ein

Strembinn dagur en samt..

Morguninn var MJÖG erfiður. Eftir að hafa stympast við vinnu í 1 og hálfan tíma eftir hádegið gat ég bara ekki meir, fór heim og lagði mig! Ég steinstofnaði og svaf næstum af mér tíma hjá hágreiðslukonunni minni. Það getur verið heppilegt að vera í persónulegum kontakt við fólk sem maður sækir slíka þjónustu til. Hún vissi sem var að ég mætti ekki missa af þessum tíma því hún getur ekki sinnt mér síðar í vikunni og þegar ég var ekki komin á réttum tíma þá bara hringdi hún. Ég heppin. Smile

Dótturinni var boðið í afmæli og Syninum var boðið í kvöldmat hjá góðri vinkonu minni. Ég sleppti því alveg að elda kvöldmat því ég fór sjálf í saumaklúbb í kvöld og þar er alltaf von á góðu. Ég heppin. Smile

Ég hef verið að berjast við höfuðverk í allan dag og núna þegar ég kom heim úr klúbbnum fann ég að hann var á syngjandi uppleið svo ég tók verkjatöflur og ég finn að hann er að láta undan síga núna. Held að ég sleppi við mígrenið í þetta skiptið. Ég heppin. Smile

Ætla að enda þetta á smá speki:

Life is not measured by the number of breaths we take, but by the moments that take our breath away

Ég er hætt að sætta mig við. Ég er hætt að þrauka. Ég er farin að lifa lífinu lifandi aftur og ég ætla að njóta hvers augnabliks. Ég hlakka óstjórnlega mikið til þess að upplifa fleiri augnablik í lífinu sem láta mig standa á öndinni. Óska ykkur ótal slíkra stunda elskulegu bloggvinir og þakka ykkur fyrir allan stuðninginn, fallegu orðin, knúsin, orkusendingarnar og ég veit ekki hvað. Kissing Þið eruð best InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Þetta er var gott að lesa!  Endirinn er svo sterkur, þú ert dugleg kona Ein-stök!

Takk fyrir góða ósk

Verði þér að góðu og takk sömuleiðis með allt hitt

Ég vona að dagurinn þinn (fimmtudagur) verði yndislegur og höfuðverkja laus

Sporðdrekinn, 29.5.2008 kl. 01:39

2 identicon

Já bara áfram"  einstök "

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 10:38

3 Smámynd: Ein-stök

Takk sætu stelpur

Ein-stök, 29.5.2008 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband