30.3.2009 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband