ein

Fitukomplexar

Núna er mín komin með fitukomplexa á háu stigi.

Fyrir nokkrum árum leið mér ömurlega með sjálfa mig. Ég hafði fitnað jafnt og þétt í gegnum árin og var farið að líða illa í öllu nema einhverju víðu og sniðlausu. Ég var líka hætt að horfa virkilega á sjálfa mig í speglinum, nema þá með gagnrýnisaugum og neikvæðum hugsunum. Við vorum líka frekar illa stödd peningalega á tímabili og þá hafði ég aldrei efni á að kaupa mér föt eða snyrtivörur hvað þá að ég leyfði mér eitthvert dekstur. Klipping og litun var bara "trít" fyrir jól og litun og plokkun gerðist ekki nema ég næði á góðri vinkonu í góðu tómi. Ég var í algjörri afneitun með það hvað ég var að gera sjálfri mér og þá ekki síður neitaði ég að horfast í augu við hvers vegna ég var svona vond við sjálfa mig (því þannig sé ég það í dag).

Ennþá er ég ekki alveg viss hvað gerðist á undan öðru, hvað er orsök og hvað er afleiðing. Staðreyndin er samt sú að einn daginn kom ég sjálfri mér verulega á óvart þegar ég áttaði mig á því að ég væri orðin yfir mig ástfangin. Það var fyrst þá sem ég áttaði mig á hversu illa væri komið fyrir sambandi mínu við Manninn. Ég "átti" jú að vera ástfangin af honum. En hvað sem olli þessu þá gerði Ástin kraftaverk á mér. Það var líkt og einhver hefði snúið rofa og stillt mig á "on" eftir nokkur ár á "off" eða "pause". Mér leið bara skyndilega stórkostlega með sjálfa mig. Ég var kannski ekki alveg sátt við það sem blasti við mér í speglinum en ég sá möguleikana og var hjartanlega sannfærð um eigin getu til að bæta ástandið. Mér leið líka bara svo vel með sjálfa mig og hvatinn til að gera eitthvað kom innanfrá. Mig LANGAÐI í grænmeti, ávexti, fisk.. allan hollan mat. Mig LANGAÐI EKKI í sælgæti, gos, kökur og brauð. Það var bara svona einfalt. Ég þurfti ekkert að GERA, þurfti ekki að þvinga mig til neins þetta bara gerðist. Ég naut þess að hreyfa mig, mér fannst gott að drekka vatn í lítratali og það hentaði mér að borða oft yfir daginn og lítið í einu. Þetta var eiginlega eins og einhver hefði endurprógrammað mig yfir nótt.. bara hókus-pókus.

En nú er tíðin önnur. Þennan veturinn hefur hallað jafnt og þétt á ógæfuhliðina. Í haust þegar ég þrýsti á að við hjónin leituðum okkur utanaðkomandi aðstoðar var ég upp á mitt besta. Ég blómstraði hreinlega enda búin að komast yfir hæsta og þykkasta múrinn fram að því og upplifði mig sterka, stolta og ósigrandi. Ferlið með ráðgjafanum hefur skiljanlega tekið á, velt við mörgum steinum og rifið ofan af hálfgrónum sárum. Í sársaukanum missti ég sjónar á Ástinni og týndi þessum góða kontakt sem ég var komin í við sjálfa mig.

Stundum virðast hlutirnir gerast af ástæðu og núna í kvöld fann ég sjálfa mig í skrítinni stöðu. Fjármál er eitt af því sem við Maðurinn höfum átt erfitt með að eiga samvinnu með og í gær fékk ég dálítið fjárhagslegt sjokk. Ég komst að því að Maðurinn hefði tekið ákvarðanir sem ég fékk ekki að vera með í og það er aldeilis ekki í fyrsta skiptið. Í kjölfarið af þessari uppgötvun fylgdi "næstumþvírifrildi"´.. við rífumst jú aldrei því ein manneskja getur tæplega rifist. Það hefði verið hægt að skera andrúmsloftið með hnífi í gærkvöldi. Sem betur fer voru börnin sofnuð. En þetta varð til þess að sannfæra mig enn frekar um að Ákvörðunin væri rétt. Þetta er eitt af því sem ég vel að sætta mig EKKI við lengur. Ég þarf ekkert á því að halda að stjórna og ráða öllu í kringum mig, en ég get ekki lifað við það að sífellt sé gengið framhjá mér í ákvarðanatökum sem snerta mig og mitt líf. Í gærkvöldi fór ég að sofa fullkomlega róleg og sátt við hvernig hlutirnir eru að þróast. Þannig hefur mér líka liðið í dag, sátt. Í kvöld gerðist svo svolítið skrítið. Ein af ástæðunum fyrir því að ég hef átt auðvelt með að ýta Ástinni til hliðar undanfarna mánuði er m.a. sú að leiðir okkar hafa ekki legið saman. Við höfum ekki hist í næstum ár og sá hittingur var fyrir algjöra tilviljun og í mýflugumynd. Núna lítur út fyrir að við hittumst um næstu helgi í skipulögðum "hittingi". Ég er alls ekki að leita eftir því að fara beint í annað samband (enda litla líkur á slíku) en ég er svolítið spennt fyrir að sjá hvernig mér líður og hvort ég upplifi þessa sterku og yndislegu tilfinningu sem kom yfir mig um árið.  

Ég er búin að hakka í mig alls kyns vitleysu í kvöld í einhverju stresskasti yfir þessu og því að ég líti ekki nógu vel út, sé svo feit o.s.frv. Fj.. hégómavæl er þetta.. típískur kvenmaður í krísu .. ét og ét og væli svo yfir því

En.. rosalega getur konan "talað".. búin.. over and out

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Það er skrítið að við konurnar skulum gera okkur þetta, eða fólk bara yfir höfuð, menn gera þetta líka. Já og nei þetta er ekkert skrítið þegar að okkur líður illa hugsum við illa um okkur og við lítum ekki eins vel út. Sem gerir það að verkum að okkur líður bara verr . Ef að þér er farið að líða illa með útlitið kona góð þá er komin tími á ræktina og vatnið, ekkert væl bara vinna

VARÚÐ: Hér var skrifað um leið og það kom upp í hugann

Sporðdrekinn, 1.5.2008 kl. 01:21

2 identicon

Jæja já ! Það kom semsagt ein góð ástæða sem réttlætir þennan skilnað. Það er jú ferlegt að fá ekki að vera með í öllu sem er í gangi. En út á það gengur hjónaband.

Veistu ég þekki vel þetta með að gleyma sjálfum sér og damla bara í gegnum lífið af vana. Skítt með allt og lúkkið og fötin só what en það er svo auðvelt að detta ofan í þá holu. Jamm.... isss já.

Gleðst fyrir þína hönd með "hittinginn" og iss ef að þér líður vel með að fara og ert ánægð með stöðu mála sést það á þér. Skítt með einhver auka KG. *knús og klemm* og njóttu dagsins. 

Ókunnuga konan (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 10:33

3 Smámynd: Ein-stök

Það er náttúrulega málið. Hætta að væla og GERA eitthvað  Skil ekki af hverju ég á svona erfitt með að komast í gang. Eða.. jú ég skil það alveg. Ég verð bara að setja sjálfa mig í forgang aftur. Er búin að vera að einbeita mér að OKKUR og börnunum.. og eiginlega bara öllu öðru en sjálfri mér. Nú skal það breytast.

Ein-stök, 1.5.2008 kl. 16:02

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Sko mína

Sporðdrekinn, 1.5.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband