ein

Rautt ... eða hvað?

 

Ég er smá saman að koma heimilinu mínu í stand. Gengur frekar hægt hjá einstæðri, tveggja barna móður í rúmlega fullri vinnu en.. það kemur.. Joyful Áður en ég byrjaði að pakka á "gamla staðnum" var ég búin að ákveða að hafa rautt þema í nýja svefnherberginu mínu og með það í huga safnaði ég ýmsu saman sem passaði inn í rauða-svefnherbergis-þemað mitt. Svefnherbergið er ekki nema hálfklárað ennþá en þangað eru komnar rauðar seríur, ýmsir gripir frá börnunum mínum eins og Valentínusar-hjarta, rautt handarfar lítillar stelpu og sætur rauður kertastjaki. Þetta verður voðalega kósý þegar allt er komið og þarna ætla ég mér að eiga ljúfar stundir. Fyrst aðallega ein með sjálfri mér. Ég verð að viðurkenna að rauði liturinn var dálítið valinn með það í huga að ég ætlaði að fá meiri ástríðu í lífið. Í dag væri ég reyndar meira til í bláan lit eða grænan. Ég varð nýlega á milli tannanna á Gróu frá Leiti og lét það ekki ná mér fyrr en í dag. Það er hægt að taka á ýmsu þegar maður einn fær að finna fyrir neikvæðu afleiðingunum en það stingur þegar það bitnar á fólki í kringum mann. Í dag veit ég ekki hvort mig langar meira til að pakka saman og flytja.. eða ganga í klaustur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já það er nú meiri kjaftatíkin hún Gróa á Leiti.  Hún hefur sko stungið mig og það illa og fast.  Svo ég segji bara vertu þú sjálf og láttu engann stoppa þig við það. 

Kúl þetta með rauða litinn en skiljanlegt að litavalið/smekkurinn breytist eins og veðrið já og gengið maður minn.......

Knús og klemm úr sveitinni essgan.

JEG, 11.10.2008 kl. 19:09

2 Smámynd: www.zordis.com

Helvítið hún Gróa getur gert ljóta hluti!  Verst að þegar öfundin slæst í för þá falla oft meiðandi hlutir.  Hundsaðu þessar gróur og vertu þú sjálf.  Hverjum kemur þitt líf við?  Þú ert þinn eigin herra og stjórnar hitt getur bara átt sig.

Rauður er styrkjandi litur, ástar og orku!  Ef þú átt erfitt með svefn þá mæli ég með daufgrænu svefnherbergi.

Ég sendi þér knúzzz og þvottaklemmur úr útlandinu ...

www.zordis.com, 11.10.2008 kl. 20:36

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Gróa er leiðinda kelling og alveg ótrúlegt hvað hún getur eitrað út frá sér.

Sporðdrekinn, 13.10.2008 kl. 02:13

4 Smámynd: Bullukolla

Gróa á leiti er lítið gáfuð kjaftasaga sem kemur fram þegar verndarar hennar skammast sín of mikið fyrir lítilfjörlegt líf sitt og hvísla henni því eggjandi sögur um aðra.   Það er mín reynsla að það er lítið að marka hana og hún býr a Akureyri   Iss láttu sögur hennar sem vind um eyru þjóta . . . hún á bara bágt.

Bullukolla, 13.10.2008 kl. 23:17

5 identicon

Já það lýsir Gróu sjálfri hvernig hún lætur og tuðar.  Haltu þínu striki

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 10:26

6 Smámynd: Ein-stök

Takk sætu konur

Ein-stök, 14.10.2008 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband