ein

En af hverju...?

Dóttirin heldur áfram að krefja okkur svara Blush "Af hverju þurfið þið að skilja?" Ég verð að viðurkenna að stundum er þolinmæðin af skornum skammti þessa dagana og í kvöld varð ég frekar stutt í spuna við hana. Undecided Blush Ég var að reyna að útskýra fyrir henni að við værum alltaf til í að ræða við hana um það hvernig henni liði, hvernig dagurinn hefði verið, hvað hún væri að hugsa og hvað henni þætti um hlutina en að það sem væri á milli okkar pabba hennar væri okkar mál og engra annarra. Ég sagði henni að ég vissi að það hefði áhrif á hana (og þau) en að samt sem áður gæti enginn stjórnað okkar sambandi annar en við tvö. Við værum búin að taka þessa ákvörðun og við yrðum bara að hjálpast að í gegnum þetta. Hvað finnst ykkur? Hefði ég getað gert þetta öðruvísi?

Mér finnst ég alltaf mjög ákveðin, sjálfsörugg og viljasterk þegar ég tala við hana á þessum nótum. En á eftir sit ég uppi með sviðið hjarta, tómleika í sálinn og tár á hvarmi og hugsa sjálf "já en AF HVERJU?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Þú stendur þig ljómandi vel að mínu mati

Það er enginn eins og það sem hentar þér og þínum hentar kannski ekki öðrum. "Af hverju" Já þetta er leiðinda spurning og oft spurð þegar að manni líður illa.

Knús inn í nóttina

Sporðdrekinn, 13.5.2008 kl. 01:13

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það er mjög eðlilegt að barnið ykkar leiti svara um hvers vegna þið eruð að skilja. Barnið á í raun og veru mikinn rétt til þess. Þið eruð að kollsteypa veröld barnsins með ákvörðun ykkar. Barnið vill reyna að skilja það og fá svör við því hvers vegna veröld þess á nú að verða allt önnur en fram að þessu og að þurfa að heimsækja annað foreldrið eftir einhverjum reglum sem þið mótið eftir ykkar eigin þörfum. Barnið verður að skilja við hitt foreldrið sem það mun ekki eiga lögheimili hjá um svo og svo langan tíma í senn.

Áður gat það leitað til hvors foreldrisins sem var í vandræðum sínum með eitt og annað í amstri dagsins, eða skorti leiðsögn með eða bara að fá faðmlag frá hvoru ykkar sem var í það sinnið. Þetta verður allt tekið frá því vegna þessarar ákvörðunar ykkar. Hún var tekin vegna eigin tilfinninga eða hagsmuna, og að Þið gátuð ekki náð samkomulagi um að ráða bót á því ástandi sem var á milli ykkar. Kannski var þar viljaskortur sem réði för, ellegar að þið gáfuð því ekki tímann sem og kannski leita ráðgjafar sálgæslumanns s.s. fjölskylduráðgjafa, geðlæknis, sálfræðings eða prestsins ykkar. Þegar upp er staðið bitnar þetta hvort sem manni líkar betur eða verr á börnunum sem verða á milli naglanna eins og landshöfðinginn sagði forðum. Börnin eru þeir einstaklingar sem líða mestu kvalirnar við sambandsslit þó svo að þau beri þann þunga kross misvel. Það blekkir þó stundum að þau geta verið snillingar í að láta ekki á neinu, eða litlu, bera. Þá er stundum einnig sá aðili sem ekki óskar skilnaðar sem líður einnig þessar sömu sálarkvalir og börnin.

Foreldrar verða vissulega að eiga við samvisku sína þegar þarna er komið sögu því að ákvörðun þeirra fyrr um barneignir lagði þeim miklar skyldur á herðar. Það á ekki að vera einfalt mál vegna hagsmuna þessa árs og líðanar vegna makans það árið að óska skilnaðar. Auðvitað er þekkt að hjón nefna það að það sé oft illskárri kostur að skilja en að barnið upplifi leiðindi og jafnvel hatur milli foreldra ef ekki á sér stað skilnaður. Staðreyndin er þó sú að ef foreldrar leita faglegrar aðstoðar með opnum hug þá er í flestum tilfellum hægt að vinna sig út úr vandamálum sem í fyrstu virtust gersamlega óyfirstíganleg. Hjón sem það gera þakka heilum hug því að þau skyldu oft á tíðum gegn vetri vitund á þeim tíma samþykkja slíka ráðgjöf/meðferð. Þetta leiðir til jafnvel enn betra hjónabands en í upphafi var stofnað til og það að þau forðuðu börnunum frá skilnaði sem var yfirvofandi, með tilheyrandi sálrangist þeirra.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.5.2008 kl. 02:35

3 Smámynd: Ein-stök

Sannur Prédikari! Ég held eiginlega að ég þurfi ekkert á því að halda að láta nudda mér upp úr því að ég sé að "kollsteypa veröld barnsins". Ég er alveg nógu dugleg við að tæta sjálfa mig niður fyrir það. Svo ættirðu kannski að leggja þig fram við að lesa það sem ég hef verið að skrifa áður en þú lætur vaða. Þetta er ekki ákvörðun sem var tekin í flýti eða vegna eigin dynta. Við höfum leitað okkur aðstoðar, bæði ráðgjafa og prests.

Ein-stök, 13.5.2008 kl. 07:32

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jú ég hef fylgst með skrifum þínum, "ég bara GET ekki búið með honum" svo dæmi sé tekið.  Ég nefndi í pistli mínum að foreldrar verða auðvitað að leita aðstoðarinnar með opnum hug og taka á málunum af staðfestu fylgir auðvitað með. Ekki sækja bara skyldutímana hjá prestinum sem lið í því að ná fram skilnaðinum. "Ég bara get ekki" er ekki gott vopn í þeirri baráttu við að halda saman fjölskyldunni barnanna vegna og vegna sjálfs sín um leið. Hugarfarið er að leysa mál og breyta hugarfari. Hætta að láta allt fara í taugarnar á sér sem er að finna í fari hins. Fá fram skilning hins á hvað það er sem er að , en "að" þarf ekki að vera svo stórt mál að laga þegar öllu er á botninn hvolft. Því hefur hvergi verið lofað að þetta sé alltaf einhver auðveld vegferð, því allt er þetta stöðug vinna alla ævina. Það hafa þau hjón sagt sem eiga að baki kannski 75 ára "farsælt" hjónaband. Þau hafa samt gengið í gegn um svipaða hluti og allir aðrir en leyst málin. Svo er spurning hvað maður er tilbúinn að leggja á sig fyrir sálarheill afkvæmanna, en það getur svo auðveldlega verið hið rétta fyrir mann sjálfan um leið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.5.2008 kl. 10:32

5 Smámynd: Ein-stök

Heldur þú virkilega, Prédikari góður, að ég segi ALLT hér á þessu bloggi um samskipti okkar hjóna? Trúir þú því í alvöru að ég sé svo einföld að um leið og Maðurinn kreistir tannkremstúbuna í miðjunni þá gefist ég bara upp, fórni höndum og veini: "ég bara GET ekki búið með honum"? Þú veist nákvæmlega EKKERT um það hversu mikið eða lítið umburðarlyndi ég hef eða hvað hefur í raun gerst á milli okkar og ekki þitt að dæma það. Ég byrjaði með þetta blogg til að tjá mig um tilfinningar mínar og kaus að vera nafnlaus svo ég gæti verið hreinskilin um það hvernig mér liði en ég ætla ekkert að fara að rekja allt samband mitt við Manninn frá A-Ö á þessari síðu. Ég er ekki að biðja um dóm á það HVORT ég eigi að skilja. Spurningin sem ég varpaði fram í þessari færslu snérist um það hvort þið hefðuð skoðun á því sem ég er að ræða við dóttur mína EKKI hvort við ættum að vera að skilja. Ég skil heldur ekki hvernig þú getur ákveðið það að við höfum ekki unnið í okkar málum af heilindum og með opnu hugarfari.

Ein-stök, 13.5.2008 kl. 10:41

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég er sammála flestu sem að þú segir hér Predikari. En þú ert bara ekki nógu mikið inni í málum þeirra hjóna til að dæma.

Ein, þú ert í mikilli vörn núna og ekki skrítið, það hefur verið tekin stór ákvörðun og eins og þú hefur sjálf sagt þá kemur stundum upp efi. Og stóra spurningin "Af hverju".

Þegar að ég les það sem Predikarinn skrifar þá verð ég að vera sammála svo til öllu. En ég er heldur ekki að taka þetta sem skot á mig, ég get lesið þetta og verið hlutlaus gagnvart því sem að hann er að segja.

Knús

Sporðdrekinn, 13.5.2008 kl. 13:04

7 Smámynd: Ein-stök

Í samhengi við minn texta og það að Prédikarinn skrifar þessar athugasemdir við það þá get ég ekki annað en tekið þessu sem persónulegu skoti. Ég get heldur ekki sagt að ég sé ósammála honum í raun en mér finnst þetta samt virka eins og persónuleg árás á mig undir þessum kringumstæðum.

Ein-stök, 13.5.2008 kl. 14:02

8 Smámynd: Sporðdrekinn

Já ég skil það mjög vel, ég myndi líka taka því þannig.

Sporðdrekinn, 13.5.2008 kl. 15:18

9 Smámynd: Fiðrildi

Skotið hæfði þig . . . en það grær og þú verður sterkari. 

Segðu dóttur þinni að ást ykkar hjóna til hvors annars hafi breyst.  Hún skilur það eftirvill ekki núna en mun gera það seinna og þú ert ekki að kollvarpa veröld barnsins.

Ég á tvö börn sem eru núna 14 og 16 og upplifðu skilnað.  Þau eru á engan hátt skemmd og eiginlega að mörgu leyti þroskaðari en önnur börn.  Auðvitað er ég ekki að mæla með eða réttlæta skilnað en oft lærum við og börn okkar á að ganga ígegnum ýmislegt sem er erfitt.  Ef þið hjón haldið áfram að vera skynsöm þá læra börn ykkar á þessum tímamótum og koma sterkari frá þeim og betur undir heiminn búin.   Það er þegar að foreldrarnir eiga í eilífum deilum . . . innan eða utan hjónabands að börnin skemmast.

Þú átt rétt á að uppfylla þína drauma . . . gleymdu því aldrei og láttu ekki svart-hvíta fólkið koma þér úr jafnvægi.   Það eru til ótal blæbrigði af gráu ;)

Fiðrildi, 13.5.2008 kl. 16:01

10 Smámynd: Fiðrildi

 . . og eitt enn.  Þú ert þó heiðarleg gagnvart þér og öðrum.  Predikarinn er vís með að lifa í lygi til að vernda börn sín.  Vernda þau frá hverju . . . sannleikanum ?  Þá kýs ég frekar að vera einlæg við minn maka og börn.

Þú ert örugglega að ganga í gegnum nóg þótt þú þurfir ekki að þola slíkar árásir.

Fiðrildi, 13.5.2008 kl. 16:06

11 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

Elsku snúllan mín þetta er erfitt .Og auðvitað krefjast börn svara þau eru jú í fjölskylduni... Það eru 6 ár síða að ég skildi og ég fæ af og til spurnigu afhverju skilduð þið og ég hef alltaf sagt við þau að ég og pabbi þeirra værum meira vinir heldur en hjón og að við gátum ekki búið saman og sum hjón geta bara ekki búið saman og ég veit að þetta er erfitt en stundum er þetta fyrir bestu bæði fyrir mömmu og pabba ég segi þeim ekki allan sannleikan því að þau eru í dag 7-9-11 svo að ég vil hlífa þeim.. en það fer líka efir því hvað börn eru gömul ..Stundum er gott að segja hálfann sanleikan eða brot ef þau eru orðinn það gömul að þau skilja en maður þarf alltaf að passa að gera eingann af vonda manninum (vona að u skiljir hvað ég á við)En ég komst að því um daginn þegar að minn 9ára sagði mamma ég veit afhverju þið skilduð ég spurði afhverju ?? nú það var annar maður í spilinu og ég hélt minni ró og spurði hver hafi sagt þetta og þá sagði hann pabbi sinn og ég sagði bara já er það...En veistu að það var ekki annar maður (og það er svo mikil lígi,faðirinn hefur alldrey verið sáttur við skilnaðinn)og hann allveg nú okey..En mikið var ég sár út í x að segja þetta við 9 ára son sinn því að ég hef alltaf talað fallega um hann sama hvursu reið ég hef verið..En nóg um mig hehe..En segðu frá smá svo að það komi kanski smá skilningur...Þetta er jú smá þeirra má þau eru a milli..En ég vona svo inniræega að ég sé ekki vond við þig.Þetta er rosa erfitt.. Ef u hefur áhuga þá máttu senda mér ímeil á ally10102007@hotmail.com ef þú vilt tala eða eitthvað þa er ég með góða öxl.. koss og knús Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 13.5.2008 kl. 17:27

12 Smámynd: Ein-stök

Var á hlaupum þegar ég skrifaði síðasta komment og hreinlega gleymdi að þakka Sporðdrekanum fyrir knúsið  

Arna ég er ólýsanlega þakklát þér fyrir þitt innlegg. Þú komst með góða uppástungu varðandi Dótturina og ég held satt að segja að þessi skýring virki betur fyrir hana en margt annað sem við höfum verið að segja við hana um þessi mál. Dagurinn hjá mér hefur verið skelfilega erfiður af mörgum ástæðum og orðin þín voru góður plástur á sárið. Hlutirnir á þessu heimili hafa í raun ekki verið í lagi svo óralengi en af mörgum ástæðum hafði ekki verið tekið á því fyrr en s.l. haust þegar ég setti fram þá kröfu að við leituðum til ráðgjafa með okkar mál. Á þeim tímapunkti var ég ákveðin í því að hætta að forðast erfiðu umræðuefnin, horfast í augu við staðreyndir og koma því sem þyrfti að ræða upp á yfirborðið. Hreinskilni og einlægni eru undirstöðurnar undir sátt og samlyndi og ÞAÐ er fyrst og fremst það sem ég vil fá. Þegar af stað var farið í haust var ég ekki að sækjast eftir skilnaði heldur sátt. En.. þúsund þakkir til þín Arna mín

Ein-stök, 13.5.2008 kl. 17:33

13 Smámynd: Ein-stök

Ég var svo lengi að skrifa að Allý náði að skjóta sér inn á meðan ég var að  

Já það er auðvitað alveg eðlilegt að börnin spyrji og ég geri mér grein fyrir því að þetta snertir þau svo sannarlega. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem Dóttirin spyr og verðu líklega ekki það síðasta. Þarna hitti hún mig bara frekar illa fyrir. Ég tek það samt fram að ég var ekkert grimm eða hörð í orðum við hana, en öllu ákveðnari og afdráttalausari en ég hef verið. Og svo kemur þessi "mórall" stundum eftir að spjalli lýkur og sektarkenndin hellist yfir mann - einmitt af því að maður er meðvitaður um að maður er að "umturna" lífi barnanna  

Ég tek líka undir með þér með að það er ekki sanngjarnt að tala svona við börnin eins og þinn x gerði þarna  Það gerir bara engum hlutaðeigandi gott. Ég hef m.a.s. bitið mig í tunguna þegar ég hef verið að því komin að segja eitthvað "hversdagslegt" eins og "æ, af hverju þarf pabbi þinn alltaf að skilja skóna eftir þarna". Eitthvað sem manni getur orðið að orði svona í daglegu amstri og hefur ekkert að gera með það hvar sambandið er statt. Ég hef líka orðið vitni að svo ljótum hlutum sem fólki hefur dottið í hug að segja við börnin sín eftir skilnaði og ætla mér að forðast að detta í slíka gryfju.

Takk fyrir gott boð, ég á örugglega eftir að senda þér línu

Ein-stök, 13.5.2008 kl. 17:55

14 Smámynd: Ein-stök

Úps! Sé að ég gleymdi aðalmálinu. Takk fyrir ráðlegginguna. Held að tillagan frá Örnu sé góð og þá geri ég það sem þú ert að ráðleggja líka, þ.e. að segja þeim eitthvað án þess að segja þeim allt. Sú skýring að við elskum hvort annað á annan hátt en áður er í raun sú eina sanna og því ekki hægt að gera betur en segja þeim það.

Ein-stök, 13.5.2008 kl. 18:49

15 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég er búin að hugsa helling til þín í dag, eitt af því sem að ég var að hugsa um er að það hlýtur að vera rosalega erfitt að vera að skilja en samt búa á sama heimili. Þetta hlýtur að rugla allt og alla. Ég held að um leið og Maðurinn er farinn út af heimilinu "ykkar" og önnur rútína fer í gang, verði hlutirnir skiljanlegri fyrir börnin. Ekki að þau skilji af hverju, heldur eru hlutirnir skýrari fyrir þeim.

Ég vona að þú fattir hvert ég er að fara með þessu, hugurinn er á fullu og puttarnir bara hoppa hér um borðið svo til að sjálfum sér

Sporðdrekinn, 13.5.2008 kl. 19:45

16 Smámynd: Ein-stök

Þakka þér fyrir sæta mín  Notalegt að vita til þess að hugsað sé til manns   Þetta er alveg rétt hjá þér. Við höfum líka verið að ræða þetta undanfarið. Maðurinn er ekki búinn að finna sér húsnæði (liggur á fasteignasíðunum einmitt núna) og er búinn að vera í prófum þannig að hann hefur gist hjá ættingjum á meðan á prófum stendur en á í raun ennþá heima hér og er hér inn á milli tarna í skólanum. Núna er líka törn í vinnunni minni og búin að vera smá aukavinna í kringum börnin (vorpróf, vortónleikar og læknastand) þannig að hann hefur verið hérna meira undanfarna daga en ætlunin var. Ég held líka að ýmislegt breytist þegar línurnar eru orðnar skýrari í þessu. Hugurinn þinn er greinilega að vinna gott starf og puttarnir líka

Ein-stök, 13.5.2008 kl. 20:29

17 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

Endilega sendu línu vertu ófeiminn og þetta er gott ráð hjá örnu...Og auðvitað erum við mannleg og eigum vonda daga og ég get allveg trúað þér að þú hafir ekki verið hvöss við hana.... koss og knús Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 13.5.2008 kl. 20:31

18 Smámynd: Gísli Hjálmar

Það er staðreynd að tilfinningar og skynsemi eiga yfirleitt ekki vel saman.

Þessi ofureinfaldlega staðreynd segir manni það að ef um svo mikilvæga ávörðun er að ræða einsog skilnaður, og ekki síst þar sem það snertir svo marga, þá er eins gott að vera meðvitaður um það.

Mér þætti fróðlegt að heyra "live" reynslu Predikarans af skilnaði!

Hvernig geta menn fullyrt það fullum fetum að það sé sín skoðun sem eigi að búa að baki svo mikilvægri ákvörðun sem skilnaður annarra er.

... vægast sagt vangefin skoðun, svo ekki sé meira sagt.

Skoðanir eru ekkert nýtt fyrirbæri undir sólinni, þær eru einsog rassgat - það eru allir með slíkt.

Málið er einfaldlega; maður getur ekki leyft sér að vera að skíta útum allt ...

... ekki flókið er vandmeðfarið.

Þú stendur þig einsog hetja Ein - keep on.

Gísli Hjálmar , 13.5.2008 kl. 20:35

19 Smámynd: Ein-stök

Takk Allý

Þakka þér sömuleiðis Gísli Hjálmar  Ég er alveg sammála því að það væri áhugavert að heyra af reynlu Prédikarans í þessum málum. Eins og þú segir þá er skilnaður flóknari en svo að hægt sé að leggja á hann einhverja mælistiku sem gengur fyrir alla.

Ein-stök, 13.5.2008 kl. 20:57

20 Smámynd: Júdas

Ég er sammála Örnu í þessu og finnst innlegg hennar gott.  Það er háskalegt og skaðlegt börnum að búa við óhamingju og ástleysi, hugsanlegt þras og rifrildi milli pabba og mömmu.  Af hverju ímyndar fólk sér að börnin skynji það ekki og taki það inn á sig?

Í mörgum tilfellum verður samband beggja við börnin miklu sterkara og þær stundir sem foreldrarnir eiga með þeim skipulagðari og þá með börnin sérstaklega í huga.

Fylgdu hjartanu vinan í leit að hamingju og værð því börnin finna glöggt hvort þú sért hamingjusöm eða ekki og hæfnin til að veita þeim öryggi og hamingju eykst er þú ert glöð og hamingjusöm.

Vafalaust stendur Predikaranum gott eitt til og fer aðrar leiðir í leit að hamingju en sjálfur hef ég litla trú á sáttum í svona málum ekki síst vegna þess mannlega sem í okkur blundar, júdasinn í okkur öllum.

Takk fyrir þessa pistla Ein!

Júdas, 14.5.2008 kl. 07:27

21 Smámynd: Ein-stök

Nákvæmlega Júdas! Börn sjúga hreinlega í sig andrúmsloftið í kringum þau og finna það svo sannarlega ef hlutirnir eru ekki í lagi í kringum þau. Þakka þér þúsundfalt fyrir þessi fallegu orð og stuðninginn.  

Ein-stök, 14.5.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband