ein

Andleg ládeyða

Þetta hefur verið skrítinn tími. Það var orðið svo langt frá síðustu færslu og mér fannst ég verða að skrifa eitthvað en ég hef í raun ekkert að segja. Upplifi sjálfa mig sem tilfinningalega flatneskju þessa dagana. Tíminn flýgur frá mér, lítið gerist, ég er alltaf ósátt við eigin frammistöðu í öllum mínum hlutverkum og ég virðist hvorki geta grátið né hlegið nýlega. Kannski þarf ég bara hvíld frá öllu tilfinningalegu róti.

En ég er a.m.k. á lífi og verð sjálfsagt bara að þrauka þetta tímabil eins og annað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Knús á þig elskuleg.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 6.10.2008 kl. 22:15

2 identicon

Svona dagar koma af og til svo koma góðu dagarnir aftur.   Þetta var sko djúp speki???   

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 23:43

3 Smámynd: Ein-stök

Takk sæta JEG  Knús til baka í sveitina

Jú þú ert ansi djúp í dag Unnur María en þetta er alveg rétt hjá þér. Góðu dagarnir hljóta að banka upp á aftur.

Ein-stök, 6.10.2008 kl. 23:55

4 Smámynd: Bullukolla

Þetta er eðlileg þróun.  Nú notar þú tímann til að læra og þroskast og gera það upp við þig hvað þú vilt svo þú getir stefnt óhindrað að því.  Það tók mig ekki nema um 14 ár . . . en ég er líka full seinþroska   Sumir finna þetta strax.

Bullukolla, 7.10.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband