21.2.2009 | 11:23
Panicking
Þegar maður er búinn að eiga marga góða daga og farinn að njóta lífsins til fulls, þá jafnast það á við högg í magann að reka sig á það að maður er alls ekki orðinn heill.
Mitt í vímunni yfir því hvað það væri yndislegt að njóta, langa og hafa þessa dásamlegu athygli og hlýju .. þá þurfti bara smá atvik til að missa fótanna. Ég geri mér í raun fulla grein fyrir því að þreyta er að spila inn í viðbrögðin hjá mér og að ég þarf líka bara að ræða málin til að fá hlutina á hreint. Það sem er mér efst í huga núna er í raun ekki ástæðan fyrir því að ég "panikkaði" heldur það að ég skyldi gera það yfir svo litlum hlut. Í kjölfarið finnst mér ég óörugg, lítil og smá.. alveg upp á nýtt.
Það er vont.
Athugasemdir
Knús og enn meira knús.
JEG, 21.2.2009 kl. 17:06
Æ Gullið mitt! Knús, knús og koss, koss
Sporðdrekinn, 23.2.2009 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.