ein

Nýja húsið

Hef örstutta stund aflögu áður en ég stekk af stað í fjörið.

Daginn sem ég fékk lyklana að nýja húsinu byrjaði ég á að labba þar inn með myndavél og smella af myndum hægri-vinstri.  "Nýja húsið" er ekki nýtt heldur næstum 60 ára gamalt með mikla sál. Rúmlega 50 ár var húsið í eigu sama aðila sem var ekki mjög nýjungagjarn - Guði sé lof, segi ég Smile Það þýðir að ég hef svo að segja tóman striga til að vinna á. Fyrirfram var ég samt búin að ákveða að fara rólega í þetta og byrja BARA á að mála, kaupa ljós og gardínur og drífa mig inn fyrir veturinn. Síðan er planið að hugsa málið í vetur og gera stærri plön. Mér finnst ég þurfa að kynnast húsinu áður en ég get tekið endanlegar ákvarðanir um meira. Daginn sem ég labbaði inn í tómt húsið áttaði ég mig samt betur á því hvað væri framundan. Áður en ég get BARA málað er heilmikil vinna. Dagurinn í gær fór í að henda út rusli (já, já það var ýmislegt í húsinu sem ég "erfði"), rífa nagla, skrúfur og slíkt dót af veggjunum, sparsla og pússa. Ég var að mestu leiti ein í þessu. Ástæðan fyrir því er að sumu leiti sú að ég er voðalega treg til að biðja fólk um hjálp - jafnvel þó það hafi boðist til þess - en það er líka önnur ástæða fyrir þessari einveru minni. Foreldrar mínir ætluðu nefnilega að vera með mér í þessu og hafa gert það eftir bestu getu en amma er búin að vera svo veik og því hafa þau verið mikið hjá henni.

Ég svaf illa í nótt, uppfull af hugsunum, plönum og já, dálitlum kvíða líka. Ég hrökk líka illa upp í eitt skiptið með heiftarlegan sinardrátt. Agalega vont. Þegar ég fór síðan á fætur áttaði ég mig á því að ég hefði verið svo þreytt og utan við mig í gærkvöldi að ég hreinlega gleymdi að taka úr mér linsurnar áður en ég fór að sofa. Ég hélt í smástund að það hefði orðið eitthvert kraftaverk yfir nóttina og ég væri komin með fulla sjón aftur LoL

Anyways.. back to work.. takk fyrir hamingjuóskirnar elskurnar mínar. Þið megið gjarnan hugsa til mín og senda eins og eitt eða tvö orkuskot í áttina til mín Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Elsku kedlingin mín! Sendi smá afgangs orku til þín og skil þig vel því ég hef líka keypt íbúð með fullt af auka drasli sem fylgdi.  En það er alltaf svo gaman að byrja á byrjuninni.  Þó erfitt sé. 

Ég er einmitt að aðstoða vinkonu mína í flutningum úr slæmum aðsæðum og OMG hvað fólk er tilbúið að reyna í lífinu segji ég nú.  En ætlunarverk mitt er senn á enda og er hún komin í nýtt húsnæði og betri aðstæður.  Var allt flutt í gær nema tannburstinn ef svo má segja.  Og í dag fer ég og sækji hana og restina (sem alltaf leynist þegar allt er farið)  Verður þetta einmitt mjög fínt fyrir okkur báðar þar sem hún er nú að verða nágranni minn en ekki 25 km í burtu.

Já við gætum eflaust skemmt okkur við sparsl og púss það er ég viss um.  Gangi þér vel mín kæra og farðu vel með þig og knús á ömmu þína líka.

Kveðja og klemm úr sveitinni.

JEG, 3.8.2008 kl. 10:18

2 identicon

Til hamingju með nýja húsið! Stundum er líka gott að vera ein að dunda þó það sé líka þreytandi. Leiðinlegt með ömmu þína. Gott ráð við sinadrætti er að drekka glas af vatn að kveldi. Gangi þer allt í haginn og her færðu orku sendingu

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 11:43

3 Smámynd: M

Til hamingju með húsið ykkar

Finnst svo gaman að kíkja hér inn öðru hvoru og lesa þig. Held ég hendi inn beiðni og þú sérð bara til með svarið

Gangi þér vel að koma þér fyrir og endurbæta. 

M, 3.8.2008 kl. 15:16

4 Smámynd: Ásgerður

Stórt orkuskot frá mér

Ásgerður , 3.8.2008 kl. 15:41

5 Smámynd: Ein-stök

JEG: Já það er spennandi að byrja á nýju  Ég vona að vinkonu þinni gangi vel með sitt nýja start - sendi henni knús, kreist og góðar kveðjur. Endurtek það að hún er heppin að eiga góða vinkonu eins og þig, krúttið mitt  Takk fyrir knúsið og ég skila því til ömmu líka  Kveðja og klemm til baka.

Unnur María: Takk fyrir það  Það er reyndar alveg rétt hjá þér að það getur verið notalegt að dunda einn og út af fyrir sig, eiginlega bara hálfgerð íhugun í leiðinni. En sem betur fer er ég ekki alltaf ein í þessu, þá er hætt við að ég gæfist upp miðað við verkefnin framundan. Takk fyrir ráðið við sinadrætti - þetta hef ég aldrei heyrt!  

M: Var ekki lengi að samþykkja þig mín kæra  Takk fyrir falleg orð og góða kveðju.

Takk allar fyrir orkuskotin. Svei mér þá ef það hefur ekki bara svínvirkað því það var þvílíkur fítonskraftur í mér í dag, þrátt fyrir lítinn svefn síðastliðna nótt. Ég hamaðist eins og berserkur í dag (fékk líka góða hjálp í dag) og er ekki hætt ennþá því núna er bara kvöldmatarpása. Held ég hafi sett nýtt met í ruslburði og rimlagardínukasti (ný íþróttagrein á Olympíuleikum )

Ein-stök, 3.8.2008 kl. 20:04

6 Smámynd: JEG

Svo eru Bananar líka góðir við sinadrætti. 

JEG, 4.8.2008 kl. 00:32

7 Smámynd: www.zordis.com

gangi zer vel med nýjar hlidar á lífinu.  ekkert verra en sinadráttur, slaemur á faeti en hrikalegur í hálsi og baki!

sendi zér orange orku med gylltir midju ....

www.zordis.com, 5.8.2008 kl. 01:06

8 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Innilega til hamingju með húsið þitt og gæfan fylgi þér og þínum

Agnes Ólöf Thorarensen, 5.8.2008 kl. 01:27

9 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Gangi vel .

Gunnar Gunnarsson, 5.8.2008 kl. 19:52

10 Smámynd: Sporðdrekinn

Þú ert sem sagt ekki að drekka nægilega mikið vatn kona góð! Það þýðir ekkert að gleyma sér svo við vinnuna að vatnið gleymist

hahaha passaðu þig að láta þetta kraftaverk ekki gerast aftur duglega kona

Stórt ORKUSKOT og fullt af góðum hugsunum

Zordis, er þetta Tequila flaska sem að þú ert að senda henni?!?

Sporðdrekinn, 6.8.2008 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband