25.9.2008 | 23:25
Um sorgina
Ég átti bara ekki til orð til að lýsa tilfinningum mínum um daginn.. og á það í raun ekki ennþá. En sorgin í þetta skiptið tengist ótímabæru dauðsfalli einnar yndislegustu manneskju sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, henni Hrafnhildi Lilju. Ég er ennþá dofin og alls ekki búin að átta mig á þessari ömurlegu og óafturkallanlegu staðreynd. Það bara helltist yfir mig sorg, doði, vantrú, reiði.. já og svo ótal margt annað. Einhver erfiðasta vika sem ég hef upplifað er að renna sitt skeið og það tengist því miður fleiru en þessari sorg. Samt sem áður á ég ennþá eftir stór og erfið verkefni áður en vikunni lýkur. Verkefni sem ég er engan vegin tilbúin til að takast á við.
Ég er ekki ein af nánustu ættingjum Hrafnhildar Lilju en við erum svo mörg sem syrgjum hana. Ég finn svo innilega til með fjölskyldunni hennar sem er enn einu sinni að takast á við sorgina eftir sviplegt fráfall fjölskyldumeðlims og ég hugsa til þeirra látlaust. Því miður þekki ég ekki fjölskylduna hennar, þó ég hafi verið svo heppin að fá að kynnast henni, en vonandi fæ ég færi á því að sýna þeim á einhvern hátt hvað það gaf mér mikið að kynnast henni.
En núna verð ég að reyna að sofna. Verkefnin bíða á morgun og ekkert hægt að hlaupast undan þeim. Góða nótt elskurnar og munið að að njóta ástvina ykkar, faðma þá oft og segja þeim endalaust hvað þeir séu frábærir og stórkostlegir og hvað þið elskið þá mikið. Þannig var mín kæra Hrafnhildur Lilja
Athugasemdir
Knús á þig yndislegust.
Svona er alltaf erfitt að meðtaka er því skiljanlegt að þetta fái á þig ásamt öllu hinu. Farðu vel með þig og vona að þú sofir vel í nótt.
Knús og heljarinnar klemm úr sveitinni þar sem allt er á fullu.
JEG, 25.9.2008 kl. 23:43
Ég samhryggist þér
Sporðdrekinn, 26.9.2008 kl. 02:28
Var bara að líta inn. Eg samhryggist þer.
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 10:32
M, 26.9.2008 kl. 11:08
... votta þér samúð mína.
Gísli Hjálmar , 27.9.2008 kl. 10:31
Ég samhryggist þér innilega og þetta er alveg hræðilega sorglegt þegar ungt fólk deyr og sérstaklega þegar hún fer svona Erfitt að sætta sig við svona hluti í lífinu.
Farðu vel með þig.
Svala Breiðfjörð Hauksdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 11:16
Samúðarkveðjur til þín og gangi þér vel með næstu skref!
www.zordis.com, 29.9.2008 kl. 23:25
Takk öll Þið eruð æði
Ein-stök, 6.10.2008 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.