ein

Pollýanna á lyfjum

Í gærkvöldi tók ég þá ákvörðun að dagurinn í dag yrði GÓÐUR.

Ég svaf lítið sem ekkert í nótt. Margar ástæður og ég ætla ekkert að fara út í smáatriðin. En ég vakti börnin með bros á vör og gantaðist í þeim yfir morgunmatnum.

Dagurinn bauð upp á þolinmæðisprufur af ýmsu tagi.. ég tæklaði þær líka með bros á vör.

Undir lok vinnudagsins hættu sellurnar að vinna! Jeps.. gerðu bara verkfall! Það var alveg sama hvað ég rembdist.. athyglin fór út og suður og augun ranghvolfdust af þreytu. Ég gerði grín að ástandinu við vinnufélagana og labbaði heim á leið í vetrarkuldanum.

Þegar ég var nýlögð af stað heim fór ég að finna til í öðrum fætinum. Ég veit bara ekkert hvað kom fyrir hann en ég sárfinn til í fætinum og haltraði alla leiðina heim. Ég haltraði m.a.s. líka í hverfisverslunina og aftur heim!.. gerði líka nett grín að því.

Þegar heim kom reif ég mig úr sokk og komst að því að ofan á ristinni er glæsilegur marblettur, ég get ekki með nokkru móti kreppt tærnar og ekki stigið niður á tábergið.. það er allt bólgið! Ég ligg því bara uppi í sófa og viðra tásurnar.. :D

Það fær EKKERT að eyðileggja daginn fyrir mér.. hann er VÍST GÓÐUR.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

En hvað í ósköpunum kom fyrir löppina á þér ? Það er mjög smitandi að vera glaður og ánægður eins og ein vitur maður sagði "Flestir eru eins ánægðir og þeir ásetja sér að vera" Abraham Lincoln.  Njóttu þess að vera til með bros á vör.

Kristín Jóhannesdóttir, 13.1.2009 kl. 19:14

2 Smámynd: Ein-stök

Takk fyrir það Kristín. Ég veit ekki hvað kom fyrir blessaða löppina.. nema að stigið var þarna ofan á ristina fyrir einhverjum VIKUM síðan. Það var rosalega vont á þeim tíma og ég hélt hreinlega fyrst að ég væri brotin. Skildi svo ekkert í því að það sæist ekkert á fætinum daginn eftir.. spurning hvort það er að koma fram núna..  

Ein-stök, 13.1.2009 kl. 22:09

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Þú ert frábær að halda í góða daginn  viljastyrkurinn er ótrúlegur

En hvað gerðist með fótinn, misstir þú eitthvað ofan á hann?

Takk fyrir knúsin  og upplyftandi orð á minni síðu

Sporðdrekinn, 13.1.2009 kl. 22:10

4 Smámynd: JEG

JEG, 13.1.2009 kl. 23:33

5 Smámynd: Gísli Hjálmar

... þú ert bara að reyna að koma þér undan því að "taka á því" í ræktinni.

Svona - drífa sig ! 

Gísli Hjálmar , 14.1.2009 kl. 09:15

6 Smámynd: Ein-stök

Takk fyrir það elsku Sporðdreki - mér finnst ég líka rosalega frábær..  Eins og ég sagði að ofan.. veit ekki almennilega hvað gerðist, en ég er mun betri í dag. Knús.. 

 JEG

Gísli Hjálmar...  þú ert bara fyndinn..  Eins og skitið mar á rist hindri mig í að taka á því?.. Sárt að labba ... jú.. en það er hægt að hita upp á hjóli.. nú eða róðravél og taka efri hlutann.. suss.. engin afsökun

Ein-stök, 14.1.2009 kl. 16:56

7 Smámynd: Gísli Hjálmar

Einmitt ...

Gísli Hjálmar , 14.1.2009 kl. 20:03

8 Smámynd: Rebbý

aldeilis að þú sért þá sein að taka við þér ef þetta er vegna óhapps fyrir einhverjum vikum síðan
en flott þetta með jákvæðnina ... bara gott að sitja upp í sófa stundum

Rebbý, 14.1.2009 kl. 22:52

9 Smámynd: Ein-stök

Rebbý. Ég er svona voðalega sein á mér.. hehe. En ég skil eiginlega ekkert í þessu. Er farin að halda að ég sé alki í svakalegri afneitun því ég hlýt að hafa verið undir einhverjum áhrifum þegar ég slasaði mig!! Man bara ekki eftir neinu. Skarta núna glæsilegum bláum marbletti ofan á táberginu og þriðja táin er helblá! Eymslin samt lítil sem engin núna og ég því orðin fær í flestan sjó :D

En já... það getur verið gott að kúra bara uppi í sófa enda ekkert annað að gera í stöðunni þarna í fyrradag en að hvíla fótinn og reyna að halda í jákvæðnina.. þrátt fyrir að vera kippt svona úr leik

Ein-stök, 15.1.2009 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband