13.12.2008 | 19:12
Ljúfa líf
Lífið er gott þessa dagana. Ég á reyndar dálítið erfitt með að komast í jólagírinn en að öðru leyti er lífið bara dásamlega ljúft núna. Ég tryggði mér smá "mömmufrí" því börnin hafa verið hjá pabba sínum í heila viku. Enn ein jarðarförin fór fram í þessari viku og það var mjög erfið upplifun að öllu leyti. Það er svo erfitt þegar fólk kveður svona skyndilega og fyrir aldur fram. En.. að öðru leyti hef ég notað þessa daga til að hvíla mig, dekstra við mig, vinna þegar mér hentar og bara spjalla við gott fólk. Ég finn mjög vel í dag hversu gott ég hef haft af þessari hvíld.
Við Maðurinn höfum spjallað dálítið mikið saman þessa dagana og það er mjög gott andrúmsloft og þægilegt á milli okkar. Hann ætlar að koma til mín í næstu viku og hjálpa mér með smá framkvæmdir hér heima við því ég vil ekki biðja pabba minn að koma til að hjálpa mér eins og staða er. Hann er búinn að missa svo mikið undanfarnar vikur og má alveg við því að slaka svolítið á og safna í orkusarpinn sinn, þessi elska. Við Maðurinn erum líka búin að ákveða að vera saman á Aðfangadagskvöld með börnin okkar. Ég ræddi þetta við Sála sem sagði að sambandinu okkar á milli væri þannig háttað að það væri bara gott fyrir börnin ef við veldum þessa leið.
Í síðustu færslu óskaði ég eftir ást.. svei mér þá ef það er ekki eitthvað farið að gerast þar Meira um það síðar.. ég ætla að kanna þetta betur áður en ég fer að gaspra ..
Athugasemdir
Knús úr sveitinni til þín essgan.
JEG, 13.12.2008 kl. 20:39
En yndislegt að þið getið verið saman á aðfangadag með krakkana. Það er gott að eiga góða vini
Mikið er gott að þú getir hvíld þig.
Knússss
Sporðdrekinn, 14.12.2008 kl. 02:25
... líst vel á þetta hjá ykkur
Ef ég væri "Sáli" þá myndi ég segja það sama ... en ég er bara (mikill) spámaður.
Gísli Hjálmar , 14.12.2008 kl. 12:27
Kveðjur eru alltaf sárar, samhryggist þér með missinn. Þú finnur bestu leiðina fyrir þig og börnin þín. Gangi þér vel með allt og njóttu hátíðarinnar! Gleðileg Jólin.
www.zordis.com, 22.12.2008 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.