18.6.2008 | 23:58
Símtal
Dóttirin hringdi í pabba sinn í dag og setti símann á hátalarann því hún var að athafna sig eitthvað við tölvuna í leiðinni. Ég varð því vitni að hluta af símtalinu og vildi að ég hefði ekki heyrt það. Það var svona:
Pabbinn: Ætlið þið að koma til X um helgina eða á ég að koma?
Dóttirin: Komd' þú
Pabbinn: Já allt í lagi
Hvað finnst ykkur? Á þetta ekki að koma mér við?
P.s. hefði mátt útskýra þetta betur þetta með x-ið. En ég setti það í staðinn fyrir nafn bæjarins sem Maðurinn býr núna í.
Athugasemdir
Hvað áttu við ? Er ástæða til að ætla að eitthvað vafasamt eigi sér stað, eða ert þú mamman ? .....bara forvitni.
Haraldur Davíðsson, 19.6.2008 kl. 00:04
...sorrí las aftur, þú ert mamman, og já þetta á að koma þér við, það er verið að ala á virðingarleysi gagnvart þér ef það var bókstaflega sagt " x "
Haraldur Davíðsson, 19.6.2008 kl. 00:06
Það sem ég meina er að þó Maðurinn sé ekki að fullu fluttur héðan (ekki búinn að finna sér húsnæði og hefur því ekki tekið sitt dót) þá er þetta samt mitt heimili í dag og mér finnst það ekki sjálfsagt að hann komi hingað og leggist bara í sinn hluta af hjónarúminu eins og ekkert sé
Ein-stök, 19.6.2008 kl. 00:54
Úff segi ég nú bara. Ég er ekki alveg að skilja hvernig manninum dettur í hug að hann geti bara komið og "lúllað" hjá þér án þess að spyrja þig fyrst. Mér finnst ekki einu sinni sjálfsagt að hann komi og gisti inni á "þínu" heimili án þess að biðja um leyfi fyrst. Persónulega myndi ég ekki leyfa honum að sofa í rúminu mínu. Hann yrði bara að láta sér sófann duga, eða annað hvort rúm barnanna sem að gæti þá gist hjá mér í staðin.
Ég myndi tala um þetta við hann og benda honum pent á það að hann býr ekki þarna lengur og þarf því að tala við þig áður en að hann kemur og biðja um leyfi til að fá að gista. Sem að er ekki sjálfsagður hlutur að mínu mati.
Sporðdrekinn, 19.6.2008 kl. 02:00
Gleymdu bara ekki þeim einstaklingum sem hafa lítið sem ekkert með þessa ákvörðun ykkar að gera. Þá á ég nú fyrst og fremst við börnin.
... aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Hvernig væri að þú færi bara útá lífið og fengir þér smá xxxxx með einhverjum myndarlegum manni, ha?
Það myndi örugglega gera þér gott - allavega í smá tíma.
Gísli Hjálmar , 19.6.2008 kl. 09:43
auðvitað þarf hann að ræða það við þig fyrst hvort hann megi bjóða börnunum þennan valkost
sammála sporðdrekanum (einu sinni enn) hann getur gist inni hjá öðru hvoru barninu þá en samt er þetta röskun á þínu lífi því það er ekkert þægilegt að hafa x fyrir framan sig heilu helgina meðan verið er að skilja.
Rebbý, 19.6.2008 kl. 10:15
Ég held að í fyrsta lagi þá sér hann ekkert athugavert við það að hann sofi í sama rúmi og ég. Sambandið er svo löngu dautt í þeirri deildinni og því gæti hann alveg eins sofið í sama rúmi og ég, eins og hann svæfi í sama rúmi og börnin hans. Frá hans sjónarhorni þ.e.a.s. ÉG er alls ekki sátt við hvernig þau mál voru og gat engu breytt hvað það varðaði þó ég reyndi og mér finnst alls ekki sjálfsagt að við séum að sofa í sama rúmi í dag.
Aðalmálið.. einmitt það sem Gísli Hjálmar kemur inn á, er það að þetta ruglar bara börnin. Það eru þau sem skipta ansi miklu máli í þessu öllu og það að við högum okkur "rétt" í þessu ferli hefur mikil áhrif á þau. Mér finnst þetta ekki rétt gagnvart þeim því ég veit alveg að það að við erum öll saman undir sama þaki ýtir strax undir vonir hjá þeim um að við séum að taka saman aftur. Ég passaði vel upp á að sýna engin viðbrögð við þessu símtali og lét eins og ég hefði ekki heyrt þetta. Dóttir mín hefur heldur ekkert rætt þetta við mig og ég efast ekki um að henni finnst þetta hið eðlilegasta mál - að pabbi komi heim. Ég þarf að manna mig upp í að tala um þetta við hann þegar ég hef tækifæri til (er oftast með annað eða bæði börnin yfir mér þessa dagana).
Annars var ég líka að hugsa um að leysa málið svona á ská (þarf samt að ræða þetta við hann) því ég þarf að komast í "bæinn", þ.e. þar sem Maðurinn býr, til að sinna eigin málum og gæti því sameinað það því að börnin fái að hitta pabba sinn og þá vonandi skorið á þá umræðu (frá börnunum) að hann komi hingað.
Takk fyrir stuðninginn öll sömul. Stundum finnst mér ég vera eitthvað paranoid yfir svona hlutum og það er gott að heyra það frá öðrum að þetta sé ekki "eðlilegt".
Ein-stök, 19.6.2008 kl. 10:41
Gleymdi að svara þessu með að fara út á lífið .. hjá honum Gísla Hjálmari. Ég hef voðalega lítið gaman af því að fara út á lífið um þessar mundir. Enda held ég að þeir sem mér finnst spennandi og eru á þokkalegum aldri leynist annars staðar en á öldurhúsum landsins. Væri alveg til í smá byltu en held samt að ég sé engan veginn á réttum stað í lífinu til að stökkva upp í með "einhverjum". Maður er orðinn svo vanur því að tilfinningarnar séu með í þeim pakka.
Ein-stök, 19.6.2008 kl. 12:57
Já, helvítis tilfinningarnar eyðileggja allt fyrir manni.
- það er bara þannig.
Gísli Hjálmar , 19.6.2008 kl. 19:41
Segðu Gísli.. fj.. vesen bara
Ein-stök, 20.6.2008 kl. 00:20
Auðvitað kemur þér það við!
Heiða Þórðar, 20.6.2008 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.