10.5.2008 | 01:03
Á netvafri
Undanfarnar vikur hef ég verið að leita mér upplýsinga á netinu um ýmislegt sem varðar skilnaði. Í kvöld ákvað ég að setja upp smá tenglalista yfir síður og greinar sem ég hef verið að lesa á þessum tíma. Tenglunum á mjög líklega eftir að fjölga þar sem við erum rétt að byrja á þessu ferli og ég er ennþá að vafra á netinu sem og annars staðar.
Ég þigg allar ábendingar um gagnlega tengla eða hvar hægt er að finna góðar upplýsingar og fræðslu fyrir fólk í mínum sporum.
Annars hefur þessi dagur verið svona "hvorki né". Ég var ótrúlega hress í morgun miðað við svefnlausa nótt en það dró aðeins úr kraftinum þegar leið á daginn. Börnin áttu góðan dag því Sonurinn eignaðist glænýtt gírahjól sem hann tók næstum því með sér í rúmið í kvöld og Dóttirin hitti burtflutta vinkonu og lék sér hin sælasta við hana allan seinnipart dagsins. Í kvöld hefur depurðin sótt aftur á mig og kvíði fyrir því sem framundan er. Okkur er t.d. boðið í tvær fermingarveislur um helgina og ég sé fram á að fara í þær báðar ein með börnin og allt í einu er það orðið eitthvað fyrirkvíðanlegt verkefni Mér finnst ég semsagt vera dálítill "lúser" þessa stundina.. svo það er líklega best að koma sér í rúmið, biðja bænirnar og "láta sig dreyma um eitthvað fallegt" eins og hún amma mín sagði alltaf - blessuð sé minning hennar
Góða nótt elskurnar
Athugasemdir
Endilega gefðu þér tíma til að líta á þetta:
http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=INN&programID=48e48209-4be2-418f-b5bb-ca2666ad8a10&mediaSourceID=6b678743-7e7f-4dbc-99cd-76a059716b6e
kv, GHs
Gísli Hjálmar , 10.5.2008 kl. 10:27
Takk fyrir þetta Gísli Það er margt gagnlegt sem kemur fram þarna og nokkur atriði sem ég hef verið að leita eftir en ekki fundið áður. Þúsund þakkir enn og aftur
Ein-stök, 10.5.2008 kl. 11:26
þú ert aldrei "lúser" þrátt fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun, mundu það
Rebbý, 10.5.2008 kl. 11:37
Betra að vera hamingjusamur lúser en óhamingjusamur töffari
Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 10.5.2008 kl. 12:26
Bíddu bíddu...........Svanhvít....af hverju ertu að blanda mér í þetta?
Júdas, 10.5.2008 kl. 20:55
Lúser! Nei, það ert þú mín kæra.
Það er erfitt að fara að gera hluti ein sem að þú ert vön að gera með manninum, öll hjón og pör virðast vera svo voða samrýmd og hamingjusöm. Allir krakkar að kalla á pabba sinn og svo framvegis.
En þú ert sterk kona, þú ert að gera hluti ein, já ein, en það er ekki neikvætt. Þú munt styrkjast með hverju skiptinu sem að þú gerir hluti ein sem að þú varst vön að gera með manninum. Haltu höfðinu hátt og vertu stolt, vertu stolt af því hver þú ert og af því sem að þú getur afrekað.
Þú talar um að þið séuð bæði enn með smá von í brjósti um að þið takið saman aftur. Hvort sem að af því verður eða ekki þá þarft þú að vinna í þér, styrkja þig. Þú gerir engum gott með að detta niður í sjálfsvorkunn (þaðan sem að ég held að þessi lúser tilfinning sé að koma). Þú ert að ganga í gegnum erfiða hluti, það er ekki spurning. En það er heldur ekki spurning um að þú getur þetta.
Manstu eftir textanum sem að þú sást á síðunni minni og þú ætlaðir að setja upp á vegg eða inn í skáp hjá þér, þessi um að sleppa? Lestu hann aftur, ég er með hann við rúmið mitt núna og les hann oftast áður en að ég fer að sofa.
Við getum allt sem að við ætlum okkur kæra Ein, en til þess að geta gert það verðum við að vita nákvæmlega hvað það er sem að við viljum. Sjálf bið ég Guð um að hjálpa mér að skilja og finna hverjar mínar væntingar og vonir eru. Og hjálpa mér svo að vinna úr þeim.
Þetta átti ekki að verða svona langt, en ég bara virðist ekki geta stoppað mig . Ég vildu stundum að ég gæti sest með þér upp í sófa og spjallað, held að það gæti orðið bæði gott og gaman
Horfðu nú vel og lengi á þessa fallegu og duglegu konu í speglinum áður en að þú ferð af stað í veislurnar. Hrósaðu þér. Skemmtu þér svo vel í veislunum vitandi það að þú ert frábær.
Knús yfir hafið til duglegu konunnar, þín
Sporðdrekinn, 10.5.2008 kl. 21:49
Nei Rebbý auðvitað er ég enginn lúser Þetta var bara þreyta og vonleysi sem yfirvann skynsemina um tíma
Svanhvít: Líklega nokkuð til í því. Annars spyr ég mig hvort manni líði eins og lúser ef maður er hamingjusamur?
Og Júdas .. hvað meinaru? Þú ert enginn lúser essgan mín Töffari er öllu líklegra en ekki óhamingjusamur
Ein-stök, 10.5.2008 kl. 21:49
Ó GUÐ!! Það vanntaði "Ekki" inn í fyrstu setninguna, sem átti sem sagt að vera svona:
Lúser! Nei, það ert þú ekki mín kæra.
Sorry
Sporðdrekinn, 10.5.2008 kl. 21:52
Engar áhyggjur Sporðdreki ég skemmti mér vel yfir þessari fyrstu setningu og guð hvað það er gott að hlægja Mér finnst ég vera farin að þekkja þig svo vel og datt ekki í hug að taka þessu öðruvísi en með ekki inn í. Tek alveg hjartanlega undir það hjá þér að það yrði líklega mjög gaman hjá okkur ef við hittumst og gætum tekið almennilegt spjall saman. Ég er handviss um að við gætum talað tímunum saman
Takk fyrir að minna mig á "Að sleppa". Verð að viðurkenna að ég kom því ekki í verk á sínum tíma að prenta þetta út en nú geri ég það. Held að þessi texti eigi jafnvel betur við mig í dag en hann gerði þá.
Ég veit líka að ég þarf að vinna í mér áður en nokkurt samband hjá mér getur gengið upp og Maðurinn þarf alveg pottþétt að gera það svo það er langt í að við getum einu sinni hugsað um þá von að hlutirnir gætu gengið upp okkar á milli aftur.
Takk fyrir peppið. Ég fór áðan inn í fataskáp og týndi til mögulegan fatnað til að fara í á morgun og var þá strax komin í "attutude-ið" að ég ætlaði að finna leið til að njóta mín í veislunum á morgun. Ætla að fara að þínum ráðum og taka spegilsálfræðina á þetta í fyrramálið áður en ég legg í hann.
Ástarþakkir, knús og kreist yfir hafið til þín
Ein-stök, 10.5.2008 kl. 22:10
Gott að þú fattaðir og gast hlegið
Mér líst vel á þig og mig hlakkar til að lesa hversu vel þú naust þín
Sporðdrekinn, 10.5.2008 kl. 22:18
Hehehe Var engan veginn að tala um þig, Júdas. Í mínum augum ertu langt frá því að vera lúser, í hefðbundinni merkingu þessa orðs.
Ein, nei sennilega er maður ekki lúser ef maður er hamingjusamur. Annars er skilgreining mín yfir lúser alls ekki neikvæð. Erum við ekki öll lúser-ar reglulega?
Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 11.5.2008 kl. 11:55
Svanhvít: jú líklega. Getur maður ekki líka verið "part-time" lúser? (tíhí )
Ein-stök, 12.5.2008 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.