ein

Letilíf

 

 

 

Það hefur verið einhver værð yfir mér þessa dagana. Allt einhvern veginn í slow-motion. Ég (við) ekki enn búin að ganga frá samningnum milli okkar Mannsins, húsnæðismálin á hold, fjármálin í frysti.. ég bara er - ekkert meira. Ég hef lesið óvenju mikið undanfarið, leyst ógrynni af sudoku-þrautum, farið í stuttar ævintýraferðir með börnunum (sundferð, ísferð, verslunarferð o.fl.) og svo bara verið hálfgert zombie inn á milli. 

Um helgina ætla foreldrar mínir að kíkja í heimsókn og ef ég þekki móður mína rétt þá verður eitthvað tekið á því. Konan er vinnualki m.m. og gengur fyrir einhverjum orkugjafa sem flestum er hulinn. Spurning hvort ég næ að tappa af konunni um helgina? Bandit 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Mákona mín virðist ganga fyrir þessum sama orkugjafa og mamma þín. Það er spurning um að við njósnum um þær og komumst að því hvað þetta er.

Annars er ekkert skrítið þó að þú sért orkulítil núna vina mín, mikið búið að vera að ganga á andlega (og er örugglega enn) og enginn verður jafn þreyttur og þá. Ég vona að þú getir sogið smá orku frá henni mömmu þinni

Sporðdrekinn, 14.6.2008 kl. 02:34

2 Smámynd: Rebbý

vonandi nærðu að tappa af orku frá mömmu þinni, en annars er líka bara fínt að eiga svona rólega daga ...... I should know

Rebbý, 14.6.2008 kl. 10:45

3 Smámynd: Ein-stök

Sporðdreki njósnum  Ég var einmitt að enda við að tala við mömmu mína í síma og það var mikill hugur í henni. Ég held að hún ætli sér að finna húsnæði handa mér og flytja mig áður en helgin er liðin - svei mér þá!!

Rebbý mín þú ættir að þekkja rólegu dagana  En það er alveg satt hjá þér.. stundum þarf maður bara á svona dögum að halda.

Ein-stök, 14.6.2008 kl. 12:09

4 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Gangi þér vel.

Gunnar Gunnarsson, 15.6.2008 kl. 03:52

5 Smámynd: Ein-stök

Takk Gunnar

Ein-stök, 15.6.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband