22.5.2008 | 19:05
Júró að loknum lööööngum og ströööngum vinnudegi
Vá hvað vinnudagurinn minn var erfiður. Ég er dauðfegin að mín biðu ekki börn heima því ég var gjörsamlega undin þegar heim kom. Er núna búin að elda mér fisk með helling af grænmeti, hella hvítvíni í glas, draga fyrir stofugluggann minn og koma mér vel fyrir í sófanum fyrir framan sjónvarpið. Júrógleði.. alein heima. En.. það gerir ekkert til.
Náði að hlusta á lögin sem verða í keppninni í kvöld einu sinni áður en útsending hófst og ætla að spá eftirtöldum lögum áfram:
Tyrkland, Sviss, Albanía, Danmörk, Ungverjaland, Makedónía, Kýpur, Litháen, Lettland og svo að sjálfsögðu Ísland
Athugasemdir
Hljómar notalega, eigðu gott kvöld!
Sporðdrekinn, 22.5.2008 kl. 19:20
Takk fyrir Sporðdreki og sömuleiðis
Ég sé að ég hef aðeins hlaupið á mig.. Ég steingleymdi að hlusta á Úkraínu og það er lag sem fer örugglega áfram. Held kannski að ég myndi skipta Litháen út fyrir Úkraínu.
Ein-stök, 22.5.2008 kl. 19:38
ó je... Stórglæsilegt hjá Friðriki Ómari og Regínu Ósk
Ég breytti aðeins valinu mínu á meðan á keppninni stóð. Veit ekki hvað ég var að skrifa Litháen þarna inn .. hef örugglega farið lagavillt. Tók a.m.k. Kýpur, Litháen og Lettland út og setti Svíþjóð, Úkraínu og Georgíu inn. Mér fannst Lettneska lagið ekki takast vel í flutningi (söngvararnir voru hreinlega falskir). Á endanum var ég því með 6 rétta af 10.
Hlakka til laugardagsins
Ein-stök, 22.5.2008 kl. 21:17
Eina sem ég var ákveðin í var Ísland, Danmörk, Króatía og Úkraína svo mér varð að óskum mínum
Flott að eiga bara rólegt kvöld yfir sjónvarpinu og tala nú ekki um með gott að borða og drekka með
Rebbý, 22.5.2008 kl. 21:33
já þetta er bara búið að vera ljúft kvöld. Sit núna og nýt útsýnisins út um gluggann hjá mér. Alltaf svo kyrrt og yndislega fallegt veður á kvöldin núna.
Ein-stök, 22.5.2008 kl. 22:36
Já þetta var glæsilegt í kvöld allar norðurlandaþjóðirnar inn
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.