ein

Komin og að fara..

Við komum heim í gær og dagurinn í dag fer í upp-pökkun (skrítið orð), þvott og niðurpökkun. Þarf líka að stússast eitthvað í frágangi á tryggingum, flutningi á síma og fleiru. Pökkun fyrir flutninginn verður svo sinnt þegar (ef) tími gefst til.

Hef eiginlega ekki tíma til að blogga um ferðalagið okkar vinkvenna en í stuttu máli þá var það að mörgu leiti skemmtilegt en það tók líka á. Börnin mín voru ekki alltaf samvinnufús og ég var eiginlega mun þreyttari þegar af stað var farið en ég gerði mér grein fyrir. Ég er eiginlega ennþá að díla við samviskubit fyrir skapvonskuna, reiði og grát sem fylgdi mér í ferðalagið. Vá hvað þetta hljómar illa. Nei þetta var ekkert skelfilegt en partar af ferðinni voru mér mjög erfiðir og í eitt skiptið læddist ég afsíðist og hringdi í Manninn til að ræða við hann ákveðin mál varðandi börnin. Það símtal fór aðallega fram þannig að ég grét og hann reyndi að hughreysta mig. Hann kom svo hingað í gærkvöldi og tók sér tíma til að setjast niður með mér og börnunum og ræða málin. Það var mjög gott og það sem af er þessum degi hafa börnin verið eins og englar Halo Halo Ekki það að ég ætlist til þess að þau séu alltaf eins og englar. Þau eru miklar manneskjur þessar elskur mínar og það er ekkert óeðlilegt þó kastist í kekki á milli systkina á þessum aldri. En málið er að þau voru orðin svo grimm hvort við annað og okkur fannst þau vera farin að láta eigin sársauka bitna á hvort öðru. Svo er maður sjálfur líklega ekkert sterkur á svellinu þessa dagana til að takast á við svona.

En.. framundan er bústaðaferðin góða og ég vona að hún geri okkur gott.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Ómæ hvað ég skil þig. Svona er þetta bara. Mínir drengir eru líka að stríða skrattanum en leika við englana. Og það tekur á og sérí lagi á ferðalögum.

Gott að það var hægt að ræða við þau og fá skilniginn í gang en þetta er nú oft sem að eitthvað innbyrgt hrærist í blessuðum krökkunum sem við ekki skiljum og þau mistúlka greyjin.

Njóttu nú endilega verunnar í bústaðnum og safnaður orku fyrir flutningana því það kostar orku að flytja.

Knús og klemm úr sveitinni mín kæra.

JEG, 24.7.2008 kl. 12:04

2 Smámynd: Ein-stök

Takk sæta mín  Það er gott að einhver skilur mann. Þessar elskur geta tekið á og eins og þú segir.. ekki síst á ferðalögum. Ég held einmitt að okkur hafi tekist að skýra eitthvað fyrir þeim í þessum umræðum í gær og líklega mikilvægast að þau fundu að við vorum innilega sammála um hlutina og ætlum okkur að standa saman þó við séum búin að ákveða að búa ekki lengur saman.

Ég stefni svo sannarlega á að hlaða batteríin í bústaðnum og koma full af orku í nýja húsið

Ein-stök, 24.7.2008 kl. 21:18

3 Smámynd: Júdas

Farðu vel með þig Einstök, klárlega einstök!

Júdas, 24.7.2008 kl. 22:47

4 identicon

Já farðu vel með þig og njóttu þess að vera í bústaðnum. Þá verðurðu betur undirbúin undir  að taka á í flutningnum

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 01:28

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Æ Krúttið mitt. Þessir ormar okkar eru stundum bara best þegar að þau sofa. Ég er ekkert að vera vond neitt en stundum er bara svo rosalega erfitt að ná utan um allt og alla. Maður er að gefast upp bæði andlega og líkamlega og svo dettur þessum púkum í hug að rífast um það hver hafi ropað á undan. Eða eitthvað jafn ómerkilegt að okkur finnst akkúrat á þeim tíma punkti.

Gott að maðurinn kom að spjalla við krakkana með þér, það er oft sterkara þegar að þau sjá foreldrana samstíga, eins og þú bendir sjálf á.

Mundu eftir að taka þér "þinn" tíma í bústaðar ferðinni, slakaðu vel á og fáðu góða hleðslu á batteríin í fallegu náttúrunni okkar.

Þú ert dugleg og sterk kona, Knús

Sporðdrekinn, 31.7.2008 kl. 03:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband