Færsluflokkur: Bloggar
1.9.2008 | 21:50
Sumir dagar..
Vá hvað þetta var erfiður dagur. Slítandi á allan hátt.
Það góða er að núna er ég búin að eiga afslappaða stund með hvítvínsglas í hönd og kertaljós út um alla stofu, börnin farin að sofa, allt tilbúið fyrir morgundaginn.. og ég er að fara að sofa
Ég er sannfærð um að morgundagurinn verður betri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.8.2008 | 23:41
Meira um sénsa.. og tilfinningalíf
Það er bara allt í gangi þessa dagana. Skrapp aðeins út á lífið í gær og fékk ekki frið. Fæ sms-sendingar í tíma og ótíma og núna áðan fékk ég tilboð frá hjónum! Það mætti halda að ég gengi með auglýsingaskilti á mér í bak og fyrir: "Í gífurlegri þörf fyrir kynlíf" !!
En.. ég er ekki tilbúin í tilfinningasamband og ég á erfitt með að ímynda mér kynlíf án þess að tilfinningarnar séu með í spilinu. Hef bara aldrei fundið það í mér. Ég hef heldur aldrei haft áhuga á að deila rekkju með fleiri en einum félaga í einu svo hjónunum var vísað kurteislega frá. Þau "tilboð" sem eru hæst skrifuð hjá mér þessa stundina eru frá þessari ungu, fallegu sem ég skrifaði um síðast og svo frá afskaplega kurteisum og háttvísum karlmanni sem hefur sent mér smekkleg og kurteisleg sms af og til, sýnir áhuga án þess að vera með frekju.. mér líkar það.
Aðalmálið er að ég er engan vegin búin að gera upp tilfinningarnar til Mannsins - kannski engin furða. Af og til upplifi ég tilfinningar eins og reiði, vanmátt og sorg vegna þess hvernig hlutirnir fóru hjá okkur. Í nótt t.d. helltist yfir mig reiði.. Erfitt að útskýra en eitt og annað ýtir við svona tilfinningum hjá mér og ég geri mitt besta til að leyfa þeim að fá "heilbrigða útrás". Held að við þyrftum að finna okkur tíma og tækifæri til að setjast niður og ræða málin út. En ég er ekki ennþá tilbúin í það. Ekki vegna þess að ég geti ekki tjáð mína hlið á málunum, heldur vegna þess að það er mjög erfitt að fá hann til að opna sig og það tekur verulega á að eiga í svona umræðum við hann. Ég er því að safna á orkutankinn til að eiga eitthvað í þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
24.8.2008 | 22:23
Sénsinn...
Eins og bloggvinir hafa orðið varir við þá hefur verið ansi mikið í gangi hjá mér undanfarið og ég hef haft í mörg horn að líta. Húsið, vinnan og börnin hafa tekið mikinn tíma og reyndar hefur streitan og annirnar verið helst til fyrirferðarmiklar því ég hef átt erfitt með að sofa fyrir eigin hugsunum.
Í öllu þessu á konan ekki mikið félagslíf. Það kom mér því rosalega á óvart að upplifa mig í þeirri stöðu sem ég er í núna. Ég er komin á séns!! Omg.. og engan smá séns.. hvað ætli ykkur finnist um það? Viðkomandi er ung og falleg kona.. jeps... kona.. þið lásuð rétt. Hver var það svo sem fílaði sig eins og útbrunnið skar um daginn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.8.2008 | 00:18
Hvernig á að borða heilan fíl?
Svar: Skera hann niður og borða hann bita fyrir bita.
Þetta er speki sem ég þarf að læra að tileinka mér. Það þýðir ekkert að fríka út yfir öllu sem "þarf" að gera. Eina leiðin er að taka þetta skref fyrir skref, eitt verkefni í einu og þannig hefst þetta allt saman. Eftir að hafa farið í heitt bað sit ég núna í náttfötunum uppi í sófa með kertaljós á víð og dreif um hálfkláraða stofuna mína og bjór í hönd. La dolce vita
Á morgun fer ég í dekur eftir vinnu og hlakka óstjórnlega mikið til. Fæ eitthvert rosalegt dekur-djúp-eitthvað-nudd.. Man ekki nákvæmlega hvað þetta kallast en það hljómaði óstjórnlega vel og ég ætla að njóta þess í tætlur.
Eigið góðar stundir, elskurnar mínar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.8.2008 | 22:53
udmatted
Síðustu dagar hafa tekið verulega á. Álag á flestum vígstöðum. Ég hef enga orku akkúrat núna. Það góða er þó að núna er ég samt laus við mesta álagið (vonandi).. þó það hafi skilið mig eftir orkulausa í augnablikinu. Það varð mikið spennufall hjá mér í dag en ég missti líka stjórn á skapi mínu og gaus með látum Get ekki sagt að ég sé stolt af því. Er samt búin að fyrirgefa sjálfri mér það. Mottó kvöldsins er afslöppun, afslöppun og afslöppun. Svo ætla ég að sofa... þangað til ég vakna... ný manneskja og tekst þá á við öll verkefnin sem bíða.. get ekki beðið.
Búið..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.8.2008 | 23:57
Til ömmu
Hvernig er hægt að þakka,
það sem verður aldrei nægjanlega þakkað.
Hvers vegna að kveðja,
þann sem aldrei fer.
Við grátum af sorg og söknuði
en í rauninni ertu alltaf hér.
Höndin sem leiddi mig í æsku
mun gæta mín áfram minn veg.
Ég veit þó að víddin sé önnur
er nærveran nálægt mér.
Og sólin hún lýsir lífið
eins og sólin sem lýsti frá þér.
Þegar að stjörnurnar blika á himnum
finn ég bænirnar,sem þú baðst fyrir mér.
Þegar morgunbirtan kyssir daginn,
finn ég kossana líka frá þér.
Þegar æskan spyr mig ráða,
man ég orðin sem þú sagðir mér.
Vegna alls þessa þerra ég tárin
því í hjarta mínu finn ég það,
að Guð hann þig amma mín geymir
á alheimsins besta stað.
Ótti minn er því enginn
er ég geng áfram lífsins leið.
Því með nestið sem amma mín gaf mér,
veit ég að gatan hún verður greið.
Og þegar sú stundin hún líður
að verki mínu er lokið hér.
Þá veit ég að amma mín bíður
og með Guði tekur við mér.
Höfundur: SiggaDúa2
Tekið af ljod.is með von um að mér verði fyrirgefin afnotin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
3.8.2008 | 09:13
Nýja húsið
Hef örstutta stund aflögu áður en ég stekk af stað í fjörið.
Daginn sem ég fékk lyklana að nýja húsinu byrjaði ég á að labba þar inn með myndavél og smella af myndum hægri-vinstri. "Nýja húsið" er ekki nýtt heldur næstum 60 ára gamalt með mikla sál. Rúmlega 50 ár var húsið í eigu sama aðila sem var ekki mjög nýjungagjarn - Guði sé lof, segi ég Það þýðir að ég hef svo að segja tóman striga til að vinna á. Fyrirfram var ég samt búin að ákveða að fara rólega í þetta og byrja BARA á að mála, kaupa ljós og gardínur og drífa mig inn fyrir veturinn. Síðan er planið að hugsa málið í vetur og gera stærri plön. Mér finnst ég þurfa að kynnast húsinu áður en ég get tekið endanlegar ákvarðanir um meira. Daginn sem ég labbaði inn í tómt húsið áttaði ég mig samt betur á því hvað væri framundan. Áður en ég get BARA málað er heilmikil vinna. Dagurinn í gær fór í að henda út rusli (já, já það var ýmislegt í húsinu sem ég "erfði"), rífa nagla, skrúfur og slíkt dót af veggjunum, sparsla og pússa. Ég var að mestu leiti ein í þessu. Ástæðan fyrir því er að sumu leiti sú að ég er voðalega treg til að biðja fólk um hjálp - jafnvel þó það hafi boðist til þess - en það er líka önnur ástæða fyrir þessari einveru minni. Foreldrar mínir ætluðu nefnilega að vera með mér í þessu og hafa gert það eftir bestu getu en amma er búin að vera svo veik og því hafa þau verið mikið hjá henni.
Ég svaf illa í nótt, uppfull af hugsunum, plönum og já, dálitlum kvíða líka. Ég hrökk líka illa upp í eitt skiptið með heiftarlegan sinardrátt. Agalega vont. Þegar ég fór síðan á fætur áttaði ég mig á því að ég hefði verið svo þreytt og utan við mig í gærkvöldi að ég hreinlega gleymdi að taka úr mér linsurnar áður en ég fór að sofa. Ég hélt í smástund að það hefði orðið eitthvert kraftaverk yfir nóttina og ég væri komin með fulla sjón aftur
Anyways.. back to work.. takk fyrir hamingjuóskirnar elskurnar mínar. Þið megið gjarnan hugsa til mín og senda eins og eitt eða tvö orkuskot í áttina til mín
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2.8.2008 | 20:50
Um þetta snýst lífið þessa dagana...
.. more later
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.7.2008 | 11:41
Komin og að fara..
Við komum heim í gær og dagurinn í dag fer í upp-pökkun (skrítið orð), þvott og niðurpökkun. Þarf líka að stússast eitthvað í frágangi á tryggingum, flutningi á síma og fleiru. Pökkun fyrir flutninginn verður svo sinnt þegar (ef) tími gefst til.
Hef eiginlega ekki tíma til að blogga um ferðalagið okkar vinkvenna en í stuttu máli þá var það að mörgu leiti skemmtilegt en það tók líka á. Börnin mín voru ekki alltaf samvinnufús og ég var eiginlega mun þreyttari þegar af stað var farið en ég gerði mér grein fyrir. Ég er eiginlega ennþá að díla við samviskubit fyrir skapvonskuna, reiði og grát sem fylgdi mér í ferðalagið. Vá hvað þetta hljómar illa. Nei þetta var ekkert skelfilegt en partar af ferðinni voru mér mjög erfiðir og í eitt skiptið læddist ég afsíðist og hringdi í Manninn til að ræða við hann ákveðin mál varðandi börnin. Það símtal fór aðallega fram þannig að ég grét og hann reyndi að hughreysta mig. Hann kom svo hingað í gærkvöldi og tók sér tíma til að setjast niður með mér og börnunum og ræða málin. Það var mjög gott og það sem af er þessum degi hafa börnin verið eins og englar Ekki það að ég ætlist til þess að þau séu alltaf eins og englar. Þau eru miklar manneskjur þessar elskur mínar og það er ekkert óeðlilegt þó kastist í kekki á milli systkina á þessum aldri. En málið er að þau voru orðin svo grimm hvort við annað og okkur fannst þau vera farin að láta eigin sársauka bitna á hvort öðru. Svo er maður sjálfur líklega ekkert sterkur á svellinu þessa dagana til að takast á við svona.
En.. framundan er bústaðaferðin góða og ég vona að hún geri okkur gott.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.7.2008 | 13:06
Ferðala-la-la-lag...
Búin að fá nóg af pökkun í bili. Ákvað að slá þessu upp í kæruleysi og taka nokkurra daga pásu. Mér fannst ég nefnilega vera í slow-motion við þetta í gær þannig að ég er greinilega búin að vinna yfir mig Held að ég komi bara fílefld til baka. Núna ætla ég bara að pakka niður í tösku fyrir mig og börnin og leggja í ævintýraleit með vinkonuninni góðu, Perlunni. (Á alveg eftir að segja ykkur frá henni). Later...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)