ein

Hrun

Stundum held ég að ég sé einhver súperkona. Ég geri miklar kröfur á sjálfa mig. Í vinnu, heima fyrir, sem móðir, vinkona o.s.frv., o.s.frv. Í dag er dagur uppgjafar. Ég er búin á því. Líkamlega útkeyrð, andlega úrvinda, hef ekkert að gefa, verkefnin hlaðast upp og mér finnst ég ekki ráða við neitt í lífi mínu þessa dagana. Í nótt varð ég alveg fárveik og ældi lifur og lungum. Fjörið hefur haldið áfram í dag og magauppreisnin fær útrás í báðar áttir (jebb.. bæði Gullfoss og Geysir). Ég hef aðallega nærst á bláberjasúpu og eplasafa. Fyrir um klukkutíma fékk ég lyst á kók og súkkulaði.. og engu öðru.. svo núna er ég búin að liggja fyrir og spæna í mig súkkulaði og líður þessa stundina eins og stóra, feita, lata og vonlausa fílnum. Börnin eru hjá mér þessa helgi og það bætir ekki líðanina að vera algjörlega ófær um að sinna þeim af neinu viti. Það erfiðasta við daginn var svo þegar ég heyrði í Manninum áðan. Hann ætlar nefnilega að hitta börnin á morgun og ég hringdi í hann til að fá nánari plön hjá honum svo ég vissi hvernig ég ætti að haga morgundeginum og þegar hann vissi af ástandinu á mér þá talaði hann svo fallega og innilega til mín að ég brotnaði niður og fór að gráta. Hann heyrði það samt ekki því ég náði að kveðja áður en ekkinn náði yfirhöndinni. Voðalega getur maður verið aumur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Lokaðu augunum og slakaðu á, hugsaðu svo: "Sporðdreki ég er tilbúin".

Þá mun ég taka þétt utan um þig og rugga smá til hliðanna. Þú munt finna fyrir miklum kærleika og hlýju.

Ég vona að þú náir þér sem allra fyrst

Sporðdrekinn, 7.9.2008 kl. 18:24

2 Smámynd: JEG

Elsku kjédlingin mín.  Mikið öfunda ég þig ekki af þessari pest en þetta er búið að ganga á mínu heimili.  Reyndar bara niður nema hjá litlu og gaurnum.  En takk ég var í 3 daga eins og drusla bara.  Þú átt alla mína samúð.  Þakkaðu fyrir hvað þín börn eru þó stór því að vera með lítil í svona er hræðilegt..

Sendi þér eitt megaknús úr sveitinni og veistu það er enginn sem er súper for ever það er bara ekki hægt.  En við komumst samt helvíti langt ef við viljum það.  Farðu vel með þig.

JEG, 7.9.2008 kl. 21:41

3 Smámynd: Ein-stök

Þið eruð æði  Ég get svo svarið það að ég fann fyrir klappi á bakið, faðmlögum, hlýju og megaknúsi. Hef líka "misnotað" þessar athugasemdir og farið nokkrum sinnum hér inn til að sækja mér meira klapp og knús   Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ég er svona lítil í mér af því að líkamleg heilsa er léleg eða hvort líkamleg heilsa hrundi af því að mér leið illa andlega. Líklega bæði. Líkaminn var móttækilegur fyrir pestinni af því að mér leið illa og þegar líkaminn gefur sig þá fer andlega hliðin oft niður á við.

Ein-stök, 8.9.2008 kl. 08:44

4 Smámynd: www.zordis.com

Það er alltaf gott að fá faðm og knús, við þurfum svo á því að halda öll sem eitt!

vont að vera lasarus og vonandi gengur það yfir fljótt svo þú komist í gallann á ný.  Við erum súper, njóttu betri daga!

Faðmlag og styrkur til þín.

www.zordis.com, 8.9.2008 kl. 10:18

5 Smámynd: M

M, 8.9.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband