ein

Skilin að borði og sæng

Þá er það loksins orðið að veruleika. Frá og með deginum í dag er ég formlega orðin ein og stök. Við eigum bara eftir að setja lokapunktinn við samninginn okkar og ganga í að skipta fjárhagnum sem gerist bara á næstu dögum. Hef annars lítinn tíma til að skrifa núna því álagið þessa dagana er gífurlegt. Brjálað að gera í vinnunni, börnin að klára skólann sem þýðir ýmsilegt rask og "aukaumstang" auk þess er ég að vinna í skilnaðarmálunum, húsnæðismálunum og undirbúa eitt stykki utanlandsferð Whistling  Væri þakklát fyrir góðar hugsanir og eina og eina orkubylgju ef þið eruð aflögufær, elskurnar mínar. Núna er ég gjörsamlega útkeyrð eftir síðustu daga (og svefnlitlar nætur) svo ég er farin í rúmið... Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

sendi alla mína aukaorku yfir til þín núna - en er reyndar ekki aflögufær með mikið   en mínar bestu og fallegustu hugsanir koma með í kaupbæti og af þeim á ég nóg.
til hamingju með áfangann - eða ekki - hljómar hálf skringilega að skrifa þetta en ég veit að þú veist hvað ég meina.

Rebbý, 27.5.2008 kl. 22:48

2 identicon

Her færðu heilan poka af orku frá mer!  Góðar hugsanir færðu líka og nóg af þeim . Svona fyrst svona þurfti að fara þá er bara að gera það besta úr því. 

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 23:23

3 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Sendi þér hlýjar hugsanir...

Agnes Ólöf Thorarensen, 28.5.2008 kl. 00:04

4 identicon

Elsku vina hér  færðu helling af ljúfum hugsunum og saltta af knúsi í poka. Gangi þér vel með þetta allt.

Kveðja úr sveitinni.

Ókunnuga konan (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 00:17

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Duglega kona, eins og venjulega ert þú í mínum bænum og þar bið ég um ljós, styrk og stuðning fyrir þig.

Knús á ég nóg af og þú mátt bara ná þér í eitt og eitt eða fleiri hvenær sem að þig vantar

Sporðdrekinn, 28.5.2008 kl. 02:20

6 Smámynd: Júdas

Sendum þér kútastrauma og fallegar hugsanir.  Blómleg breyting hjá þér og engin spurning að vorið er í nálægðinni............

Júdas, 28.5.2008 kl. 22:02

7 Smámynd: Ein-stök

Rebbý: takk og já ég veit nákvæmlega hvað þú meinar. Það fylgdi þessu ákveðinn léttir en líka sorg og á tímabili hugsaði ég "þetta getur ekki verið minn raunveruleiki - þetta er ekki að gerast". Takk fyrir orkusendinguna. Hjarta

Unnur: Takk fyrir orkuna og góðu hugsanirnar. HjartaJamm.. maður ræður því ekki hvaða spil maður fær í lífinu en það hvernig maður vinnur með þau er það sem skiptir máli.

Agnes: Takk fyrir hlýjar hugsanir. Hjarta

Ókunna konan: Takk fyrir allar ljúfu hugsanirnar og knúsið úr sveitinni. Hjarta

Sporðdreki: Takk og sömuleiðis. Ég hugsa til þín daglega og bið fyrir þér líka. Hjarta Ætla svo sannarlega að nýta mér gott boð um knús og kem til með að sækja mér nokkur slík til þín á næstunni

Júdas: Takk fyrir kútastrauma og fallegar hugsanir. Ojá.. vorið er komið og grundirnar gróa

Ein-stök, 29.5.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband