ein

Fínasta helgi

Ég er búin að eiga alveg ágæta helgi. Óvissuferðin var alveg fyrirtak. Mikil skemmtun, útivera og hreyfing, góður matur, sungið af hjartans list og hlegið út í eitt. Dagurinn var þó heldur langur og strangur og því hefur mikil þreyta þjakað mig í dag auk þeirra herfilegustu strengja sem ég hef á ævi minni upplifað. Bakkus var líka eitthvað með í ferðum í gærkvöldi og afleiðingarnar af þessu öllu hafa sett mark sitt á daginn í dag. Ég hef sofið mikið og staulast um eins og nírætt gamalmenni Pinch Það vantar bara göngugrindina!

Mér finnst þessi helgi hafa haft ágætis áhrif á sjálfstraustið hjá mér. Ég prófaði t.d. eitthvað sem ég hef aldrei gert áður með alveg frábærum árangri. Ég hreinlega sló í gegn og er svakalega stolt af sjálfri mér þar. Í útiverunni í gær fólst ákveðin áskorun sem ég hafði gaman af að takast á við. Um tíma var ég ein á ferðum mínum og naut þess bara. Því fylgdi engin tilfinning um einmanaleika eða að ég væri yfirgefin á einhvern hátt. Nafnið "Ein" hefur eiginlega fengið aðra merkingu fyrir mér núna. Þetta snýst um að vera sjálfum sér nógur og hamingjusamur með sjálfum sér. Það er skólinn sem ég hef núna innritast í og ég ætla mér að verða toppnemandi Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

gott að helgin var góð
hlakka til að heyra sögur af nýja náminu, hef fulla trú á að þú verðir afbragðs nemandi

Rebbý, 20.4.2008 kl. 22:15

2 identicon

Það er nefnilega málið að þó að við skiljum þá verðum við ekki "einstæðar mæður" heldur "sjálfstæðar mæður" Vinkona mín er sko föst á þeirri skoðun að það á að eyða út þessu einsæða móðir orði. Nokkuð mikið til í því.

Gott að helgin var góð og ánæjuleg enda gott að komast aðeins út og gera eitthvað spennandi til tilbreytingar. Sendi þér slatta af knúsi og kreisti sem ég er búin að safna handa þér um helgina. Kveðja xxxx

Ókunnuga konan (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 23:06

3 Smámynd: M

M, 20.4.2008 kl. 23:12

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég veit að þú átt eftir að slá í gegn sem nemandi í þessum skóla, í þér býr mikill kraftur.

Gott að heyra að ferðin var góð.

Eigðu atorkumikinn Mánudag. Knús inn í nótina 

Sporðdrekinn, 21.4.2008 kl. 01:29

5 identicon

Já satt er maður þarf ekki að vera ein þótt maður sé ein!!!  Eg skildi árið "96 og helt að eg gæti ekki bjargað mer eða unnið fyrir mer.  En sjáðu til það kom og eg er í góðum gír í dag . En þetta er vinna, vinna, vinna.  Sendi góðar hugsanir til þín

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 21:37

6 Smámynd: Ein-stök

Rebbý: takk

Ókunna konan: já það er a.m.k. eitthvað voðalega einstæðingslegt við það að vera "einstæð móðir" eða faðir ef út í það er farið. Sammála því að það er bara bráðnauðsynlegt að komast í eitthvert svona sprell annað slagið. Takk fyrir knúsið og kreistið

M:

Sporðdrekinn: Æi þakka þér fyrir. Vona að þú hafir átt góðan mánudag. Knús inn í þessa nótt

Ein-stök, 21.4.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband