25.10.2008 | 23:53
Naflaskoðun
Þegar líkaminn stoppar mann svona af eins og minn gerði núna um daginn og manni er þar með kippt út úr daglegri rútínu, þá er hætt við að ýmsar hugsanir komi upp á yfirborðið sem maður hefur jafnvel reynt að halda niðri .. hvort sem er meðvitað eða ómeðvitað.
Ég var því eiginlega neydd í hálfgerða naflaskoðun og hún tók bara verulega á. Það getur verið svolítið sárt að horfast í augu við hlutina. Það góða við þetta núna var að ég komst að því að ég á auðveldara með að koma á jákvæðu hliðarnar hjá sjálfri mér en oft áður. Þ.e. þetta voru ekki eins niðurbrjótandi pælingar eins og mér hætti til hér áður fyrr. Ég veit að skrif mín síðasta mánudag hljómuðu ekki beinlínis á jákvæðnisnótunum en sá þankagangur stóð sem betur fer stutt við. Eftir það var ég orðin öllu brattari með sjálfa mig og er búin að stunda "pep-talk" innra með mér í gríð og erg.
Ég á marga góða að (eins og áður hefur komið fram) og m.a. hefur ein frænka mín verið dugleg við það undanfarið að senda mér hvatningu og skemmtilegar tilvitnanir sem eiga vel við mig. Í dag keypti ég mér sæta stílabók og ætla núna markvisst að safna jákvæðum athugasemdum og góðum hvatningaorðum í hana. Þessa bók ætla ég síðan að hafa á náttborðinu og hún verður það síðasta sem ég glugga í á kvöldin og það fyrsta sem ég kíki á á morgnana.
Athugasemdir
Sporðdrekinn, 26.10.2008 kl. 03:27
Takk Sporðdreki
Don't focus on the days when you failed. Focus on all of the days when you won. Keep a chart, monitor your successes, and don't give up!
Þetta var sending dagsins frá Frænkunni og við að lesa þetta fékk ég þá hugmynd að skrifa líka í bókina það sem ég er þakklát fyrir og það sem gengur vel og/eða ég er ánægð með eftir daginn. Upp með Pollýönnu
Ein-stök, 26.10.2008 kl. 09:52
Knús og klemm héðan úr sveitinni mín kæra.
JEG, 26.10.2008 kl. 10:05
Góð sending. Pollýanna Rokkar!
Sporðdrekinn, 26.10.2008 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.