9.6.2008 | 17:23
I'm back ...
Ég fór í vinnutengt ferðalag og hef því verið fjarri öllu bloggeríi undanfarið. Ferðin gerði mér rosalega gott því þó hún hafi verið vinna og álag, þá var mjög gott fyrir mig að skipta um takt í smá tíma. Ég kom heim andlega úthvíld og til í að takast á við mín mál hér heima fyrir.
Er í þessum skrifuðu orðum að stökkva út til að skoða 1 stk hús.. ætla svo að kíkja á bloggvini og sjá hvað er að frétta
Athugasemdir
HÆ! Snúlla
Mikið er gott að heyra að þér líði vel, var komin með smá áhyggjur, það hefur víst eitt hvað að gera með að vera ungamamma
Sporðdrekinn, 9.6.2008 kl. 19:12
... það var nú gott að þú komst aftur.
Gísli Hjálmar , 9.6.2008 kl. 20:47
Gott að heyra að þér líður betur.
Agnes Ólöf Thorarensen, 9.6.2008 kl. 22:16
æj hvað það var nú gott að sjá þig aftur ......
Rebbý, 9.6.2008 kl. 23:43
Takk fyrir notalegar móttökur
Ein-stök, 10.6.2008 kl. 07:58
Gaman að sjá að þú ert farina að blogga aftur og allt gengur vel.
Svona ferðir geta gert kraftaverk. Og gott að hún gerði þér gott.
Knús og klemm úr sveitinni.
Ókunnuga konan (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 09:06
Eitt stykki hús já...á þriðjudagskvöldi...ekki slæmt...ekki slæmt! Knús mín kæra. Gott að fá þig aftur.
Heiða Þórðar, 10.6.2008 kl. 21:53
Takk elskurnar mínar
Ég fór reyndar að skoða hús í gærkvöldi - á mánudagskvöldi. Hefði getað skoðað a.m.k. eitt annað í dag en var bara í einhverju voðalegu óstuði í dag svo ég ákvað að geyma það.
Ein-stök, 10.6.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.