18.4.2008 | 22:10
Ansi gott.. ansi gott
Þessi dagur var bara nokkuð ljúfur. Átti rosalega annasaman vinnudag en fannst ég eiga auðveldar með að takast á við vinnuna en ég hef gert lengi. Fannst ég vera bæði faglegri og skipulagðari en ég hef verið margar undanfarnar vikur. Það var góð tilfinning. Ég fékk líka í gegn breytingu sem ég hef barist fyrir lengi, eiginlega bara barði í borðið í dag og heimtaði að eitthvað yrði gert í málinu. Ekkert í illu en það var gott að fá lendingu í því máli.
Fór í dekur í dag Alveg yndislegt bara. Var í rúma þrjá klukkutíma í því dekri, átti þar gott spjall sem gerði ekkert minna en dekrið sjálft og náði svo að sofna í slökuninni á eftir. Hrökk bara upp við eigin hrotur
Var svo værðarleg eftir þetta að ég fór heim, lagðist upp í sófa og hélt áfram að dorma
Maðurinn sinnti börnunum mikið í dag, heimsótti þau m.a.s. í skólann og átti alveg extra tíma með þeim. Held að það hafi gert þeim öllum gott. Þau verða svo meira og minna saman hér á (ennþá) sameiginlegu heimili okkar allra yfir helgina, en ég verð mikið til að heiman. Ég er akkúrat núna í stuði til að vera heima hjá mér, fara yfir dót, henda og taka til. Er í SVAAAKALEGU stuði til slíkra hluta EN... ég er að fara í ferlega spennandi óvissuferð á morgun. Verður örugglega mjög gaman þó ég væri einmitt núna til í að gera eitthvað annað. Ég er líka að velta því fyrir mér að heimsækja foreldra mína um helgina og ræða málin við þau. Það stendur samt verulega í mér og ég er eiginlega bara mjög kvíðin gagnvart því. En.. þetta verður að gerast.
Núna bíð ég eftir að ná stund með Manninum (börnin ennþá vakandi) til að geta rætt um helgina, prestinn og fleira.
P.s. Gleymdi: ég skrifaði svör við athugasemdum við síðustu tvær færslur
Athugasemdir
Mikið er gaman að lesa að þér er farið að líða betur. Sem segir manni svo margt. Þér vonandi líka. Góður dagur í vinnunni er bara bónus ofan á allt því að nú eru föstudagar ekki þeir bestu að mínu mati (miðað við þá vinnu sem ég vann).
Ohhh *öfund* skuggalega notalegt trúi ég. Svona dekur er nauðsynlegt af og til.
Gott að Maðurinn eyddi tíma með börnunum það er nauðsynlegt að hugsa vel um þau í þessu ferli. Ég skil nú líka þetta með að vilja bara vera heima og fara í gegnum dótið sem á og þarf að skipta og fylgja réttum aðila. Ferlið er komið á það stig að þetta er bara næst á þínu blaði á GÁT listanum. Kannski er rétt að skella sér í þetta kvíðavaldandi verk að tala við foreldrana og klára það. Því illu er jú best af lokið. Fannst það alltaf versti parturinn við þetta að þurfa að ræða þetta við mína nánustu. En það er ekki gott að draga það (ég þekki það).
Vona að þið Maðurinn hafið átt gott samtal um skipulag helgarinnar og sendi þér
Ókunnuga konan (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 22:59
Allt annað hljóð í þér núna .... ánægð með þig kona
Svona dekur er nauðsynlegt af og til sama hvað eða hvort það sé eitthvað í gangi hjá manni. Maður hefur alltaf gott af smá alone tíma þar sem maður hugsar um sig nr 1, 2 og 3 hvort sem það er eins og ég í kvöld að borða gott, fara í heitt bað og svo plokka og fara í almennilegt andlitsbað hérna heima eða eins og þú og láta aðra dekra við sig.
Mæli líka með því að þú skellir þér til foreldranna, bæði gott að losna við kvíðahnútinn og finna stuðninginn frá þeim. Merkilegt hvað margir styðja mann um leið og þeir fá að fylgjast betur með.
Góða skemmtun svo í óvissuferðinni á morgun ... og restinni af helginni
Rebbý, 18.4.2008 kl. 23:44
Stóðst ekki mátin að segja: Drífðu þig til foreldrana,, manni kemur stundum á óvart hvað þau styðja mann.
Yndislegt að eiga dekurdag. Ein er eg líka og man þessa daga, en margt kom á óvart. Sendi þer fallegar hugsanir.
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 02:29
Datt inná síðuna þína og er búin að vera að lesa færslurnar þínar. Finnst þú skrifa svo einlægt um mál þín og var ég komin með kvíðahnút yfir sumu
og glaðst fyrir þína hönd yfir öðru. Það hlýtur að vera mjög gott og hreinsandi að skrifa sig frá hlutunum, það er eins og þeir skýrist fyrir manni og hjálpi manni að takast á við þá.
Gangi þér allt í hagin "ein" og ég kíki kannski við síðar
M, 19.4.2008 kl. 13:37
Elsku krútt dúlla, mikið er gott að lesa hvað þér er farið að líða betur, auðvitað er fullt hundleiðinlegt eftir, en nú virðist þú vera komin með orkuna og þrekið sem þarf til að klára hlutina. Klapp! fyrir þér Ein mín. Og ju hvað ég skil að þú viljir bara hreinsa til, ég fór eitt sinn í gegnum 1/2 skilnað og vá hvað ég henti og gaf mikið af dóti
Dekur uuu já takk
Gott að Maðurinn er sinni krökkunum vel núna, þau verða þá öruggari fyrir vikið.
Skelltu þér til mömmu og pabba, það er bara léttir að vera búin að því, svo veistu ekki nema að þú fáir góðan stuðning frá þeim. Það veitir ekki af því bæði fyrir þig og krakkana.
Eigðu góðan og uppbyggilegan Sunnudag Ein mín
Sporðdrekinn, 20.4.2008 kl. 04:14
Takk elskurnar mínar.
Laugardagurinn var æðislegur en ekki laust við smá eftirköst í dag
Kom því ekki við að tala við foreldrana um helgina en ég kvíði því samt ekki eins mikið og ég gerði. Ég á von á að hitta þau fyrir næstu helgi og þá tala ég við þau. Núna er ég að fara í heita pottinn hjá vinkonu minni
Stefni á að skrifa færslu í kvöld.
Ein-stök, 20.4.2008 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.