Færsluflokkur: Bloggar
29.5.2008 | 22:13
Hlutir sem okkur hættir til að gleyma
Hér eru nokkrir hlutir sem við tökum oft sem sjálfsögðum hlut. Takið ykkur tíma til að hugsa um hvert atriði fyrir sig áður en þið lesið það næsta.
Munið að njóta elskurnar mínar
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.5.2008 | 01:19
Strembinn dagur en samt..
Morguninn var MJÖG erfiður. Eftir að hafa stympast við vinnu í 1 og hálfan tíma eftir hádegið gat ég bara ekki meir, fór heim og lagði mig! Ég steinstofnaði og svaf næstum af mér tíma hjá hágreiðslukonunni minni. Það getur verið heppilegt að vera í persónulegum kontakt við fólk sem maður sækir slíka þjónustu til. Hún vissi sem var að ég mætti ekki missa af þessum tíma því hún getur ekki sinnt mér síðar í vikunni og þegar ég var ekki komin á réttum tíma þá bara hringdi hún. Ég heppin.
Dótturinni var boðið í afmæli og Syninum var boðið í kvöldmat hjá góðri vinkonu minni. Ég sleppti því alveg að elda kvöldmat því ég fór sjálf í saumaklúbb í kvöld og þar er alltaf von á góðu. Ég heppin.
Ég hef verið að berjast við höfuðverk í allan dag og núna þegar ég kom heim úr klúbbnum fann ég að hann var á syngjandi uppleið svo ég tók verkjatöflur og ég finn að hann er að láta undan síga núna. Held að ég sleppi við mígrenið í þetta skiptið. Ég heppin.
Ætla að enda þetta á smá speki:
Life is not measured by the number of breaths we take, but by the moments that take our breath away
Ég er hætt að sætta mig við. Ég er hætt að þrauka. Ég er farin að lifa lífinu lifandi aftur og ég ætla að njóta hvers augnabliks. Ég hlakka óstjórnlega mikið til þess að upplifa fleiri augnablik í lífinu sem láta mig standa á öndinni. Óska ykkur ótal slíkra stunda elskulegu bloggvinir og þakka ykkur fyrir allan stuðninginn, fallegu orðin, knúsin, orkusendingarnar og ég veit ekki hvað. Þið eruð best
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.5.2008 | 22:28
Skilin að borði og sæng
Þá er það loksins orðið að veruleika. Frá og með deginum í dag er ég formlega orðin ein og stök. Við eigum bara eftir að setja lokapunktinn við samninginn okkar og ganga í að skipta fjárhagnum sem gerist bara á næstu dögum. Hef annars lítinn tíma til að skrifa núna því álagið þessa dagana er gífurlegt. Brjálað að gera í vinnunni, börnin að klára skólann sem þýðir ýmsilegt rask og "aukaumstang" auk þess er ég að vinna í skilnaðarmálunum, húsnæðismálunum og undirbúa eitt stykki utanlandsferð Væri þakklát fyrir góðar hugsanir og eina og eina orkubylgju ef þið eruð aflögufær, elskurnar mínar. Núna er ég gjörsamlega útkeyrð eftir síðustu daga (og svefnlitlar nætur) svo ég er farin í rúmið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.5.2008 | 21:09
Lítið að segja..
...enda var þetta dagur sem ég vil helst ekkert dvelja við. Tók smá tíma í að finna mér nýja mynd og breyta höfundaupplýsingunum. Ég get víst ekki breytt notendanafninu nema byrja upp á nýtt en ég gat samt sett nafnið þarna inn. Ætla annars bara að láta einn nettan fylgja þessum breytingum og that's all today folks.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.5.2008 | 00:00
Ein-stök
Ég hefði eiginlega átt að nota þetta notendanafn þegar ég byrjaði. Það að ég er að skilja gerir það að verkum að ég er orðin ein og stök (fyrir utan börnin að sjálfsögðu) en.. ég er líka alveg EINSTÖK (eins og við öll). Ég er búin að vera með þetta á bak við eyrað lengi en það var ekki fyrr en í dag sem ég fór að trúa því (að ég væri einstök það er að segja). Ég hef verið ein og barnlaus síðustu daga, reyndar mikil vinna hjá mér en þetta hefur verið virkilega góður tími fyrir mig til að slaka á og hlaða andlegu batteríin.
Er enn að velta húsnæðismálunum fyrir mér og í dag datt minni m.a.s. í hug að fara bara út í að byggja. (já er ekki konan alveg einstök?) Þetta er allt saman í vandlegri athugun og ekki verður flanað út í neitt. Ég er með tvær húsaskoðanir í bígerð en fer líklega ekki í þær fyrr en eftir helgi. EN... EF ég fer að byggja, þá er ég m.a.s. búin að finna lóðina sem ég vil Algjör draumastaður.
Í kvöld hef ég leyft eurovision-lögunum að rúlla í gegn og veit ekki hvort þau venjast svona vel, en ég á orðið nokkur uppáhaldslög þarna. Rússland þokkalegt lag, ekki eitt af þeim bestu að mínu mati, en textinn er bara nokkuð góður. Ætla að leyfa honum að fylgja þessari færslu því svona líður mér í dag:
Even when the thunder and storm begins
Ill be standing strong like a tree in the wind
Nothing's gonna move this mountain
Or change my direction
Im falling off that sky and Im all alone
The courage thats inside is gonna break my fall
Nothings gonna dim my light within
But if I keep going on
It will never be impossible, not today
Cause Ive got something to believe in
As long as Im breathing
There is not a limit to what I can dream
Cause Ive got something to believe in
Mission to keep climbing
Nothing else can stop me if I just believe
And I believe in me
Even when the world tries to pull me down
Tell me that I can, try to turn me around
I wont let them put my fire out, without no!
But if I keep going on
It will never be impossible, not today
Cause Ive got something to believe in
As long as Im breathing
There is not a limit to what I can dream
Cause Ive got something to believe in
Mission to keep climbing
Nothing else can stop me if I just believe
And I believe:
I can do it all
Open every door
Turn unthinkable to reality
Youll see- I can do it all and more!
Believing
Mission to keep climbing
Nothing else can stop me if I just believe
And I believe in me.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.5.2008 | 19:05
Júró að loknum lööööngum og ströööngum vinnudegi
Vá hvað vinnudagurinn minn var erfiður. Ég er dauðfegin að mín biðu ekki börn heima því ég var gjörsamlega undin þegar heim kom. Er núna búin að elda mér fisk með helling af grænmeti, hella hvítvíni í glas, draga fyrir stofugluggann minn og koma mér vel fyrir í sófanum fyrir framan sjónvarpið. Júrógleði.. alein heima. En.. það gerir ekkert til.
Náði að hlusta á lögin sem verða í keppninni í kvöld einu sinni áður en útsending hófst og ætla að spá eftirtöldum lögum áfram:
Tyrkland, Sviss, Albanía, Danmörk, Ungverjaland, Makedónía, Kýpur, Litháen, Lettland og svo að sjálfsögðu Ísland
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.5.2008 | 23:16
Endalausir útreikningar
Við hittum ráðgjafann varðandi fjármálin. Það var fínn fundur og við eigum örugglega eftir að leita meira til hans á næstunni. Fjármálaráðgjafinn ræddi við okkur um fasteignamarkaðinn (í báðum bæjum), lífeyrissparnað, rekstur bíla og húsnæðis og fleira og fleira. Hann var m.a.s. farinn að gefa okkur ráðleggingar varðandi skilnaðinn almennt og þar sem viðkomandi þekkir svolítið til okkar persónulega þá var það kærkomið og vel þegið. Hann sagðist ekki mæla með því að við leituðum til lögfræðinga. Okkar mál væru ekki það umfangsmikil, né flókin og engin leiðindi í gangi. Við ættum bara að setja niður í samning helstu atriði í skiptum okkar á milli og bara allt sem við kærum okkur um að hafa skjalfest og það ætti að vera alveg nóg. Ég held líka að það sé málið í okkar tilfelli.
Í gær sat ég síðan við tölvuna og reiknaði og reiknaði og spáði og spekúleraði. Síðan ég var síðast að reikna út greiðslugetu mína á ils.is hef ég áttað mig á því að mínar tekjur eru víst ekki bara strípuð útborgunin sem berst inn á reikninginn minn í hverjum mánuði. Ég fer náttúrulega að fá meðlag, með breyttum forsendum breytast barnabætur líka og ef ég kaupi fasteign þá fæ ég náttúrulega vaxtabætur. Allt þetta er eitthvað sem ég var að reyna að reikna mig í gegnum í gærkvöldi og var LEEENGI að því. Ég veit að ráðgjafinn getur hjálpað mér við þetta líka en ég bara þessi týpa sem þarf að vita allt sjálf svo mér fannst það borga sig fyrir mig að reyna að komast sem best inn í þetta á eigin spýtur áður en ég leita aftur til hans.
Svo hef ég haldið áfram að auglýsa og ræða við fólk. Ég skoðaði eina íbúð í dag sem kom á óvart. Ég var fyrirfram neikvæðari gagnvart henni en þeirri sem ég skoðaði í fyrradag og fór m.a.s. ekki til þess að skoða íbúðina, heldur skrapp í smá kaffi. Síðan ég kíkti við í þessari íbúð síðast (um 2 ár síðan) hefur ýmislegt breyst og ég var bara mjög ánægð með það sem hefur verið gert (eða langflest skulum við segja. Þarna eru stór og rúmgóð herbergi, mátulega stór stofa og eldhús, fínn pallur, risabaðherbergi með þvottaaðstöðu og flottu hornbaðkari og úti er geymsluskúr sem myndi henta mér mjög vel (undir grill, skíði, hjól og þ.h.) Mér hefur verið boðið að skoða eitt hús enn og svo veit ég af a.m.k. tveimur öðrum sem ég væri til í að kíkja á. Ekkert þessara þriggja eru á því svæði sem ég vil helst vera á en ég ætla að halda mig við þá ákvörðun að útiloka ekkert fyrirfram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2008 | 23:17
Draumar og veruleiki
Húsnæðispælingar eru umfjöllunarefni dagsins í dag. Hef velt ýmsu fyrir mér í þeim efnum og farið í marga hringi. Í vetur heillaðist ég af húsi sem við Maðurinn hefðum getað keypt ef við hefðum ákveðið að vera áfram saman. Reyndar varð skoðunin á því húsi til þess að ýta vel við mér því ég áttaði mig á því að þegar ég byrjaði að láta mig dreyma um húsið þá snérust þeir draumar um MIG, börnin og húsið en ekki okkur hjónin. Á þeim tímapunkti ákvað ég að hætta að velta húsnæðismálum fyrir mér fyrr en ljóst væri hvort okkar hjónaband stæði eða félli. Svekkelsið sem ég varð fyrir í gær tengist þessu húsi og öðru sem ég var líka búin að spyrjast fyrir um. Þau virðast bæði vera gengin mér úr greipum og ég sökkti mér í svekkelsi yfir því í smástund. Á þeirri smástund náði ég að senda sms til Sálufélagans og systur minnar. Systirin gerði svolítið stórkostlegt! Hún sendi mér sms til baka þar sem hún sagði mér að hætta þessu væli, ég væri sjálf að dæma mína eigin drauma til dauða og að nú skyldi ég bara skammast til að TRÚA á að "húsið mitt" væri ennþá þarna úti og yrði mitt. Hún setti mér síðan hreinlega fyrir að skrifa lýsingu á draumahúsinu og senda sér í tölvupósti. Ég hlýddi að sjálfsögðu, skrifaði ýtarlega lýsingu á draumahúsinu og sendi henni áður en ég skreið í rúmið mitt með húsið MITT rækilega þrykkt í minnið.
Í dag tók ég síðan fyrstu skrefin í því að velja mér nýtt húsnæði. Ég tilkynnti á vinnustaðnum að ég væri að leita mér að húsnæði og bað fólk um að láta það berast. Ég ætla líka að auglýsa eftir húsi og sjá hvað það færir mér. Síðan dreif ég mig í eina íbúðarskoðun. Ég var eiginlega búin að ákveða að þetta væri ekki íbúðin sem mig vantaði en setti mig í jákvæðu stellingarnar og dreif mig til að fá það á hreint hvort þessi íbúð væri kannski eitthvað sem hitti í mark. Sú varð ekki raunin. Þessi íbúð er því afskrifuð. Þarna þarf ansi margt að gera og ég hef hvorki fjárhagsleg tök á því né get ég gert nógu mikið af slíkri vinnu sjálf til að það borgi sig fyrir mig að kaupa á þessum forsendum. Það voru líka fleiri gallar á íbúðinni (fyrir mig og mínar aðstæður) en ég ætla ekkert að tíunda þær hér. Núna er næst á stefnuskránni að skoða tvær aðrar íbúðir sem gætu hugsanlega komið til greina, drífa upp auglýsingu og fá það svo á hreint beint frá húsaeigendum hvort húsin tvö séu í alvöru farin. Hver veit !?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.5.2008 | 01:32
Kyrrð og friður
Ég sit núna við glugga í stofunni minni og horfi út. Úti er yndislegur friður og ró. Stillt veður, bjart og allt svo friðsældarlegt á að líta. Á svona stundum nýt ég þess virkilega að búa þar sem ég bý. Ég kann vel að meta friðsældina og náttúruna sem blasir við í allar áttir.
Í dag fór ég í svakaleg þrif. Þreif á bak við og undir húsgögnum, sem og húsgögnin sjálf. Þurrkaði af, ryksugaði, skúraði, henti rusli, flokkaði, sorteraði, gekk frá, þvoði þvott, þurrkaði, braut saman og gekk frá.. og þannig mætti lengi telja. Var semsagt alveg óhemju dugleg í dag. Endaði daginn á að skella heilum kjúlla á grillið og lét hann malla þar á meðan ég lagðist í heitt freyðibað með rauðvínsglas í hönd. Var nýbúin að fá leiðindarfréttir (engin veikindi, andlát eða þ.h. "bara" húsnæðisfréttir) og var ferlega svekkt yfir þeim. Náði að kúpla mig ágætlega frá vandanum í heitu baðinu og átti síðan góða stund með fjölskyldunni áður en Maðurinn lagði í hann í "hinn bæinn". Ég á fastlega von á að okkar formlegu sambúð sé hér með lokið því hann kemur ekki aftur hingað nema til að sækja sitt dót og hafurtask (held ég!). Börnin fara aftur á móti til hans seinna í vikunni og ég fæ þá nokkra daga til að einbeita mér að vinnunni og sjálfri mér. Hlakka mikið til því ég þarf rosalega á slíkum tíma að halda núna.
Það var í raun ekki ætlunin að blogga um eitt né neitt sérstakt núna. Er bara búin að njóta svo innilega stemningarinnar í kringum mig og varð að deila því. Það er ekkert yndislegra en að sitja í nýþrifnu og nýtilteknu eigin umhverfi og njóta þess að vera bara einn með sjálfum sér. Núna ætla ég að skríða inn í rúmið mitt með nýþvegnum (og útiviðruðum) rúmfötum og hverfa inn í draumalandið. Búin að leggja inn pöntun fyrir draumahúsinu og nú á að sofna með þá ímynd vel þrykkta í minnið og ég ætla mér að láta drauminn verða að veruleika. Just stay tuned folks..
Góða nótt elskurnar mínar og dreymi ykkur yndislega
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.5.2008 | 03:23
Kynlíf
Einhverra hluta vegna hefur kynlífsumræða skotið upp kollinum hjá bloggvinum mínum undanfarið, þ.e. hjá Sporðdrekanum og Júdasi, og það ýtti við mér að skrifa þetta. Ég hef verið að hugsa um það undanfarna daga hvað ég sakna þess að eiga svona stundir með einhverjum sem maður elskar og treystir. Ástríða, nánd og vellíðan. Hlakka mikið til að upplifa þetta aftur. Nú verður kannski einhver hneykslaður á því að ég sé að velta þessu fyrir mér, konan sem er ekki einu sinni skilin að borði og sæng lagalega og Maðurinn ekki fluttur út..! En þó við deilum rúmi ennþá að miklu leyti þá er LAAANGT síðan nokkur nánd og snerting hefur verið í gangi á milli okkar. Svo langt reyndar að ég efast um að flestir sem telja sig hafa eðlilega kynlöngun myndu sætta sig við það. Ég fæ a.m.k. þau viðbrögð frá vinkonum mínum sem ég hef opnað mig við um þessi mál. Og fyrst að ég er að blaðra þetta út á netið þá kannski getið þið giskað á að áhugaleysið hefur ekki verið mín megin. Áhugaleysi Mannsins á þessu sviði varð til þess að ég fylltist miklu óöryggi og sjálfsálitið var orðið ansi dapurt. Þegar ég varð ástfangin fyrir 3 árum breyttist sú líðan algjörlega. Fyrir þá sem ekki hafa lesið allt sem ég skrifa þá skal taka það fram að ég stóð EKKI í framhjáhaldi og í dag sé ég að ástæðan fyrir því að ég varð ástfangin var fyrst og fremst sú að sambandið var svo ófullnægjandi (á fleiri vegu en einn) að mig var farið að hungra í það sem vantaði. En semsagt það að verða svona innilega ástfangin varð til þess að mér fór að líða betur með sjálfa mig og fékk einhvern veginn kjarkinn til að brjótast út úr skelinni. Í kjölfarið breytti ég ansi miklu í lífi mínu og fór að taka meiri þátt í ýmsu sem ég hafði smá saman útilokað. Ég fór að hitta vanrækta vini, fór að hreyfa mig meira (og hafa ánægju af því), fór almennt að hugsa betur um mig og njóta þess, flutti, byrjaði í nýrri vinnu, eignaðist nýja vini.. og þannig mætti lengi telja. Á sama tíma reyndi ég að ýta við Manninum og fá hann til að vinna með mér í að laga það sem aflaga hafði farið í okkar sambandi.
Þetta er nú orðið mun lengra en ég ætlaði mér og sjálfsagt ekki eins krassandi skrif og sumir hafa haldið (vonað) miðað við titilinn á færslunni. En þó ég hafi upplifað aukið sjálfstraust og betri líðan með sjálfa mig á síðustu árum þá finn ég ennþá að ég á langt í land með að græða sárin. Ég finn að ég hef ekki mikla trú á að einhver "vilji mig" og hef t.d. bent vinkonum mínum á að það reyni aldrei nokkur við mig þó ég fari út á lífið. Það á því líklega eftir að taka mig tíma að öðlast kjark og trú á að kynlíf sé eitthvað sem ég eigi "skilið". Og hananú. Þá er ég búin að létta því af mér. Kannski vakna ég upp í nótt (sem er víst að verða morgunn), sé eftir öllu saman og stekk í tölvuna til að þurrka færsluna út. Sjáum til
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)