24.5.2008 | 00:00
Ein-stök
Ég hefði eiginlega átt að nota þetta notendanafn þegar ég byrjaði. Það að ég er að skilja gerir það að verkum að ég er orðin ein og stök (fyrir utan börnin að sjálfsögðu) en.. ég er líka alveg EINSTÖK (eins og við öll). Ég er búin að vera með þetta á bak við eyrað lengi en það var ekki fyrr en í dag sem ég fór að trúa því (að ég væri einstök það er að segja). Ég hef verið ein og barnlaus síðustu daga, reyndar mikil vinna hjá mér en þetta hefur verið virkilega góður tími fyrir mig til að slaka á og hlaða andlegu batteríin.
Er enn að velta húsnæðismálunum fyrir mér og í dag datt minni m.a.s. í hug að fara bara út í að byggja. (já er ekki konan alveg einstök?) Þetta er allt saman í vandlegri athugun og ekki verður flanað út í neitt. Ég er með tvær húsaskoðanir í bígerð en fer líklega ekki í þær fyrr en eftir helgi. EN... EF ég fer að byggja, þá er ég m.a.s. búin að finna lóðina sem ég vil Algjör draumastaður.
Í kvöld hef ég leyft eurovision-lögunum að rúlla í gegn og veit ekki hvort þau venjast svona vel, en ég á orðið nokkur uppáhaldslög þarna. Rússland þokkalegt lag, ekki eitt af þeim bestu að mínu mati, en textinn er bara nokkuð góður. Ætla að leyfa honum að fylgja þessari færslu því svona líður mér í dag:
Even when the thunder and storm begins
Ill be standing strong like a tree in the wind
Nothing's gonna move this mountain
Or change my direction
Im falling off that sky and Im all alone
The courage thats inside is gonna break my fall
Nothings gonna dim my light within
But if I keep going on
It will never be impossible, not today
Cause Ive got something to believe in
As long as Im breathing
There is not a limit to what I can dream
Cause Ive got something to believe in
Mission to keep climbing
Nothing else can stop me if I just believe
And I believe in me
Even when the world tries to pull me down
Tell me that I can, try to turn me around
I wont let them put my fire out, without no!
But if I keep going on
It will never be impossible, not today
Cause Ive got something to believe in
As long as Im breathing
There is not a limit to what I can dream
Cause Ive got something to believe in
Mission to keep climbing
Nothing else can stop me if I just believe
And I believe:
I can do it all
Open every door
Turn unthinkable to reality
Youll see- I can do it all and more!
Believing
Mission to keep climbing
Nothing else can stop me if I just believe
And I believe in me.
Athugasemdir
Já því ekki að breyta notendanafninu? Mér líst vel á Ein-stök
Þessi texti á vel við okkur BloggVinkonurnar!
Sporðdrekinn, 24.5.2008 kl. 02:17
NÁKVÆMLEGA Alveg textinn fyrir okkur.
Ein-stök, 24.5.2008 kl. 08:31
Ef þessi ágæti rússneski söngvari hefur samið þennan texta þá átt hann svo sannanlega skilið að vinna keppnina.
... ég ætla að leyfa mér að efast svolítið um það, þar sem þessi texti er ekki saminn útí loftið. Miklu heldur virðist hann byggja á lífsreynslu og ber merki þess að viðkomandi virðist vera sáttur við hlutskipti sitt í dag.
Sennilega hefur það ekki alltaf verið þannig einsog hjá ÖLLUM okkur.
Njóttu þín og þinna.
Gísli Hjálmar , 25.5.2008 kl. 08:20
Já vissulega ertu einstök kona og ef þú ferð út í að byggja bara til að fá draumahúsnæðið þá bara besta mál ..... en veit líka alveg að þú skoðar það vel áður en ætt verður í ævintýrið.
Til lukku með sigurlagið .... ég var nú reyndar ekki heilluð en gaman að lesa yfir textann því ég hafði ekki hlustað svo vel eftir honum.
Rebbý, 25.5.2008 kl. 19:06
Gísli Hjálmar: ég held að ég hafi lesið það einhvers staðar að hann væri annar tveggja höfunda að laginu, en hvort það þýði að hann eigi lagið og "hinn" textann veit ég ekki. En ég er sammála.. textinn er mjög góður og eiginlega týndist hann í fáránleikanum á sviðinu (hvað átti þessi skautagæji að fyrirstilla? og fiðlan? og hvað var þetta með að rífa frá sér skyrtuna?.. ekki náði það mér a.m.k.) Ég er alveg sátt við að hlusta á lagið í dag og raula með en er dauðfegin að þurfa ekki að horfa á flutninginn í leiðinni.
Rebbý: Takk fyrir það mín kæra Ég fer svo sannarlega varlega í svona stórar ákvarðanir. Tók mig t.d. þrjú ár að ákveða að skilja frá því að ég áttaði mig á því að staðan væri óviðunandi. En.. eins og fram kemur hér að ofan þá er ég hrifin af þessum texta, lagið heillaði mig ekki eins og sviðsframkoman alls ekki.
Ein-stök, 26.5.2008 kl. 00:56
Sammála!
Fáránlegt sirkusatriði sem hefur ekkert með tónlist að gera.
Gísli Hjálmar , 26.5.2008 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.