ein

Í lausu lofti

Þannig líður mér þessa dagana.

Ég er einstæð móðir en ekki með nein "réttindi" einstæðrar móður.

Ég er "skilin" en samt ekki.. ég þarf t.d. að deila fjármálum með manni sem ekki kann að hafa samskipti um þau mál og ég er LÖÖÖNGU búin að fá nóg af því.

Mig hungrar í athygli, ást, blíðu, skilning, samveru... svo margt en slíkt er ekki hægt að panta í póstkröfu. Ég veit að ég verð að sætta mig við að það verður einhver tími í að ég eigi möguleikann á að upplifa þetta aftur.

Ég get ekki beðið eftir að finna jarðtenginguna aftur. Ég þarf að komast í MITT húsnæði, MINN bíl, ráða MÍNUM fjármálum, eiga MINN tíma... þá get ég farið að stilla strengina upp á nýtt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Sæl! Ég þekki þetta sjálfur og veit hvað þú ert að ganga í gegnum þó að ég sé karlmaður. Biddu Guð um hjálp það er ótrúlegt hvað það virkar vel. Gangi þér vel og vertu bjartsýn og hrósaðu sjálfri þér.

Með virðingu og vinsemd. Svanurinn.

Svanur Heiðar Hauksson, 7.5.2008 kl. 22:39

2 Smámynd: Fiðrildi

Nákvæmlega . . . og þá mun hljóðfæri þitt fyrst fara að hljóma.   Það er miklu betra að bíða og njóta síðar en að hafa það hljómlaust alla eilífð.  Vertu sterk og þinn tími mun koma. 

Fiðrildi, 7.5.2008 kl. 22:40

3 Smámynd: Ein-stök

Svanur: Takk fyrir þitt innlegg. Ég efast ekki um að karlmenn ganga í gegnum þessa tilfinningasúpu líka en þeir eru ekki allir til í að opna sig og ræða um það. Ég hef Guð með mér og ræði við hann daglega. Takk fyrir kærlega

Arna: Mjög góð samlíking hjá þér. Ég var einmitt í þeirri stöðu sem ég var áður en ég reis upp á afturlappirnar og ákvað að berjast - með sömu ládeiðunni þá hefði hljóðfæri mitt verið hljómlaust það sem eftir er! Alveg á tæru! Takk fyrir mín kæra

Ein-stök, 7.5.2008 kl. 22:51

4 Smámynd: Júdas

Ég sé að þú horfir til framtíðar en ég tel að það sé akkúrat það sem maður á að gera.  Í erfiðleikunum á maður að fókusa á það sem verður þegar þetta er yfirstaðið því sá tími mun koma.  Allt hefur sinn tíma.  Að elska hefur sinn tíma og að hætta því hefur sinn tíma.  Að syrgja hefur sinn tíma og að gleðjast hefur sinn tíma.  Að leita hefur sinn tíma og að finna hefur sinn tíma.  Allt undir sólinni hefur sinn tíma. 

Júdas, 7.5.2008 kl. 23:06

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Þetta er svo satt sem hefur verið skrifað hér að ofan.

Júdas, talar td um að syrgja. Núna ert þú að syrgja, þú ert að syrgja manninn þinn jafnvel þótt að hann sé ekki látinn. Þú ert að syrgja hjónaband þitt.

Þú mynnt finna þinn tón og þinn takt, það mun taka tíma, en... Þú munt finna þig

Sporðdrekinn, 8.5.2008 kl. 02:15

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Ju! Ég gleymdi knúsinu til þín

Sporðdrekinn, 8.5.2008 kl. 02:16

7 identicon

Já við skulum muna að fortíðinni getum við ekki breytt en núið og  framtíðin er í okkar höndum. Knús til þín og hlýjar hugsanir

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 13:53

8 Smámynd: Gísli Hjálmar

Velkomin í bloggheima.

Þetta er einmitt góður staður fyrir rótlausar sálir sem þurfa smá útrás fyrir tilfinningabundin sjónarmið sín.

Og fyrst þú ert laus við karlfíflið þá er um að gera að fara að lifa lífinu lifandi. fara í útivist, fara á línuskauta, fara í líkamsrækt, fara á kaffihús, læra dans, fara í nám, fara til útlanda og svo margt annað ...

... lífið er yndislegt - þrátt fyrir skilnað. 

Gísli Hjálmar , 8.5.2008 kl. 19:05

9 Smámynd: Ein-stök

Takk Júdas  Þú kemst alltaf einstaklega vel að orði

Sporðdreki það er alveg satt. Ég er í miðju sorgarferli, því er ekki að leyna.. og það verður bara að hafa sinn gang. Takk fyrir knúsið sæta mín

Anna María: Nei það er rétt. Því liðna breytum við ekki. En við getum haft mikil áhrif á núið og framtíðin er björt - ég er sannfærð um það

Takk fyrir það Gísli Hjálmar. Ég get ekki sagt að ég sé laus við "karlfíflið" ennþá þar sem hann er ekki fluttur út og ekki búið að ganga frá okkar málum ennþá. En það er reyndar bara hressandi að lesa svona athugasemd - með fullri virðingu fyrir Manninum. Ég ætla mér svo sannarlega að stefna á að lifa lífinu lifandi í framtíðinni. Ég hef eiginlega verið í einhverri lognmollu með líf mitt undanfarin ár og það á að breytast núna. Góðar hugmyndir hjá þér

Ein-stök, 8.5.2008 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband