8.2.2009 | 16:49
Skot? Ást? Eða gredda?
Deitin mín þrjú undanfarið hafa öll endað á kynlífi! Ég veit ekki alveg hvort það er gott eða slæmt.. þ.e. jú kynlíf er gott en það hljómar dálítið illa að fara á fyrsta deit og enda það á kynlífi.. fara svo á annað deit með annarri manneskju helgina eftir og það endar líka á kynlífi..!! Ég er jú orðin dálítið svelt á þessu sviði og mörg ár af engu geta kannski kallað fram einhvern dímon í manni. Ég vil taka það fram að fyrsta deitið var "leikur" af beggja hálfu og engar væntingar um neitt annað. Það er því enginn sár eftir þá reynslu eða vonast eftir einhverju meiru.
Deit 2 og 3 eru annað mál. Eftir marga mánuði af sms-hér og mætast á götu-þar ákvað ég að þiggja boð Riddarans um deit. Ég viðurkenni alveg að hafa hugleitt að það gæti leitt til einhvers en hafði samt ekki mikla trú á því fyrirfram. En vá hvað drengurinn tók mig með trompi! Mér leið eins og drottningu allt kvöldið. Hann sá til þess að mig skorti ekkert í mat, drykk eða öðru.. passaði upp á að mér yrði ekki kalt, bægði frá mér óspennandi félagsskap (á mjög nettan hátt) og gerði ekki nokkrar athugasemdir við það þó ég hyrfi í langan tíma (óformlegur fundur vinkvenna sem drógst á langinn vegna skemmtilegheita fundarkvenna ). Það kvöld endaði með kaffibolla og skemmtilegu spjalli og svo ljúfu en eldheitu kynlífi Næstu daga vorum við í sms og tölvupóstsambandi. Nær daglega beið mín eitthvað notalegt þegar ég opnaði póstinn minn og ég get ekki neitað því að það var ljúft. Seinna deitið okkar var svo í gærkvöldi. Langt og gott spjall og svo eins og eftir bendingu fórum við að kyssast og voilá... Bara geggjað Hann þurfti svo að fara heim áður en dagur rann en þegar ég fór á fætur í morgun beið mín voðalega sætur póstur.
Ég veit satt að segja ekki hversu mikið tilfinninga- og kynlífssvelti spilar inn í hjá mér þessa dagana. Ég nýt þess að hafa þessa athygli og umhyggju og er svo sannarlega til í meira. Ég er samt ennþá skíthrædd við að vera of fljót á mér út í eitthvað sem skilur einhvern eftir í sárum. Við höfum bæði gengið í gegnum skilnað og erum bæði einstæðir foreldrar. Þar af leiðandi skiljum við hvort annað mjög vel en að sama skapi erum við líka að glíma við ýmislegt sem flækir hlutina og gerir það að verkum að við getum ekki hist þegar okkur sýnist eða hvernig sem okkur sýnist.
En ég þarf líklega að fókusera á það sem ég sagði í síðustu færslu; njóta og lifa og hætta að pæla of mikið.
Athugasemdir
Mér finnst þú eigir bara að njóta og lifa. Ekki ákveða neitt fyrirfram. Kannski er þetta "it" og kannski ekki. En um að gera að þreifa fyrir sér og njóta. Þú átt það svo sannarlega skilið að einhver dekri við þig. Hver á það ekki Njóttu
Kristín Jóhannesdóttir, 8.2.2009 kl. 16:57
blessuð njóttu bara meðan er ... ég er alltaf að bíða eftir að ég læri að gera slíkt og ekki spá of mikið hehehe
Rebbý, 8.2.2009 kl. 19:23
Æ en gaman, já njóttu þess!
Sporðdrekinn, 12.2.2009 kl. 04:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.