ein

Litið til baka

Ég hef verið að lesa fyrri færslur og er núna búin að lesa 30 af 121 Smile

Það sem er mér efst í huga eftir þann lestur er m.a.:

  1. Vanlíðanin áður sem ég var blessunarlega búin að gleyma. Það rifjuðust upp allir þessir morgnar þar sem ég vildi helst breiða upp fyrir haus og höndlaði ekki að takast á við það sem beið mín. Núna er hver dagur fullur af gleði og tilhlökkun og ævintýrum og yndislegheitum :) Auðvitað get ég verið þreytt á morgnana eins og aðrir og að sjálfsögðu er ekkert ALLT algjör dásemd.. en það er svo mörgum sinnum auðveldara að díla við það heldur en áður Grin
  2. Vanlíðan í vinnunni. Dagarnir þar sem ég þurfti að berjast til að halda andlitinu og var stundum farin að hvæsa á fólkið í kringum mig þegar vanlíðanin var sem verst. Labbandi um með grímu alla daga... Í dag kem ég brosandi og glöð í vinnuna og fólk hefur á orði hvað mér líði greinilega vel.
  3. Börnunum líður greinilega betur. Þau eru rólegri og í betra jafnvægi og við eigum yndislega tíma saman Halo

Ég er sannfærð um að það skref sem við tókum fyrir rúmu ári var það rétta fyrir okkur öll. Ég hefði sjálf aldrei talið að ég ætti eftir að sjá skilnað sem lausn og ég barðist lengi gegn því að sjá að það gæti verið svarið í okkar tilfelli. En svona er lífið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt

Sigrún Óskars, 12.9.2009 kl. 12:42

2 Smámynd: www.zordis.com

Falleg og raunsæ færsla. Það er gott að líta yfir farin veg og sjá skrefin og geta vegið og metið aðstæður.

Bloggið er góð leið til að halda utan um minningarnar.

Ljúfar kveðjur í kvöldið þitt.

www.zordis.com, 14.9.2009 kl. 18:54

3 Smámynd: Júdas

........en ekki hvað!

Júdas, 23.9.2009 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband