ein

Status report

Það er orðið ansi langt síðan ég hef bloggað. Á þessum tíma er búið að vera hrikalega mikið að gera hjá mér, mikið álag og ég hef átt ótal margar svefnlitlar nætur. Vinnan á stærstan þátt í þessu álagi en svo koma líka til persónulegri aðstæður, ýmis peningamál, tilfinningaflækjur barnanna og alvarlegt þunglyndi náins fjölskyldumeðlims.

Riddarinn hefur lag á að vera til taks á réttan hátt.. þessi elska. Það hljómar kannski furðulega að líkja þessu saman en mér dettur í hug þjónn á veitingastað. Þjónn sem í alvöru kann sitt fag. Þekkið þið ekki þessa týpu þjóna sem þið vitið ekki af fyrr en akkúrat á þeirri stund sem þið þurfið á þeim að halda? Nærvera þeirra er ekki áberandi en þið vitið samt af þeim og vitið að þið getið treyst á að þeir komi þegar þörf krefur. Góður þjónn er sá sem er kominn að borðinu áður en þú ert farin að leita að honum. Þeta virkar kannski eins og ég noti manninn bara þegar á þarf að halda en það er alls ekki þannig. Við förum mjög varlega í hlutina enda bæði með börn á heimilinu sem þarf að taka tillit til og bæði með skilnaði á bakinu og ekki alveg til í að ana út í nýtt samband. Svo hefur verið mikið að gera hjá okkur báðum og því ekki margar stundir lausar. En við sendum hvort öðru sms í tíma og ótíma skrifum tölvupósta þegar tími gefst til að kvöldi og/eða morgni og eigum eitt og eitt vink í gegnum bílrúðu á ferð okkar um bæinn. Þegar ég tala um að hann sé alltaf til taks, þá meina ég að hann er einstaklega naskur á það hvernig mér líður og hefur stundum hitt á að senda mér eitthvað akkúrat þegar ég þarf mest á því að halda.

Annars höfðum við ekki hist síðan á konudeginum þegar hann færði mér blóm og við áttum spjallið góða sem ég nefndi síðast en loksins í fyrrakvöld höfðum við tækifæri til að hittast og það var alveg yndislegt InLove Notalegt spjall, knús og kúr.. og kelerí.. allt voðalega sætt og notalegt. En ekki lengi.. við höfðum ekki hist í þrjár vikur og allar póstsendingarnar höfðu heldur betur kynt undir..þannig að kvöldið endaði í nokkurra klukkutíma eldheitu ástarlífi. W00t Núna held ég að ég sé orðin fíkill!! Ég vil meira..!! Hvernig gat ég lifað án kynlífs í mörg ár?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Thad hljómar eins og riddarinn sé nákvœmlega thad sem ad thú tharfnast núna, gott ad thid fundud hvort annad.

Já gott kynlíf er GEDVEIKT ekki satt ;-D

Thad er ekki bara líkamlega heldur líka andlega nœrandi.

Ég myndi ekki gerast nunna samahversu oft Gud bœdi mín ;-P

Ég vona ad thad fari ad róast hjá thér, ad börnunum lídi betur og ad fjölskyldumedlimurinn fái thá adstod sem ad hann tharf til ad lída betur.

Knús og kreist

Sporðdrekinn, 15.3.2009 kl. 22:00

2 Smámynd: Ein-stök

Takk elsku Sporðdreki. Já ég held að það sé ekki spurning að Riddarinn sé akkúrat það sem ég þarf núna. Algjörlega sammála líka um andlegu nærandi hliðina. Og þrátt fyrir svona stutt kynni þá finn ég strax muninn á tilfinningalegri nánd og tengingu við Riddarann frá því sem ég upplifði með Manninum. Það gerir þetta náttúrulega MUN betra  Og nunna!! Herregud nei!!  Það gæti ég ekki heldur.. þó ég hafi lifað hálfgerðu nunnulífi í nokkur ár! Einmitt kannski þess vegna sem ég veit að ég myndi ekki meika það!

Ég er bara bjartsýn á líðan barnanna eftir daginn í dag. Við áttum svo góðan dag og gott spjall yfir kvöldmatnum. En þetta tekur samt allt sinn tíma og það kemur bakslag í þeirra líðan eins og okkar. Ég vona líka að það fari að birta hjá þunglyndissjúklingnum mínum.. það hafa verið erfiðir dagar þar undanfarið

Takk .. og knús og kreist til baka

Ein-stök, 15.3.2009 kl. 22:32

3 Smámynd: JEG

Knús og kossar mín kæra.  Gaman að lesa svona færslu frá þér því þetta er einmitt það sem þú átt skilið.  En auðvitað tekur þetta á hjá öllum en ég er sannfærð um að þú ert á góðri braut og virðist einmitt vera brautin sem hentar í dag.  Yndislegt

Vona að birtan ná til allra í kringum þig.

JEG, 16.3.2009 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband