ein

Hreinsun

Mín fékk útrás við þrif í dag. Heldur betur. Var búin að ákveða að verja einhverjum hluta dagsins í þrif en þetta varð með dálítið öðru sniði en ég hafði ætlað. íbúðin er öll mjög vanrækt eftir álag undangenginna vikna. Það hefur verið ansi mikið að gera í vinnunni en vegna aðstæðna hér heima fyrir þá hef ég einbeitt mér að börnunum á meðan þeirra tími stendur yfir (þ.e. eftir skóla og fyrir svefn). Allt sem heitir tiltekt og þrif hefur því setið á hakanum og ég er viss um að flestir þarna úti eru mér sammála um þá forgangsröðun. Í morgun var samt ástandið komið upp fyrir skítastuðul "húsmóðurinnar" og þar sem eldhúsið var þokkalegt, þá varð baðherbergið fyrir barðinu á þrifnaðaræðinu sem rann á konuna. Ég tók baðherbergið gjörsamlega í nefið. Þvoði loft, veggi, glugga, gluggatjöld og sturtuhengi. Skrúbbaði flísarnar, hamaðist á blöndunartækjunum með kísillosandi efnum og allt postulínið sömuleiðis Smile Ekki nóg með það heldur tæmdi ég alla skápa, fór yfir hvert einasta stykki sem þar leyndist, henti og endurraðaði eftir að hafa þrifið allar hillur. Síðast færði ég allt sem ekki var naglfast fram á gang (þ.á.m. stóran skáp og eina lausa hillu) og skúraði gólfið. Ég m.a.s. lagðist á hnén með skrúfjárn til að ná almennilega inn í allar rifur og samskeyti.

Það sem var samt best við þetta var að ég naut þess í botn. Ég naut hverrar mínútu af þessum atgangi og held að ég hafi bæði fengið líkamlega útrás og andlega íhugun út úr þessari aðgerð. Börnin voru samt ekki vanrækt því ég átti góða stund með þeim í morgun áður en framkvæmdir hófust, síðan voru þau upptekin með góðum vinum í allan dag og ég bauð upp á brauð og kökur í kaffinu fyrir 5 stykki káta krakka. Um kvöldmatarleytið elduðum við börnin síðan saman hamborgara (hver með sínu lagi) og skemmtum okkur síðan yfir Herbie áður en haldið var í rúmið (með nýþvegnum rúmfötum) til að skiptast á nokkrum vel völdum bröndurum og fara með bænir í lok dagsins.. já þvílíkur dagur Grin

Fyrst ég gat skemmt mér svona yfir þrifum og tiltekt.. hvað ætli ég geti þá ekki gert með tvær veislur á morgun? Það verður rosalegt W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Hvar fannstu þetta þrif æði? Mig sár vantar svona  það er svo gott að fá útrás við þrifin og svo ilmar allt svo vel á eftir

Þú hefur verið súper húsMóðir í dag!

Sporðdrekinn, 11.5.2008 kl. 01:59

2 identicon

Svaka dugnaður.   Til hamingju með daginn í dag.  

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 12:28

3 Smámynd: Ein-stök

Heyrðu.. þetta bara datt svona yfir mig Sporðdreki! Bara eins og þruma úr heiðskíru. Vona bara að það renni ekki af mér á næstunni. Ef ég finn upptökin þá er ég vís með að senda þér smá afleggjara yfir hafið sæta mín  

Takk fyrir það Unnur mín  

Ein-stök, 11.5.2008 kl. 23:58

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Ó já, Ó já, endilega gerðu það! Ég mun ganga um úti með nefið upp í loftið svona til vonar og var ef að þetta skildi fjúka yfir hjá mér

Sporðdrekinn, 12.5.2008 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband