ein

Sénsinn...

Eins og bloggvinir hafa orðið varir við þá hefur verið ansi mikið í gangi hjá mér undanfarið og ég hef haft í mörg horn að líta. Húsið, vinnan og börnin hafa tekið mikinn tíma og reyndar hefur streitan og annirnar verið helst til fyrirferðarmiklar því ég hef átt erfitt með að sofa fyrir eigin hugsunum.

Í öllu þessu á konan ekki mikið félagslíf. Það kom mér því rosalega á óvart að upplifa mig í þeirri stöðu sem ég er í núna. Ég er komin á séns!! Omg.. og engan smá séns.. hvað ætli ykkur finnist um það? Viðkomandi er ung og falleg kona.. jeps...  kona.. þið lásuð rétt. Hver var það svo sem fílaði sig eins og útbrunnið skar um daginn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já annir koma og fara.  Þekki það hér í sveitinni sko.  En taka enda sem betur fer.

Séns já flott.  Það er nefnilega málið að það gerist þegar síst er von á.

Knús og klemm mín kæra.

JEG, 24.8.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Rebbý

Já - gaman að heyra að fleiri en ég lenda í kvenmönnunum.  
Ef það virkar vel á sjálfsmyndina þá besta mál - það er svo þitt að ákveða hvað þú vilt gera úr sénsinum

Rebbý, 25.8.2008 kl. 00:12

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Já bara komin á séns!  Ég hef nú aldrei vilja meira með konur gera en að glápa á brjóstin á þeim (veit ekki af hverju ) En hey! það hlýtur að vera góð tilfinning að fá ath Hvað á svo að gera í stöðunni?

Sporðdrekinn, 25.8.2008 kl. 01:31

4 Smámynd: Ein-stök

JEG: Jú jú það er svona.. annir koma og fara. Eins og þú segir þá tekur þetta allt saman enda.. einhvern tímann. Erfiðasti tíminn er þegar maður sér ekki fyrir endann á þessu og er orðinn þreyttur  Og já.. sénsarnir banka oft upp á þegar maður á síst von á þeim.

Rebbý: Já er það?.. ég man ekki eftir að hafa lesið reynslusögur þínar af kvenmönnum  Hef svosum ekki skrifað neinar sjálf heldur.. hehe. En hvað ég geri við sénsinum.. hmmm Fyrir mér er það reyndar stærra mál að ég er að ganga frá einu sambandi og finnst ég ekki til í annað.. heldur en sú staðreynd að sénsinn er kona. Jú ég er kannski ekki alveg til í þá athygli sem því fylgdi ef ég færi að rölta um göturnar með börnin á eina hlið og konu á hina..  

Sporðdreki: Hehe.. brjóst eru góð (tíhí). En, nei.. ég er reyndar bi og verð hrifin af konum líka.. og ekki fyrir brjóstin ein  Gæti sagt sögu af því en.. jah.. a.m.k. ekki núna. Það verður að viðurkennast að athyglin er ljúf. Ég hef svosum ekki tekið neina ákvörðun um neitt. Finnst frekar fjarlægt að fara út í tilfinningasamband núna.. en þetta er flóknara en það. Ég get orðað það þannig að ég hef ekki lokað á hana.. en heldur ekki galopnað dyrnar.. ætli ég sé ekki með keðjuna á og kíki út  

Ein-stök, 25.8.2008 kl. 08:50

5 Smámynd: Fiðrildi

Eftir einn góðan, nokkra lélega og aðra óhæfa karlmenn þá hef ég oft óskað mér að verða ástfangin af konu.  Skil þær svo miklu betur og finnst þær miklu fallegri.  En því miður þá hef ég það bara ekki í mér og mikið íhugað að verða bara ein það sem eftir er.

Gangi þér vel og bara njóttu

Fiðrildi, 25.8.2008 kl. 12:30

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Já, maður verður víst að klára eitt samband og finna sjálfan sig áður en að farið er að blanda fleiri tilfinningum í málin.

Sporðdrekinn, 25.8.2008 kl. 14:17

7 identicon

Gaman bara komin á sjens    Það kemur engum það við , nema þer, hvort það er (kall-)maður eða (kvenn ) maður Frábært gangi þer vel.

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 14:29

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gaman og gott að hafa fiðrildin lifandi í maganum

Heiða Þórðar, 25.8.2008 kl. 22:49

9 Smámynd: M

Ég þurfti að lesa þetta tvisvar   

Glöð fyrir þína hönd. 

M, 25.8.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband