ein

Dásemdir einlífsins

Áður en ég byrja á dásemdunum vil ég þakka Rebbý og Ókunnri fyrir þeirra innlegg við síðustu færslu.

Krabbinn er aldeilis ótrúlegt eintak af vinkonu. Þrátt fyrir peningabasl og þar af leiðandi lítil ráð á fatakaupum þá galdrar þessi elska fram flíkur sem breyttu Einstakri úr feita fílnum í skutlu með flottar línur og sjálftraustið rauk upp úr öllu valdi. W00t Eftir að hafa skellt smá lit á andlitið og ýft hárið skunduðu vinkonurnar á djammið. Þar tóku við nokkrir klukkutímar af háværri tónlist, geðveikum troðningi og mörgum óvæntum endurfundum. Að balli loknu þurfti Krabbinn að draga Einstaka í burtu, jafn trega í taumi og hún var við að fara á staðinn!!  Úff.. aumingja Krabbinn að eiga svona vinkonu. Blush

Þar sem börnin verða fjarverandi af heimilinu í sólarhring í viðbót ákvað ég að njóta einverunnar í botn og gera eitthvað fyrir sjálfa mig. Eitthvað sem ég á erfitt með að gera með börn á heimilinu. Ég keypti vax og ákvað að spreyta mig á því að fjarlægja eigin óæskileg líkamshár í friði og ró. Jamms.. til að gera langa sögu stutta þá er ég núna búin að gefast upp, eftir klukkustunda baráttu við klístrað vax og uppskeran aðeins sár húð, pirringur og flest óæskileg hár sitja sem fastast á sínum stað. MIG VANTAR VAXFÉLAGA!! Er hægt að fá svoleiðis á netinu? Á Amazon kannski? Eða bjóða í einhvern á E-bay?

Er annars búin að hella hvítvíni í glas og draga fram kassa af húsablöðum. Held ég ráði betur við að hanna nýja heimilið mitt. Vaxið fær að bíða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Kæra einstök

Þú ert heppin að eiga svona góða krabba vinkonu. Mér líkar afstaða þín þó veikburða sé - þýðir ekkert annað en að láta ekki smá fyrirstöðu (eins og vaxið) trufla sig. Haltu áfram að vera - það er það eina sem gildir.

Hvatningarkveðjur 

Anna Karlsdóttir, 6.7.2008 kl. 23:38

2 Smámynd: Rebbý

sko þig að skella þér bara og gott að það var gaman
skil vel þetta með vaxið - óviðráðanlegt fyrir eina

Rebbý, 7.7.2008 kl. 08:47

3 identicon

Já það er nefnilega tilfellið að maður "nennir" ekki að ómaka sig á að reyna að dressa sig og finna andlit og hundskast af stað út meðal fólks. En svo ef maður tekur þessa ákvörðun um að skella sér og drífa sig af stað þá er oftast svooooo gaman að maður skilur ekki hvers vegna maður er alltaf heima.

Vax ja ég læt þann fjanda eiga sig. Er alltfof hörundsár manneskja í sklíkt. Þannig að ég er ekki til í að vera vaxfélagi hehehe.... hef ekki skepnuna í mér til að pína aðra svona.

Flott hjá þér að skella þessu bara upp í kæruleysi og hvítvín.

Knús og klemm á þig essgan.

Ókunnuga konan (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 11:40

4 Smámynd: Ein-stök

Anna: hvaða afstaða er veikburða?  Já ég er svo sannarlega heppin að eiga svona góða vinkonu. Á m.a.s. nokkrar slíkar og passa mig á að láta þær reglulega vita hvers virði þær eru mér. Takk fyrir góðar kveðjur

Rebbý: Ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa farið.  Annað mál með blessað vaxið

Ókunna kona: já ég rambaði ansi lengi á þessari brún - að langa eða langa ekki. Það var í raun stærsta spurningin í þessu... hversu mikið mig langaði. En kosturinn við að fara sjaldan er sá að þá er þetta nú yfirleitt ekki svo grábölvað þegar maður skellir sér. Nenni annars ekki að taka þátt í þessu alltof oft. Verst að þú ert ekki til í að vera vaxfélagi.. ert líklega næst mér af bloggfélögum í landfræðilegu tilliti  Hefði líka verið svo hentugt að koma til þín í sveitina - þá hefði enginn heyrt angistarveinin..  Knús og klemm til baka (þó þú viljir ekki vaxa mig-hehe)

Ein-stök, 7.7.2008 kl. 12:01

5 identicon

Kannski ég addi þér sem bloggvinkonu bara hver veit og þá ???? veist þú meira um mig en ég um þig.

Hehe þetta með veinið að þá er ég dáldið nálægt þjóðvegi 1 svo að það gæti verið slæmt *hóst* Annars er fínt í sveitinni hvað næði varðar.

Knús og klemm Vaxstök haha.... Einstök sorrý. 

Ókunnuga konan (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 13:45

6 identicon

Já það er gott að bregða sér af og til á lífið.  Ef maður fer of oft verður minni tilbreyting, og and... er oft erfitt að hafa sig af stað!!!  Vax já vax mer finnst þú vera hetja að prófa þetta ó ó æææææ

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 13:50

7 Smámynd: Ein-stök

já kannski þú ættir bara að gera það Ókunna kona  Hvað sumir vita um suma.. hehe.. Þjóðvegur 1 er nú ekkert vandamál. Það keyra allir svo hratt eftir honum og veita neyðarópum enga athygli  Takk fyrir Vaxa mín

Unnur það er nefnilega málið. Fínt að fara annað slagið - en ekki of oft  Ég er nú samt ekki meiri hetja en svo að vaxið bíður ennþá..

Ein-stök, 7.7.2008 kl. 18:47

8 Smámynd: Júdas

úps-afsakið....mér leið eins og ég hefði óvart rölt inn í kvennaklefann og hörfað út aftur!

Júdas, 9.7.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband