30.8.2008 | 23:41
Meira um sénsa.. og tilfinningalíf
Það er bara allt í gangi þessa dagana. Skrapp aðeins út á lífið í gær og fékk ekki frið. Fæ sms-sendingar í tíma og ótíma og núna áðan fékk ég tilboð frá hjónum! Það mætti halda að ég gengi með auglýsingaskilti á mér í bak og fyrir: "Í gífurlegri þörf fyrir kynlíf" !!
En.. ég er ekki tilbúin í tilfinningasamband og ég á erfitt með að ímynda mér kynlíf án þess að tilfinningarnar séu með í spilinu. Hef bara aldrei fundið það í mér. Ég hef heldur aldrei haft áhuga á að deila rekkju með fleiri en einum félaga í einu svo hjónunum var vísað kurteislega frá. Þau "tilboð" sem eru hæst skrifuð hjá mér þessa stundina eru frá þessari ungu, fallegu sem ég skrifaði um síðast og svo frá afskaplega kurteisum og háttvísum karlmanni sem hefur sent mér smekkleg og kurteisleg sms af og til, sýnir áhuga án þess að vera með frekju.. mér líkar það.
Aðalmálið er að ég er engan vegin búin að gera upp tilfinningarnar til Mannsins - kannski engin furða. Af og til upplifi ég tilfinningar eins og reiði, vanmátt og sorg vegna þess hvernig hlutirnir fóru hjá okkur. Í nótt t.d. helltist yfir mig reiði.. Erfitt að útskýra en eitt og annað ýtir við svona tilfinningum hjá mér og ég geri mitt besta til að leyfa þeim að fá "heilbrigða útrás". Held að við þyrftum að finna okkur tíma og tækifæri til að setjast niður og ræða málin út. En ég er ekki ennþá tilbúin í það. Ekki vegna þess að ég geti ekki tjáð mína hlið á málunum, heldur vegna þess að það er mjög erfitt að fá hann til að opna sig og það tekur verulega á að eiga í svona umræðum við hann. Ég er því að safna á orkutankinn til að eiga eitthvað í þetta.
Athugasemdir
Takk fyrir notalega kveðju, Þjóðarsál. Ljúft að vita af þér.. svei mér þá ef ég fann ekki kinnstrokuna og hárfitlið.. Leitt að heyra um slysið.. sér á tunnunni? Sjáumst við pulsuvagninn
Ein-stök, 31.8.2008 kl. 01:35
Er það nú ekki oftast svo að þegar að við erum kynferðislega sveltar þá fáum við engin boð. En svo þegar að við erum öruggar og oft á tíðum bara nokkuð vel mettaðar kynferðislega þá koma tilboðin.
Það er alltaf gott að geta valið eða hafnað, skinsamlegt af þér þó að ganga frá "gömlum" tilfinningum áður en lengra er haldið. Ég sendi þér orku skot
Þjóðarsálin: Ég heyri bara svona "bojjonjong..."
Sporðdrekinn, 31.8.2008 kl. 01:55
Já Sporðdreki en staðreyndin er sú að ég er langt frá því að vera mett Er hrikalega svelt og væri alveg til í almennilegt kynlíf. Takk fyrir orkuskotið sæta mín
Ein-stök, 31.8.2008 kl. 01:59
Já, kynlíf er gott En það er einhver glói í kringum þig, annars værir þú ekki að fá þessa ath og góðu boð
Við töluðum einhvern tíman um hérna að við yrðum bara að gera þetta sjálfar annað slægið. Það getur nú líka verið hrikalega gott og því fylgir líka smá glói
Sporðdrekinn, 31.8.2008 kl. 03:16
Líklega er það bara málið kæri Sporðdreki. Ég er svo dugleg við að njóta mín ein og sjálf að ég hlýt að hafa sterkan og mikinn glóa í kringum mig
Ein-stök, 31.8.2008 kl. 08:28
Skilnaður tekur tíma og orku.
Gott fyrir þig að vera með það vel á hreinu.
Alltof mikið um að fólk hreinlega rjúki út á "markaðinn" með hálfkláruð sambandaslit á bakinu og fari svo að fróa sér á tilfinningum annarra - fyrirgefið orðbragðið.
Þá á ég við að allt er selt til þess að þurfa ekki að takast á við þá tilfinningavinnu sem sambandaslit krefst - allavega í flestum tilfellum.
Flott sýn á ástandið hjá þér, það á án efa eftir að nýtast þér í framhaldinu til heilbrigðs sambands - ef svo ber undir.
kv, GHs
Gísli Hjálmar , 31.8.2008 kl. 14:07
Heljarinnar mikið knús og klemm úr sveitinni mín kæra.
Skil svo vel hvað flækjan getur verið flókin. Ferlegt þegar svo er.
JEG, 31.8.2008 kl. 17:14
Gísli Hjálmar: Jú ég held að ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta tekur tíma. Hef áður skilið, þó þá hafi ekki verið um hjónaband að ræða en miðað við mína reynslu af því þar sem allar aðstæður voru "einfaldari" (ekki börn, fjármálin einföld og sambandið hafði staðið mun skemur yfir en það sem ég er núna að ganga frá) þá er ekki óeðlilegt þó þetta taki góðan tíma.
Aðstæður eru mjög mismunandi hjá fólki í þessari stöðu og engin "regla" til um það hvenær fólk ætti að vera búið að ganga frá málunum né hvenær það er tilbúið til að fara út á markaðinn aftur. En svo sannarlega misreiknar fólk sig oft í þeim efnum.
Í mínu tilfelli er ég búin að vera að vinna í svo mörgu í kringum þetta og afgreiða áður en skilnaðurinn varð í raun að veruleika..ekki svo að skilja að ég hafi verið farin að undirbúa skilnaðinn áður en við tókum þá ákvörðun en það var ýmislegt í okkar samskiptum og ýmislegt hvað varðar mig sjálfa og mitt tilfinningalíf sem ég var búin að fara í gegnum og gera upp (með faglegri aðstoð). Sá partur sem ég á erfiðast með (fyrir utan náttúrulega það að vera ekki búin að sætta mig við að draumurinn um fjölskyldulífið og okkur sem eina heild sé búinn að vera) er það sem snýr að Manninum. Atriði sem ég fæ hann ekki til að ræða eða vinna í og ég er ekki ein um að telja að það slík vinna sé nauðsynlegur grundvöllur til að samband gangi hjá honum í framtíðinni, hvort sem það væri með mér eða einhverri annarri. Hann er í skelfilegri afneitun og á sífelldum raunveruleikaflótta og eftir að hafa úthellt hjarta mínu, grátið, skammast, hvatt og öskað.. já og ýmislegt fleira.. þá koma samt voðalega lítil viðbrögð hjá honum. Eins og hann sé bara dofinn tilfinningalega. Það er svo sárt en ég get ekki gert þetta fyrir hann og ég get ekki lifað við þetta. Einmitt það sem þú segir um að fólk geri allt til að takast ekki á við sína tilfinningavinnu.. það er einmitt það sem hann er að gera núna. Þau vandamál sem upp komu hjá okkur eru þess eðlis að ég tel ekki miklar líkur á að hann rjúki í annað samband, en allt getur jú gerst og ég er skíthrædd um það hans vegna.
Mér finnst b.t.w. þetta orðalag hjá þér "að fróa sér á tilfinningum annarra" bara ansi gott Maður hefur nú nokkrum sinnum rekist á slíkar týpur og hér áður fyrr orðið fyrir barðinu á þeim líka.. áður en maður varð þroskaður og skynsamur
en vá.. þessi skrif hjá þér ýttu greinilega við mér.. takk fyrir það
JEG: Takk fyrir knúsið.. Gott að fá almennilegt knús úr sveitinni.. það er örugglega orkuhlaðið og heilnæmt En já.. flækjur geta verið erfiðar.. en þær eru aldrei óviðráðanlegar.. Þó við eigum ekki eftir að eiga samleið hér eftir (nema sem uppalendur að sjálfsögðu) þá vona ég að okkur lánist að greiðar úr flækjunum saman og ljúka málunum á farsælan hátt.
Ein-stök, 31.8.2008 kl. 23:25
ég er ánægð með þig að taka þinn tíma í þetta bara og auðvitað er erfitt að vera svelt en það er heldur ekki spennandi að hafa rekkjunaut sem skilur svo eftir sig autt pláss þegar "gleðin" er búin því kynlíf virðist oft vera svo mikið meira en bara athöfnin sjálf
það er líka ekki þitt vandamál að maðurinn geti ekki unnið í sínum málum en það tekur tíma að læra það (slíkt hef ég loksins lært með minn x) en vissulega er erfitt þegar börnin spá í hegðun pabba síns að reyna að útskýra þetta .... en þeir eru bara veikir menn og það þarf að fara varlega að þeim.
Rebbý, 1.9.2008 kl. 14:48
Nei það er einmitt ekki spennandi Rebbý. Ég er þér hjartanlega sammála um það.
Aftur á móti þetta með vandamál mannsins.. þau eru ekki þess eðlis að þau liggi augljóslega á yfirborðinu og börnin vita í raun lítið af þeim. Sem betur fer að mörgu leiti. Gallinn við það er aftur á móti sá að þau eiga þarf að leiðandi mjög erfitt með skilja af hverju við getum ekki verið lengur saman. Ég geri mér grein fyrir því að ég leysi ekki hans mál og hef náð að sleppa takinu af stórum hluta þess. Það sem ég á ennþá erfitt með er sú hlið á þeim sem snýr að samskiptum hans við mig. Ég finn að ég á erfitt með að komast yfir ákveðinn trúnaðarbrest og finnst ég að sumu leiti svikin af honum. Það er eitthvað sem ég á eftir að gera upp og ég held að til þess þurfi ég að fá ýmislegt á hreint frá honum. En nú er ég farin að hljóma óttalega þvælin svo ég ætla að hætta
Ein-stök, 1.9.2008 kl. 18:31
Ekki er allt gull sem glóir þótt þú glóir kæra kona. Gangi þér vel að vinna í þínum málum og vonandi færðu vængi frelsis fyrr en varir.
Kanski asnalega orðað en það er ekki neitt eins gott og að losna alveg, verða sama hvað tilfinningu varðar.
Á ástarinar veg kann ýmsu að mæta
www.zordis.com, 1.9.2008 kl. 21:13
Takk fyrir það Zordis Held ég skili alveg hvað þú ert að fara með þessu.
Ein-stök, 1.9.2008 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.