28.6.2008 | 12:13
Á lífi..
Ég gat ekki látið þessa þunglyndislegu færslu standa óáreitta lengur. Búnir að vera ágætir dagar undanfarið. Er enn í tiltekt og hreinsunum og er svo heppin að foreldrar mínir ætla að slást í lið með mér í dag. Dóttirin fór í heimsókn til pabba síns en Sonurinn kúrir hjá mömmu á meðan.
Ég er búin að vera að taka á hreyfingunni hjá mér undanfarið og sett hana í forgang fyrir allt annað (nema börnin að sjálfsögðu). Ég hef komist að því að þreki og þoli hefur farið aftur en aftur á móti virðist ég mjög fljót að ná því upp og andleg líðan nýtur góðs af í leiðinni.
Aftur í puðið sem, ótrúlegt en satt, ég er að njóta alveg í botn
Athugasemdir
Ertu búin að finna húsnæði ? Ég hef alveg misst af öllu um þó nokkurn tíma
Fiðrildi, 30.6.2008 kl. 07:33
Sæl Arna. Nei ég er ekki búin að finna húsnæði. Skoðun á morgun.. who knows
Ein-stök, 30.6.2008 kl. 19:50
... sko mína.
Lífið er til þess að lifa því.
Gísli Hjálmar , 30.6.2008 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.