ein

Hlutir sem okkur hættir til að gleyma

 Hér eru nokkrir hlutir sem við tökum oft sem sjálfsögðum hlut. Takið ykkur tíma til að hugsa um hvert atriði fyrir sig áður en þið lesið það næsta. 

  • verða ástfanginn
  • hlægja svo hjartanlega að mann verkjar í andlitið
  • heit sturta
  • engar biðraðir í Bónus
  • einstakt augnatillit
  • að fá póst
  • fara í bíltúr um fallegt landslag
  • hlusta á uppáhalds lagið sitt í útvarpinu
  • liggja í rúminu og hlusta á rigninguna úti
  • heit handklæði beint úr þurrkaranum
  • komast að því að peysan sem mann langar í er á útsölu á hálfvirði
  • súkkulaðihristingur (eða vanillu!)
  • langlínusímtal
  • freyðibað
  • að flissa
  • góðar samræður
  • ströndin / fjaran
  • finna 2000 krónur í jakkanum sínum frá síðasta vetri
  • hlægja að sjálfum/sjálfri sér
  • miðnætursímtöl sem endast klukkutímum saman
  • hlaupa í gegnum úðara
  • hlægja af nákvæmlega engri ástæðu
  • þegar einhver segir manni að maður sé falleg/ur
  • hlægja að eigin hugsun
  • vinir
  • að heyra óvart þegar einhver segir eitthvað fallegt um sig
  • að vakna og átta sig á að maður má ennþá sofa í nokkra klukkutíma
  • fyrsti kossinn
  • að eignast nýja vini eða eyða tíma með gömlum vinum
  • að leika sér við nýjan hvolp
  • þegar einhver leikur sér að hárinu á manni
  • fallegir draumar
  • heitt súkkulaði
  • ferðalög með vinum
  • að róla sér
  • söngtextar sem fylgja nýja disknum svo maður geti sungið með án þess að líða eins og asna
  • að fara á virkilega góða tónleika
  • að ná augnsambandi við ókunnugan sætan/ókunnuga sæta
  • að vinna í harðri keppni
  • að búa til súkkulaðibitakökur
  • að fá sendar heimatilbúnar kökur frá vinum
  • að eiga tíma með góðum vinum
  • að sjá vini sína brosa og heyra þá hlægja
  • að haldast í hendur við einhvern sem manni þykir vænt um
  • að hitta gamlan vin og átta sig á að sumir hlutir (góðir eða slæmir) breytast aldrei
  • að fara aftur og aftur í besta rússíbanann
  • sjá svipinn á andliti einhvers sem opnar frá manni langþráða gjöf
  • að horfa á sólaruppkomuna
  • að fara á fætur á hverjum morgni og þakka Guði fyrir annan yndislegan dag

Munið að njóta elskurnar mínar InLove

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Farðu vel með þig elskan mín...

Agnes Ólöf Thorarensen, 29.5.2008 kl. 22:14

2 Smámynd: Ein-stök

Takk Agnes og sömuleiðis

Ein-stök, 29.5.2008 kl. 22:29

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Fallegt og svo satt!

Knús

Sporðdrekinn, 29.5.2008 kl. 23:51

4 Smámynd: Rebbý

ohh ég ætla sko að leggjast yfir þennan lista í kvöld þegar heim verður komið í afslöppunina og láta hugann reika.

Rebbý, 30.5.2008 kl. 11:32

5 Smámynd: Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir

Þetta er góður listi og eitthvað sem maður ætti í raun að hafa hjá sér til að líta á reglulega

Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 31.5.2008 kl. 14:30

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Úff...hvað þetta hitti beint í mark. Takk

Heiða Þórðar, 31.5.2008 kl. 15:53

7 Smámynd: Ein-stök

Já hann er bara ansi góður þessi. Væri líka ekki vitlaust að safna fleiri atriðum á listann

Knús á ykkur allar

Ein-stök, 31.5.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband