ein

Smá mistök

Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar var Ein-stök að komast að því að hún er bara ennþá harðgift, thank you very much! Eins gott að maður hefur ekki hlaupið á sig á þessum tíma og orðið uppvís að framhjáhaldi eða hórlifnaði eins og það er einhvers staðar kallað. Ég var annars ansi stutt í löglegu sambandi og hef því stundað hórlifnaðinn ansi oft og lengi á ævinni Bandit 

En aftur að mistökunum. Ég nefnilega lenti í þeirri óþægilegu, gamalkunnu, en samt sem áður löngu gleymdu, aðstöðu um daginn að eiga ekki til hnífs og skeiðar. Þá rifjaðist upp sú staðreynd að ég hefði ekki ennþá sótt um meðlag og ekki gengið eftir frágangi á fjármálum milli okkar hjóna. Ég hringdi til að kanna þetta með meðlagið og fékk þá þær upplýsingar að umsókn mín um meðlag (sem ég átti eftir að fylla út) yrði ekki gild fyrr en við værum búin að skila inn samningi okkar á milli svo hægt væri að taka skilnaðarmálið fyrir. Þá semsagt áttaði Ein-stök sig á því að hún væri bara alls ekki ein eða stök.. þó hún sé náttúrulega samt sem áður EINSTÖK. ALVEG EINSTÖK meira að segja Halo 

En nú er búið að ganga frá samningnum, frágangur á fjármálum er langt kominn, meðlagið komið í kerfið (fæ greitt síðar í mánuðinum) og minns getur með sanni farið að kalla sig Ein-staka... aftur.

Já og ég gerði tilboð í hús í dag, föstudag. Hugsið fallega til mín elskurnar því ég þarf að bíða þar til á mánudag eftir svari.. er samt byrjuð að raða húsgögnunum niður í nýju híbýlin og skipuleggja breytingar. Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

spennó með húsið
til lukku líka með að vera núna sannarlega orðin EIN STÖK

Rebbý, 5.7.2008 kl. 09:52

2 Smámynd: Ein-stök

Takk fyrir það Rebbý  og þetta er sko svakalega spennó með húsið

Ein-stök, 5.7.2008 kl. 10:54

3 identicon

Gaman að sjá "bjartsýnisfærslu"......þú ert augljóslega alveg EINSTÖK!

Bkv.

Svala

Svala Breiðfjörð Hauksdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband