5.5.2008 | 23:55
Söknuður
Ætla að skrifa bara örstutt núna. Langaði bara að koma frá mér tilfinningu dagsins:
Dagurinn er eilífð án þín.
Kvöldið kalt og tómlegt án þín..
Ég hef verið að upplifa mikinn söknuð undanfarið. Þá er ég að tala um söknuð eftir Manninum. Ég sakna þess að hafa hann hjá mér og með mér daglega. Hann hefur alltaf átt auðvelt með að hressa mig við þegar ég er döpur og láta mig hlægja þegar ég hef þurft á því að halda.
Aftur á móti veit ég að ég bara GET ekki búið með honum, né verið með honum í sambandi lengur. Það er búið að taka langan tíma, blóð, svita og tár að komast að þeirri niðurstöðu og ég á alls ekki auðvelt með hana.
Athugasemdir
Hólmdís Hjartardóttir, 6.5.2008 kl. 00:01
Þú ert í bænum mínum.
Sporðdrekinn, 6.5.2008 kl. 01:19
Já það sagði enginn að þetta væri auðvelt. Og það var heldur enginn sem sagði manni nákvæmlega hversu erfitt þetta væri heldur. Knús og klemm á þig mín kæra.
Ókunnuga konan (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 10:22
Þetta finnst mér fallegt. Ég hef upplifað það sama en mín mistök voru að ég sagði honum aldrei frá því og 20 árum seinna hljómar það hálf asnalega. Láttu hann vita þó þú haldir þínu striki því það getur skipt svo miklu fyrir hann . . . og líka fyrir þig seinna. Áttu yndislegan dag
Fiðrildi, 6.5.2008 kl. 10:37
Takk Hólmdís og Sporðdreki
Nei, Ókunna kona. Það sagði enginn að þetta yrði auðvelt. Ég átti samt ekki von á svona miklum og sárum söknuði því þetta skilnaðarskref var meira mín ákvörðun en hans. Ég hef ekki upplifað svona söknuð og vanlíðan síðan í sambandsslitunum forðum sem virðist hafa verið svipuð upplifun fyrir mig eins og þinn skilnaður var fyrir þig. Eftir það gekk ég í gegnum nokkur sambandsslit en þetta er reyndar mitt lang-lengsta samband, börn í spilinu og allt annað mál en þau dæmi. Takk
Arna: það er líklega rétt hjá þér að ég ætti að segja honum hvernig mér líður núna. Ég hef reyndar sagt honum að mér líði oft illa og að þetta sé ekkert auðvelt fyrir mig, en ég hef ekki lýst þessu svona fyrir honum. Örugglega alveg rétt hjá þér að það myndi skipta hann miklu. Eigðu yndislegan dag sjálf
Ein-stök, 6.5.2008 kl. 13:01
Þetta er góður punktur hjá Örnu, það er mikilvægt að tala um allar tilfinningar sem vakna.
Eigðu góðan og friðsamlegan dag mín kæra
Sporðdrekinn, 6.5.2008 kl. 13:10
nauðsynlegt að átta sig á í hverju söknuðurinn felst .....
ég sakna þess oft að eiga ekki hinn helminginn af sambandi, en það skiptir svo miklu máli hver sá helmingur er og þó sá sem þú ert núna að segja skilið við hafi verið sá rétti í einhver ár er ekki þar með sagt að hann sá sá rétti næstu árin.
Rebbý, 6.5.2008 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.