8.7.2008 | 14:59
Húseigandi
Þar kom að því. Á reyndar eftir að skrifa undir kaupsamninginn en málið virðist í höfn og ég fæ mitt einstaka hús afhent 1. ágúst Síðustu tveim dögum hef ég varið að mestu uppi í sófa með stafla af húsablöðum ýmiss konar og velt fyrir mér möguleikum. Til að byrja með er stefnan tekin á að mála, setja upp sturtu, rífa niður einn vegg.. setja upp hillur, skápa og festingar til ýmissa nota.. en annars á bara að drífa sig inn í slotið fyrir veturinn og hugsa málin þar. Maður þarf jú að þreyfa á sálinni í húsinu og átta sig á veðri og vindum á svæðinu áður en hægt er að taka stærri ákvarðanir. Dreymir t.d. um bílskúr, verönd, pott.. já og ýmislegt fleira. En einmitt núna er ég bara rosalega hamingjusöm yfir að eiga húsið MITT
Ég er annars að berjast við einhverja slæmsku í kroppnum. Hálsinn sár, orkan í mínus og höfuðverkurinn lætur mig ekki í friði. Ég held jafnvel að þetta sé svolítið sálrænt. Mig dreymdi um að fara í ferðalag með börnin í sumar en það hefur ekki ennþá ræst og núna er lítið eftir af fríinu. Ég er líka að berjast við að koma síðustu málum á hreint á milli okkar hjóna. Peningamálunum blessuðum. Verð mikið fegin þegar það er komið í höfn.
Best að harka af sér og rölta út. Þarf í pappírsreddingar og er svo heppin að geta labbað.. held að það ætti að hressa líkama og sál.
Athugasemdir
Til hamingju með húsið þitt.
Þröstur Unnar, 8.7.2008 kl. 16:30
TIL LUKKU MEÐ HÚSIÐ
frábærar fréttir ..... en það er rétt að maður á ekki að fara í of stórar framkvæmdir áður en maður "kynnist" húsnæðinu aðeins
Rebbý, 8.7.2008 kl. 19:09
Til hamingju með húseignina. Það er leifilegt að láta sig dreyma.
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 01:10
Frábært kona! Innilega til hamingju með húsið.
Já streitan getur læðst aftan að manni þegar svona mikið er að gera (í öllu) Svo mundi bara að gleyma ekki sjálfri þér. Taktu smá slökun og farðu í smá frí með krakkana það er alveg nauðsynlegt ekki síst þín vegna. Og auðvitað barnann líka.
Ég fór í smá ferð með mín en kom enn þreyttari til baka en börnin sæl og glöð. Þetta er bara spurnig um gæði ekki magn. Því auðvitað vilja þau fara líka eina og allir vinirnir og vilja hafa ferðasögu til að segja eins og hinir.
Blessuð góða kíktu bara í sveitina til mín og málið leyst hehehe......
Sólarknús og klemm úr sveitinni.
JEG, 9.7.2008 kl. 10:01
Takk fyrir það Þröstur, Rebbý, Unnur og JEG
Rebbý nei það er einmitt málið. Maður þarf að átta sig á húsnæðinu áður en maður getur tekið stórar ákvarðanir um breytingar.
Unnur nákvæmlega Það er bara algjörlega nauðsynlegt að láta sig dreyma.
JEG Þú fékkst mig til að hugsa.. skrifa um það í færslu dagsins en.. ég væri sko alveg til í að kíkja til þín í sveitina
Ein-stök, 9.7.2008 kl. 12:09
Til hamingju með húsið. Gaman að sjá hvað þú ert jákvæð og allt á uppleið.
Júdas, 9.7.2008 kl. 23:21
Takk fyrir það Júdas
Ein-stök, 10.7.2008 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.