19.5.2008 | 01:32
Kyrrð og friður
Ég sit núna við glugga í stofunni minni og horfi út. Úti er yndislegur friður og ró. Stillt veður, bjart og allt svo friðsældarlegt á að líta. Á svona stundum nýt ég þess virkilega að búa þar sem ég bý. Ég kann vel að meta friðsældina og náttúruna sem blasir við í allar áttir.
Í dag fór ég í svakaleg þrif. Þreif á bak við og undir húsgögnum, sem og húsgögnin sjálf. Þurrkaði af, ryksugaði, skúraði, henti rusli, flokkaði, sorteraði, gekk frá, þvoði þvott, þurrkaði, braut saman og gekk frá.. og þannig mætti lengi telja. Var semsagt alveg óhemju dugleg í dag. Endaði daginn á að skella heilum kjúlla á grillið og lét hann malla þar á meðan ég lagðist í heitt freyðibað með rauðvínsglas í hönd. Var nýbúin að fá leiðindarfréttir (engin veikindi, andlát eða þ.h. "bara" húsnæðisfréttir) og var ferlega svekkt yfir þeim. Náði að kúpla mig ágætlega frá vandanum í heitu baðinu og átti síðan góða stund með fjölskyldunni áður en Maðurinn lagði í hann í "hinn bæinn". Ég á fastlega von á að okkar formlegu sambúð sé hér með lokið því hann kemur ekki aftur hingað nema til að sækja sitt dót og hafurtask (held ég!). Börnin fara aftur á móti til hans seinna í vikunni og ég fæ þá nokkra daga til að einbeita mér að vinnunni og sjálfri mér. Hlakka mikið til því ég þarf rosalega á slíkum tíma að halda núna.
Það var í raun ekki ætlunin að blogga um eitt né neitt sérstakt núna. Er bara búin að njóta svo innilega stemningarinnar í kringum mig og varð að deila því. Það er ekkert yndislegra en að sitja í nýþrifnu og nýtilteknu eigin umhverfi og njóta þess að vera bara einn með sjálfum sér. Núna ætla ég að skríða inn í rúmið mitt með nýþvegnum (og útiviðruðum) rúmfötum og hverfa inn í draumalandið. Búin að leggja inn pöntun fyrir draumahúsinu og nú á að sofna með þá ímynd vel þrykkta í minnið og ég ætla mér að láta drauminn verða að veruleika. Just stay tuned folks..
Góða nótt elskurnar mínar og dreymi ykkur yndislega
Athugasemdir
Nákvæmlega, vita hvað maður vill, vinna því því og það kemur. Ég hef upplifað það oftar en einu sinni hversu sterkt það er að vita hvað maður vill. Hef bæði fengið hús og endurheimt maka þannig
Gangi þér vel snúllan mín og sofðu rótt í þínu rúmi!
Sporðdrekinn, 19.5.2008 kl. 02:02
Flott að heyra hvað þú áttir góðan dag, en þetta með þrifin hjá þér er farið að kalla á samviskubit hjá mér og örugglega fleirum sem hafa ekki farið í svona stórverk í dágóðan tíma.
Vertu áfram svona jákvæð þá er lífið svo miklu auðveldara ...
Rebbý, 19.5.2008 kl. 08:42
Ég er sammála Rebbý .....þetta er farið að verða allrosalegt hvað þú ert dugleg að þrífa og taka til kona. Reyndar er þetta tíminn sem húsverkin hjá mér eru í lámarki vegna anna í sveitinni. En það verður bara mokað út og viðrað í marga daga í Júní hehe....
Mikið er nú gott að það er að koma rétt form á heimilið þ.e. að Maðurinn er að fara og þú getur farið að hafa hlutina your way. Knús og klemm til þín.
Ég upplifði jú einmitt það að það bankaði uppá einn mér að óvörum stuttu eftir minn skilnað og ég átti svo ekki von á því. Og var ekki að hugsa um neitt og var alveg blind á að hann hefði áhuga.
Ókunnuga konan (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 10:29
Rétt hjá þér Sporðdreki. Trúa á draumana sína og setja sér markmið til að láta þá rætast. Það er málið.
Engin ástæða Rebbý og Ókunna kona til að vera með einhverja minnimáttarkennd gagnvart þrifnaðaræðinu mínu. Að hluta til er þetta eins og hugleiðsla á þessum tímamótum. Ég er að hreinsa til í lífi mínu frá a-ö til að geta byrjað upp á nýtt. Þessi rosalegu þrif eru líka til komin vegna langrar vanrækslu svo ef einhver á samviskubitið þá er það ég sjálf
Knús á ykkur sætu
Ein-stök, 19.5.2008 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.