24.6.2008 | 11:58
Tætibuska
Það er voðalega skrýtið ástand hjá mér þessa dagana. Ég er að atast í mörgu, verð fyrir alls konar truflunum, næ ekki að klára neitt og pirringurinn vex með hverjum deginum.
Í gær festi Maðurinn kaup á íbúð. Ég samgleðst honum og bauð honum m.a.s. í mat til að fagna. Í dag fann ég samt gömlu öryggisleysistilfinninguna hellast yfir mig. Þessi ímynd af því þegar hann kemur og týnir saman dótið sitt en ég sit eftir með minningarnar og sundurtætt húsakynni. Ég veit að ég er að díla við gamla drauga og þarf bara að koma hausnum út úr þessum hugsanagangi. Ef ég á að segja eins og er þá held ég satt að segja að mig sé farið að vanta tíma fyrir mig eina. Smá "alone time". Ég hef verið með annað barnið eða bæði alla daga (2 daga með annað-hina með bæði)síðan 8. júní. Við erum saman alveg 24/7 og þó börnin mín séu yndisleg og gaman að vera með þeim þá er ég hreinlega farin að finna fyrir svona álagseinkennum. Stöðugt áreiti og maður er alltaf "á vaktinni". Aðalástæðan er náttúrulega ekkert börnin heldur það að þetta er tími mikilla breytinga og ég hef svo margt að hugsa og þarf hreinlega að fá að fara í gegnum það. Á sama tíma eru þau náttúrulega líka að ganga í gegnum miklar breytingar og kunna ekki alveg að bregðast við þeim. Dóttirin er farin að loka sig ansi mikið af, það þarf að ýta henni út um dyrnar til að hún fari og hitti vinina og Sonurinn tekur skapofsaköst sem eru algjörlega "out of character" fyrir hann. Þannig að á meðan ég er að berjast við eigin drauga og eigin hugsanir þá þarf ég ótal sinnum yfir daginn að draga djúpt andann, telja niður í huganum áður en ég tek á ótal litlum málum sem varða börnin.
Í guðs bænum ekki taka þessu sem einhverju væli og fara að segja mér að taka mig saman í andlitinu eða skammast mín fyrir að vorkenna sjálfri mér þegar börnin mín eigi erfitt. Ég er aðallega að "tappa af". Ég geri mér grein fyrir því að margir berjast við stærri hluti en ég. Í dag er mitt Everest bara eitthvað svo óhugnanlega stórt og óyfirstíganlegt.
Og eftir að hafa tappað af... þá ætla ég að ráðast á eitthvert af verkefnunum mínum og stefna á að klára nokkur í dag. Wish me luck.
Athugasemdir
good luck hon
þitt Everest er ekkert minna meðan verið er að sigrast á því en hinna, mundu það
Rebbý, 25.6.2008 kl. 23:36
Takk Rebbý Þetta er eitthvað sem ég hef sagt öðrum sem eru að rekja fyrir mér vanda eða vanlíðan og bæta svo við "en þetta er nú ekkert á við það sem aðrir eru að berjast við". Gott að fá þetta sjálf í "feisið"
Þetta er aðeins að skána, held ég sé komin upp í miðjar hlíðar Everest núna... en mikið fj.. tekur þetta á
Ein-stök, 26.6.2008 kl. 13:02
já þetta er erfitt ferli og tekur ótrúlegan tíma að klára og kemur merkilega oft í bakið á manni og þegar maður telur sig vera búna að afgreiða málið þá hrekkur maður stundum aftur um 2-3 skref ..... en leiðin tekur enda.
Rebbý, 26.6.2008 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.