14.5.2008 | 22:55
Af fjármálum og fleiru..
Í gær heimsóttum við hjónin Sýslumann og fengum drög að samningi um þá þætti sem þurfa að vera á hreinu í lagalegu tilliti; meðlag, fjármál, skipting eigna o.s.frv. Þar fengum við m.a. á hreint að arfur fellur undir aðrar eignir og telst sameiginleg eign okkar, þar sem ekki voru nein tilmæli frá þeim látna í erfðaskrá um annað. Ég er nokkuð viss um að þetta er eitthvað sem ekki margir hugsa út í. Því miður eru alltof margir sem ekki gera neinar ráðstafanir varðandi erfðamál, líftryggingar og foræði barna ef eitthvað kemur uppá. En aftur að okkar málum. Ég var búin að segja við Manninn að mér þætti ekki eðlilegt að ég tæki helminginn af arfinum sem hann fékk en á móti var hann búinn að segja að honum þætti ekki eðlilegt að ég fengi ekkert af honum. Við vorum því lauslega búin að ræða okkar á milli nokkurs konar millistig á milli "ekkert" og "helmingur".
Eftir heimsóknina til Sýslumanns og aftur í dag, lögðumst við í fasteignapælingar, skoðuðum bráðabirgða-greiðslumat hjá ibl.is og reiknuðum út hugsanlegar vaxtabætur á rsk.is. Mikil rannsóknarmennska og flóknar pælingar í gangi. Útkoman var ekkert sérstaklega spennandi. En kannski erum við ekki að gera þetta rétt, því ég skil ekki hvernig nokkur maður getur eignast þak yfir höfuðið miðað við okkar niðurstöður. Hvernig ber maður sig að í þessu? Við keyptum okkur húsnæði síðast fyrir 6 árum og síðan þá hafa bankarnir farið að bjóða húsnæðislán, hægt er að taka erlend lán (eða kannski ekki í dag?) og mér persónulega finnst þetta orðinn agalegur frumskógur. Ég veit að það er erfitt fyrir ókunnuga að ráðleggja í svona, ég hef ekki einu sinni sagt frá því hérna í hvaða sveitarfélögum við ætlum að búa. En.. hver er ykkar skoðun/reynsla.. hversu mikið hlutfall af kaupverði íbúðar ætti maður að leggja upp með? Hvað eru lán vegna íbúðarkaupa hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum ykkar? Hefur eitthvert ykkar reiknað út rekstur heimilisins, mat, bensín og annað? Væri afskaplega þakklát ef þið væruð til í að deila einhverju með mér. Einu sinni vorum við í þeirri stöðu fjárhagslega að þurfa að telja hverja krónu og ekkert mátti útaf bera. Þá vissi ég alltaf nákvæmlega hvað við eyddum miklu í mat, bensín, föt o.s.frv. og þá meina ég hvern lið fyrir sig. Því er bara ekki að heilsa núna því síðustu árin höfum við getað leyft okkur að slaka aðeins á og þá týndist bókhaldarinn á heimilinu.
Athugasemdir
Æjj elsku vina mín. Þegar ég skildi þá var það svart og sykurlaust ef svo má segja. Allt á mínu nafni og því peningavandinn minn. Vorum búin að vera saman í 6 og 1/5 ár í óskráðu sambandi. þannig að hann fór og ég borgaði jú smá þar sem skuldir voru miklar þar sem við höfðum nýlega fjárfest í fyrirtæki.
Það myndi hjálpa helling að vita hvar á landinu þú ert til að geta lagt skynsamlegt mat á málið. En að búa á landsbyggðinni er jú snúið en getur líka verið gott. Húsnæðislán eru frumskógur í mínum augum og er ég fegin að hafa getað haldið mínu í stað þess að selja og skipta og allt það við minn skilnað. Ég hef grienilega verið að kaupa á svipuðum tíma og þið og núna er tíðin svo allt önnur að maður er ekki með á nótunum.
En sendi þér helling af knúsi og kreisti og vona að það hjálpi. (gæti hugsanlega búið í nágrenni við þig ?)
Ókunnuga konan (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 23:12
Úff mig svimar nú bara við tilhugsunina að standa í þessu.. Sorry ekkert svakalega uppbyggilegt hjá mér ha!
Ég sendi þér bara knús og góðar hugsanir, það er það besta sem að ég get gert í stöðunni
Sporðdrekinn, 15.5.2008 kl. 01:33
Er reyndar að selja en get ekki gefið þer neinar upplýsingar. Augun á mer fara að snúast þegar að þessum málum kemur, leita alltaf eftir aðstoð hjá einni dóttir minni , sem skilur þessa hringavitleysu. Gangi þer bara vel .
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 10:16
Elskurnar mínar Það hjálpar ALLTAF að fá knús, kreist og góðar hugsanir.
Ókunna kona: jah.. hver veit!? Kannski erum við nágrannar? Reyndar er mitt sveitarfélag svo skrítið að þar eru engin sveitabýli! Ertu ekki bóndi?
Ein-stök, 15.5.2008 kl. 10:21
Júbb passar. Kannski er ég bara með rangann landshluta í kollinum þar sem að lýsingarnar hljóma kunnuglega. Knús og klemm til þín.
Ókunnuga konan (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 14:00
Það verður dýrara að halda heimili ein. Eru ekki til einhverjir ráðgjafar sem hægt er að leita til hvað þetta varðar ? Einhver sem getur sest niður og reiknað dæmið út fyrir þig eftir skuldum, eignum og tekjum. Held að það sé hægt að leita til fasteignasala og bankastarfsmanna með slíkt og jafnvel ráðgjafa heimilanna. Nú og ef að margt er óljóst er alltaf möguleiki á að leigja þangað til hlutirnir skýrast og jafnvel breytast. Þetta er og verður erfitt . . . en það getur líka verið gaman að hefja nýtt líf Gangi þér vel
Fiðrildi, 15.5.2008 kl. 15:03
. . . leiga er kannski ekki til í dæminu í "sveitinni" . . . við borgarbörn eigum það til að vera svolítið takmörkuð í eigin heimi.
Fiðrildi, 15.5.2008 kl. 15:06
Ókunna kona: Nú fór ég að hugsa: "Hvaða lýsingar?" Hehe.. en ég get alveg upplýst það að ég er norðan heiða - einhvern veginn sé ég þig fyrir mér á Suðurlandinu Skiptir svosum ekki máli því ég get alveg haft þig þar í huganum
Arna: Já það er dýrara að halda heimili fyrir eina fyrirvinnu heldur en tvær. En það er góð hugmynd að leita til ráðgjafa. Þeir eru reyndar ekki á hverjum fingri hér í "sveitinni" en ég get þá sótt í "kaupstaðinn" eftir slíku - í næstu ferð í bæinn. Ég viðurkenni alveg að finna líka fyrir spennufiðringi gagnvart þessu, þó þetta sé svolítið yfirþyrmandi í augnablikinu. Ég er alveg til í breytingar á þessum tímapunkti og held líka að það væri sálrænt mjög erfitt að sitja áfram í þessari íbúð hálftómri þegar Maðurinn flytur út með sitt hafurtask. En jú, leiga er alveg möguleiki, eins og er þá finnst mér samt ekki margt spennandi í boði, hvorki til kaups né leigu En það hlýtur eitthvað að koma til mín. Hef a.m.k. fengið bollaspá um það að ég ætti að flytja "fljótlega" og það eru 3 vikur síðan (smá óþolinmóð)
Ein-stök, 15.5.2008 kl. 16:54
Lýsingarnar á að það sé jú um 1 klst. á milli staða (þar sem þú býrð og Maðurinn er í skóla) En nei ég er ekki á Suðurlandi en er þaðan. Ég er "Norðan heiða" líka. Og er ca 30 mín í næsta kaupstað. En hugarmyndin er jú alltaf skemmtileg því þá er allt eins og maður vill sjálfur.
Endilega leitaðu ráðgjafar, það er fullt af fólki sem vinnur við að stúdera svona hluti. Þó að álit sé misjafnt og lífsskilyrði misjöfn. Fólk lifir mis hátt og er mis nægjusamt. Knús og ljúfar hugsanir til þín góða.
Ókunnuga konan (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 17:14
Já það er ágætt að láta sleppa ímyndunaraflinu lausu annað slagið Ég er nú þegar búin að senda tölvupóst til að kanna með ráðgjöf í bankanum "mínum" í kaupstaðnum. Svo sá ég líka að hægt er að sækja ráðgjöf á netinu til Ráðgjafastofu heimilanna svo ég kannski kanna það líka.
Knús til baka og hafðu það gott í sveitinni
Ein-stök, 15.5.2008 kl. 23:00
þú stendur þig vel elskan mín koss og knús allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 16.5.2008 kl. 17:13
Takk krúttið mitt
Ein-stök, 16.5.2008 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.