ein

Farðu vel með þig

Falleg orð og vel meint. Ég er að velta því fyrir mér af hverju ég fæ að heyra þetta svona oft þessa dagana. Ekki það að ég kunni ekki að meta umhyggju fólks en ég hlýt að bera það með mér að vera að bresta.. eða hrynja.. eða .. eitthvað.

Ég veit bara ekki hvernig ég á að fara betur með mig. Finnst ég svosum ekkert fara illa með sjálfa mig og það sem íþyngir mér þessa dagana er það sama og íþyngir ansi mörgum einstæðum foreldrum; ég næ ekki að sinna vinnu, heimili, börnum.. og svo sjálfri mér eins og ég myndi helst vilja. Annað slagið verð ég pirruð á því að koma ekki fleiru í verk, hleypi í mig hörku og vinn eins og brjálæðingur. Þá sé ég virkilegan árangur en á móti kemur að ég geng of nærri mér og enda oftar en ekki líkamlega veik og andlega niðurbrotin.

Svoleiðis hefur staðan verið undanfarið. Ég held (vona) að ég sé á réttri leið núna eftir að ég ákvað að viðurkenna vanmátt minn og tilkynnti mig veika í vinnu. Búin að böðlast áfram í vinnu eins og lufsa og það hefur skilað afskaplega litlu nema pirringi hjá sjálfri mér og athugasemdum vinnufélaga í þá átt að ég verði nú að fara að tala við lækni. Leið lítið betur með það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Sæl! Ég er búin að vera að fylgjast með þér og finnst þú rosalega dugleg. Það er ekki auðvelt að fara í gegnum þennan pakka. En góðir hlutir gerast hægt. Og að finna leið til að öðlast ynnri frið virkaði best fyrir mig. Njóttu dagsins.

Kristín Jóhannesdóttir, 28.11.2008 kl. 08:18

2 Smámynd: JEG

JEG, 28.11.2008 kl. 10:01

3 Smámynd: Gísli Hjálmar

Ef þú ert týpan sem horfir á Dr. Phil, Oprah Winfrey og svoleiðis krapp í sjónvarpinu og dreymir síðan dagdrauma um hina fullkomnu lausn, þá áttu ekki mikla möguleika á innihaldsríku lífi ...

... nema hætta því!

Koma svo!

Koma og taka þátt í lífinu einsog það er, en ekki einsog mann langar til að það sé.

Semsagt: rífa sig upp af rassgatinu og "feisa" þá staðreynd að maðurinn er farinn úr hjónabandinu og þú þarft að finna þér nýja stöðu í lífinu - skemmtilega og gefandi stöðu þar sem þú getur notið þín til hins ýtrasta.

... þetta er bara spurning um að vera raunsæ og framkvæma í takt við það.

Lífið er æðislegt - þrátt fyrir allt.

Maður nýtur þess ekki í endalausri sjálfsvorkunn yfir einhverju sem var  ...

ps. vona að ég hafi nú ekki farið yfir strikið.

Gísli Hjálmar , 28.11.2008 kl. 22:08

4 Smámynd: Ein-stök

Kristín: Takk fyrir falleg orð og stuðning. Ég er einmitt að leita að þessum innri friði  og held stundum að ég sé búin að finna hann. Virðist samt eitthvað í hann ennþá.

JEG: Takk og  right back at yah

Gísli Hjálmar: Á hverju ert þú í kvöld? Nei ég meina.. ég bara átta mig ekki á því hvert þú ert að fara.. Yfir strikið eða ekki.. þú skýtur (eða skítur) a.m.k. all rosalega yfir markið hér. Mér líður eins og ég hafi lesið komment til einhverrar annarrar og er því að hugsa um að líta þannig á það og svara þessu ekkert frekar.

Ein-stök, 28.11.2008 kl. 22:59

5 Smámynd: Gísli Hjálmar

Sko ...

Þú ert öll að koma til

Njóttu dagsins með þér og þínum

Gísli Hjálmar , 30.11.2008 kl. 10:56

6 Smámynd: Ein-stök

Hehe Gísli Hjálmar Þú ert bara krútt

Ein-stök, 30.11.2008 kl. 23:41

7 Smámynd: Gísli Hjálmar

Þú ert einstaklega frábær.

Þú þarft bara að leyfa þér að njóta þess á réttan hátt ...  

Gísli Hjálmar , 1.12.2008 kl. 19:45

8 identicon

Það er nú samt málið einhverastaðar verður maður að stoppa ,hætta að líta til baka, nema til að læra hvað maður á ekki að gera, Maður breytir víst ekki því liðna....   Horfa fram og setja nefið í vindinn og breyta núinu og framtíðinni. Lífið er brekka.   Gott spakmæli er : Þú færð aldrei að vita hvað hægt er að gera nema þú reynir það.  Er sjálf búin að ganga í gegnum skilnað og ýmislegt annað....  Eigðu nú góða viku ,, eins og hægt er.............

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 00:18

9 Smámynd: www.zordis.com

Það er oft erfitt að höndla allann pakkann sem hefur verið tveggja áður! Gangi þér rosalega vel og taktu bara eitt skref í einu.

Við þurfum öll á stuðningi og hvíld að halda!

www.zordis.com, 3.12.2008 kl. 20:17

10 Smámynd: Ein-stök

Anna María það er nákvæmlega það sem ég er að gera núna. Ég horfi eingöngu til baka í samvinnu við Sála og er alls ekki föst í fortíðinni. Auðvitað kemur fyrir að ég sakna Mannsins og góðu stundanna sem við áttum, en ég veit að það er liðin tíð og ég hlakka bara til að upplifa aðrar slíkar stundir með framtíðar-ástinni  

Zordis! Já það er einmitt það sem ég er að berjst við. Samt er ég heppnari en margir því þó Maðurinn sé farinn af heimilinu og fluttur annað, þá er hann mjög duglegur að sinna börnunum og sveigjanlegur við mig að öllu leiti. En þetta daglega amstur, sinna skóla og tómstundum, muna eftir þessu og hinu, versla inn, elda, þrífa, þvo þvottinn.. enginn annar sem deilir því með manni.. það tekur alveg á. Takk fyrir skilninginn

Ein-stök, 3.12.2008 kl. 20:59

11 Smámynd: Sporðdrekinn

Nei, það er ekkert auðvelt að takast á við allan pakkann einn og svo bætist andlega álagið við. Það er gott að þú stoppaðir nægilega lengi til að sjá að þú þarft smá hvíld til að jafna þig líkamlega.

Það er stundum þegar að fólk vill vera manni gott og er "of" mikið að hvetja mann eða styðja þá virkar það öfugt. Svona eins og með heyrnalausu músina og klifrið.

Gangi þér vel!

Sporðdrekinn, 4.12.2008 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband