ein

Dásamlega líf

Ég hef ekki gefið mér tíma til að blogga í háa herrans tíð.

Sem betur fer er ástæðan góð Smile Lífið hefur leikið við mig undanfarið og þessa dagana nýt ég þess að sumarið er að taka völdin í lífi mínu... að öllu leiti Cool 

Síðustu dagar hafa einkennst af tiltekt og hreinsunum ýmiss konar. Ég hef verið að taka lóðina í gegn, húsið, bílinn... og svo fer að koma röðin að geymslunni og svo skápum og einstaka skúffum þar sem vill safnast eitt og annað. En ég ætla bara að nota rigningadagana og kuldaköstin í tiltektina innanhúss Wink Maður verður að nýta sumarið eins og hægt er til útiveru Joyful 

Ástin mín, Riddarinn, á sinn þátt í hamingju minni þessa dagana InLove Við verðum sífellt nánari og þrátt fyrir að aðstæður setji okkur nokkuð þröngar skorður í tilhugalífinu þá koma þær samt ekki í veg fyrir að við hittumst Tounge Ég dáist alltaf meira og meira að þessum yndislega manni sem ég var svo heppin að hitta og skil ennþá ekkert í því að hann skuli hafa gengið laus svona lengi Shocking Við konur erum reyndar ótrúlega duglegar við að elta rugludallana og óþokkana en sjáum ekki gullmolana í kringum okkur Whistling

Njótið sumarsins elskurnar mínar. Ég ætla engu að lofa um skriftir á næstunni en ætla mér samt að reyna eftir fremsta megni að setja einhverja punkta hingað inn annað slagið. Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

JEG, 22.6.2009 kl. 00:55

2 Smámynd: www.zordis.com

Njóttu lífsins og allt sem kemur með sumrinu.

www.zordis.com, 4.7.2009 kl. 14:21

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Yndislegt a? lesa! :-)

Knús

Sporðdrekinn, 21.7.2009 kl. 03:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband