ein

Líkami og sál...

... eru ekki alveg í takti hjá mér þessa dagana.

Líkaminn er eitthvað ómögulegur, blóðþrýstingurinn of hár, endalaus þreyta og orkuleysi, órólegur svefn og alltof hraður hjartsláttur af og til ... Frown

Sálin er aftur á móti í himnasælu. Ég er svo þakklát fyrir líf mitt eins og það er í dag. Stundum hef ég alltof mikið að gera og er á tímum að kikna undan álagi (og ég held að það sé ástæðan fyrir líkamlegum slappleika núna) en ég á auðveldara með að tækla vandamálin og er ekki eins viðkvæm fyrir uppákomum og ég var áður. Ég er ástfangin upp fyrir haus og sú tilfinning bara vex og dafnar með hverjum deginum InLove Börnin mín blómstra og líður vel Heart Undanfarna mánuði hafa ansi margir sem ég þekki eða tengist orðið fyrir áföllum eins og alvarlegum slysum, veikindum eða ástvinamissi og það hefur orðið til þess að ég er endalaust þakklát fyrir allar stundir sem ég fæ með mínu fólki.

Það er því tilvalið að gera eitthvað í málunum strax á morgun... ég ætla ekki að bíða eftir að líkamlegt ástand verði verra eða þróist í eitthvað alvarlegra.. læknirinn efstur á lista á morgun Joyful

 


Þokkalega mikið að gera hjá minni...

Síðasta vika hefur verið svo pökkuð af verkefnum að ég hef varla haft tíma til að sofa. Helgin var þar engin undantekning og ég verð að viðurkenna að ég er farin að þrá helgi þar sem ég fæ að sofa út og vera pínu eigingjörn. Sleeping

Á þessum dögum hef ég m.a. haldið afmæli fyrir Soninn sem var kampakátur með fótboltagalla, skó og fleira fótboltatengt sem hann fékk í sinn hlut.. fyrir utan 10.000 kallinn sem hann er ennþá að rökræða við mömmu sína um að "þurfi ekki" að fara í bankann!! Sagðist ekkert þurfa að safna fyrir bílnum núna... haha, einhvern tímann hafði sparnaður verið útskýrður fyrir honum með þeim orðum að hann gæti m.a. seinna meir keypt sér bíl eða íbúð ef hann yrði duglegur að safna.. hahaha.. Nei það er "the moments pleasure" í staðinn fyrir langtímaávinning.. nema hann hafi tekið eftir fréttunum um daginn. Ég heyrði ekki betur en þeir væru að segja að það borgaði sig ekki lengur að spara.. hvað er eiginlega næst!? Errm

Núna er ég að undirbúa tvær gleðisamkomur - hvorki meira né minna. Hlakka óstjórnlega til Wizard Já og ætla ég að halda saumaklúbb á næstunni líka.. jeremías hvað það er dásamlegt að hafa nóg fyrir stafni Sideways

En núna er best að haska sínum þreytta kroppi í bólið svo maður hafi kraft í morgundaginn og verkefnin sem bíða á þeim dýrðar degi Grin


................................

Langur og erfiður vinnudagur, þeytingur hingað og þangað í "redderíi" og núna er orkan búin, vararafgeymirinn tæmdur og engin hleðsla í augsýn...

 


Þreytt en í stuði...

Blogga daglega já.. hahaha.. hann var góður þessi W00t Ég hef bara haft svo ógissleja mikið að gera undanfarið. Sem betur fer er heilsan orðin góð og orkan eiginlega alveg komin til baka Smile 

En semsagt.. allir við góða heilsu hér, ástin blómstrar sem aldrei fyrr InLove og lífið er bara hrein dásemd. Veðrið þessa stundina er ekkert spennandi en heppin ég.. þarf ekkert að fara út svo það er bara kúr framundan í kvöld og heimsókn frá Riddaranum Tounge 

Næstu vikuna eða svo verður ansi mikið í gangi hjá mér en mig langar sjálfri til að skilja eftir mig smá spor hér.. svo kannski verður það bara stutt en snubbótt daglega.. 

Hafið það sem best esssssgurnar Heart

 


Pollýanna er vöknuð

Í stuttu máli (bara jákvæðu punktarnir.. hitt er orðið alltof áberandi á þessu bloggi):

  • Heilsan er pínulítið að skríða saman á milli daga
  • Ég hitti óskaplega skemmtilegan hóp í dag sem var að skipuleggja spennandi helgi :D jiíí.. hlakka svoooo til
  • Ég hitti Riddarann í dag og náði að stela smá knúsi InLove (það er sko ekki daglegur viðburður)
  • Búin að eiga notalegt kvöld með börnunum...

tata...


Tough monday :(

Ég er hrædd um að þetta sé engin gleðifærsla. Dagurinn byrjaði með höfuðverk sem hefur svo hangið yfir mér í allan dag og hertók mig undir kvöldið. Þreytan var líka áberandi í dag og þrátt fyrir að ég passaði vel upp á matarræði og að vera dugleg við vatnsdrykkjuna þá var það ekki nóg til að hressa mig við. Ég komst þokkalega í gegnum vinnudaginn en finn samt agalega mikið fyrir því hvað ég á eftir að vinna upp og orkan er sko ekki til staðar til að taka á því - ennþá.

Eftir vinnu tók við barnaumönnun og heimilisstörf. Ég tók þann pól í hæðina að viðra mig og börnin og taka þá samvörustund með þeim fram yfir heimilisstörfin. Kvöldmaturinn var súrmjólk með Cheeriosi, ekki merkilegur kvöldverður en afskaplega ánægjuleg samverustund þar sem við kepptumst við að segja sögur og brandara og skemmtum okkur konunglega.

Toppurinn á deginum var svo þegar Riddarinn hringdi í mig áðan. Það er svo ljúft að heyra röddina hans. Hann tók af mér einn áhyggjubaggann og bara talaði svo fallega til mín að núna er ég bara meyr og sæl og þreytt eins og ég hef verið í allan dag.. en þægilega þreytt.. svo ég ætla með þessa ljúfu tilfinningu inn í draumalandið.


Sweet sunday :-)

Búin að eiga voðalega ljúfan dag. Fór hægt og rólega af stað, kíkti í kaffi rétt fyrir hádegið til fólks sem ég hef ekki hitt lengi og spjallaði um heima og geima, tók aðeins törn í þvottamálum og þrifum, fór með börnin í kvöldmatarboð og endaði svo daginn á leikhúsferð Grin

Fínasti dagur og konan öll að koma til.

Búin að lofa sjálfri mér því að framundan sé algjörlega frábær vika W00t Óska ykkur þess sama InLove


... kemur... kemur...

 

Ég hef heldur betur þurft að sækja í varageymana eftir þolinmæði undanfarið. Þegar maður er vanur að hafa góða heilsu og vera fær um flesta hluti þá er það hörð lexía að líkaminn getur ekki hlýtt öllu sem hugurinn ætlar sér. Maður hoppar náttúrulega ekkert framúr rúminu eftir að hafa bælt það í rúma viku. Orkan kemur hægt og hægt en allt í kringum mig er fólk sem hefur farið mjög illa út úr þessu flensustandi og margir lagst aftur (t.d. minn elskulegi Riddari) svo ég minni sjálfa mig á það reglulega að fara frekar rólega af stað... anda í gegnum nefið.. Wink Það getur tekið á fyrir litlu, óþolinmóðu mig.. með langa, langa listann minn Pinch 

Einu sinni sagði góð kona við mig að öllu mótlæti væri hægt að snúa upp í meðbyr. Þessi yndislega kona dó fyrir aldur fram úr krabbameini en að fylgjast með henni í gegnum veikindin var ótrúleg lífsreynsla. Hún var af þessari tegund fólks sem aldrei láta bugast. Þó að stundum kæmu slæmir dagar og þá jafnvel stundir þar sem hún sá lítið bjart framundan, þá hafði hún samt ótrúlegt lag á að finna ljósu punktana í tilverunni og njóta þess sem hún mögulega gat. Auðvitað verður mér hugsað til hennar á stundum eins og þessum og þá skammast ég mín fyrir að vorkenna mér fyrir lítils háttar heilsuleysi. Aftur á móti veit ég að hún hefði ekki dæmt mig fyrir það. Henni hefði tekist að peppa mig upp án þess að tala niður til mín og því peppi beiti ég á sjálfa mig núna - í hennar anda og í hennar minningu.

Þegar líkaminn er ekki til í alla hluti sem maður vill (og þarf að) gera þá opnast stundum fyrir eitthvað sem maður hefur ekki gefið gaum í erlinum. Ég hef verið að fara í gegnum myndir, bréfaskriftir og flakka á ýmsum síðum vina og ættingja á netinu. Það er hollt að líta annað slagið upp úr því sem maður heldur að sé framundan og líta öðruvísi á málin. Ég hef grætt heilmikið á þessu. Línurnar í áætlunum og draumum fyrir framtíðina hafa skýrst og ég er líka búin að sættast við ýmislegt úr fortíðinni.

Þessa stundina er ég bara sæl yfir að flensufjandi sé það erfiðasta sem ég hef að díla við. Peningar eru ekkert vandamál, bara verkefni. Fyrsta verkefni á stefnuskránni framundan er að knúsa börnin mín oftar og virkilega SÝNA þeim að ég elski þau.. ekki bara segja það (sem ég geri oft). Þau eru svo ótrúlega dýrmæt og ég er óendanlega þakklát fyrir þessa gullmola.

 


Orkulaus

Ég var næstum búin að svíkja nýútgefið loforð um að skrifa daglega. það er svo voðalega leiðinlegt að hafa ekkert jákvætt eða uppbyggilegt að segja.

Í dag var ég bara ORKULAUS.. algjörlega. Druslaðist í gegnum rúmlega hálfan vinnudag, var ýmist skítkalt eða funheitt, fór heim á viljanum einum saman og hrundi þar.. búin að sofa frá mér rúma 3 klt þegar þetta er skrifað og á í miklu stríði við sjálfa mig um það hvort ég höndli að fara í jógatímann minn. Hljómar kannski fáránlega því jóga ætti að hjálpa við orkuleysi en ég var svo orkulaus á þriðjudaginn þegar ég fór síðast í jóga að mér leið hreinlega illa. Núna þarf ég að redda mjólk og nesti úr búðinni, er bíllaus og langar bara alls ekki til að standa upp úr sófanum Frown


Hægar framfarir

 

Þessi blessaða flensa tekur þokkalegan toll af manni. Nokkurra daga druslugangur fyrir flensu, meira en vika þar sem ég lá alveg flöt og ófær um alla hluti og svo er batinn alveg svakalega hægur. Ég var ferlega pirruð í gær á því hvað heimilið væri orðið vanrækt og sá verkefni í hverju horni en vantaði einhvern veginn viljann til að gera nokkuð og reif sjálfa mig niður fyrir það. Í dag er ég á því að það hafi bara verið betra því ég vaknaði með beinverki Frown 

Er með langan to-do lista fyrir jólin en held ég verði að kyngja óþolinmæðinni og leyfa líkamanum að ná sér að fullu.

Núna er ég annars búin að ákveða að skrifa hérna daglega.. bara það sem mér liggur á hjarta þó það sé kannski ekki alltaf merkilegt Whistling


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband