16.4.2008 | 23:04
Meira um sektarkennd
Ég HELD að þetta verði stutt
Alveg síðan hugmyndin um hugsanlegan skilnað skaut fyrst upp kollinum hef ég barist við sektarkenndina gagnvart börnunum mínum. Sú sektarkennd hefur verið á þann veg að skammast mín fyrir að geta ekki látið hlutina ganga og að þau þurfi að súpa seyðið af því. Ég hef upplifað mikla sorg yfir að framtíðin okkar verður ekki eins og hún ÁTTI að vera. Ég ætla í raun ekki að skrifa neitt meira um það - held að flestir sem hafa verið eða eru í minni stöðu viti vel um hvað ég er að tala og hinir vonandi kynnast því aldrei. En núna nýlega uppgötvaði ég nýja hlið á sektarkenndinni, ef svo má að orði komast.. Síðustu daga hef ég verið ein með börnin mín og þrátt fyrir að þurfa enn að nota lyfin mín þá hafa þessir dagar verið miklu léttari en undanfarnar vikur. Ég viðurkenni reyndar að eiga það til að "snappa" af og til, enda álagið og sársaukinn ennþá til staðar og viðbrigði að vera ein með börnin og í 100%+ vinnu. En þetta hafa verið ljúfir dagar. Ég næ betra sambandi við börnin mín og við höfum verið að bralla hluti saman sem við höfum ekki gert lengi.. eða jafnvel aldrei. Í gærkvöldi áttaði ég mig semsagt á því að ég hafði uppgötvað alveg nýja hlið á sektarkenndinni minni gagnvart börnunum. Hún er náttúrulega þessi; af hverju er ég búin að bjóða þeim upp á þetta svona lengi? Ég er miklu betri mamma núna. Ég er ekki að meina að Maðurinn hafi eyðilagt þetta fyrir mér og ég þurfi að losna við hann til að verða almennileg mamma (að eigin mati), heldur einfaldlega það að ég hef verið of upptekin við eigin sársauka til að lifa og njóta.
Vonandi er ég búin að læra þá lexíu hér með
Ég er með ýmislegt spennandi fyrir MIG á stefnuskránni næstu daga. Nudd, dekur og spennandi fjallaferð í góðum félagsskap. Hlakka mikið til að leggja meiri rækt við sjálfa mig. Finn líka alveg að markviss vinna mín með jákvæðar hugsanir er að skila sér (þó færsla dagsins kannski endurspegli það ekki fyllilega).
Næsta skref í skilnaðarferlinu er að tala við prest.
P.s. þið megið alveg skjóta á mig hugmyndum um forræðismál eða öllu heldur umgengnismál. Ég er ennþá alveg lost í því dæmi og væri til í að heyra sem flestar útgáfur til að hjálpa mér við að mynda mér skoðun á því hvað hentar í okkar tilfelli.
Athugasemdir
Blessuð enn á ný. Já það er margt sem breytist þegar maður verður einn. Þó svo að ég hafi alveg nánast gleymt þeim pakka að uppllifa það sem þú talar um. En það kom nú ekki til af góðu enda var minn skilnaður ferlega erfiður andlega.
Nú með umgengni þá er það í mínu tilfelli þannig að það er ekkert fast ákveðið vegna fjarlægðar. En ég reyni að fá Hann til að taka gaurinn öll löng skólafrí og eins fer hann helgar þegar það hentar honum. Verra er með sumrin þar sem hann vinnur þannig vinnu að það hentar ill fyrir hann að taka hann. En við eða ég reyni að fá hann til að taka hann eins og unnt er. Og verð líka oft reið og ekki síður strákurinn þegar að löngu fríin geta ekki öll farið í tíma með Honum. En svona er þetta. Ég ræð minnsu um það og reyni bara að vera til staðar fyrir strákinn í staðinn. Hann er reyndar með gott símasamband við Hann og hringir frítt i pabba sinn og er það oft notað vel.
Dettur í hug að það væri hægt að finna góða lausn í þínu tilfelli með forræði. Veit reyndar ekki um aldur barna en dettur í hug að nýta löng frí og eins að hafa kannski eina helgi í mán. og þá kannsi vel langa ( en Maðurinn er jú í skóla) Sumrin frjáls skipta jafnt eða eftir hvað hentar. ???
Knús og kreist á þig góða mín og vona að þetta fari að verða bærilegra. Því að þetta er jú það besta í stöðunni og þú finnur það sjálf. Samviskan er alltaf en maður má ekki láta hana naga sig. Ef þér líður vel fer fólki og börnunum að líða vel í návist þinni. Meira knús til þín.
Ókunnuga konan (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 00:03
Þú getur leitað til félagsins okkar ef þú þarft leiðbeiningar varðandi forsjá, umgengni og annað slíkt. Endilega kíktu á síðuna okkar www.fef.is (ef þú ert ekki búin að því). Þú getur líka sent mér póst eða hringt í mig ef þú vilt frekari upplýsingar (símanúmer og netfang á síðunni) og ég get gefið þér/ykkur tíma hjá félagsráðgjafa og/eða lögfræðingi.
Auðvitað er þetta erfitt en alls ekki óyfirstíganlegt.
Mér sýnist á öllu að þú hafir jákvætt viðhorf og það hjálpar alveg heilmikið. Gott líka að þú ert að hugsa vel um sjálfa þig. Það hefur heilmikið að segja. Gangi þér vel!
Laufey Ólafsdóttir, 17.4.2008 kl. 16:58
Já ég þekki þessa sekktarkend og þekki líka að það er ekki alltaf gott fyrir börnin að foreldrar píni sig að vera saman vegna barnana ég er á þeirri skoðun að það er betra fyrir börnin ef að sambandið gengur ekki vel að það foreldrar eigi ekki að vera saman....Og auðvitað er þetta alltaf sárt og hvað þá fyrir börnin..hjá mér er það aðrahvora helgi með 3 elstu börnin og með yngsta barnið mitt þá erum við með sameiginlegt forræði og álváðum að hafa viku og viku..En það algeingasta er að faðirinn sækir börnin í skólan eða leikskólan á föstudegi og svo fari með þau í skólan á mánudegi og það hálfsmánaðarlega. Og það er auðvitað best fyrir börnin að hafa fasta reglu og rútínu því svakaleg óregla getur ekki verið góð fyrir börnin.En skiljanlegt ef að það er langt á milli foreldrahúsa.En koss og knús og gangi þér vel kv Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 17.4.2008 kl. 21:33
Ætla loksins að koma með smá viðbrögð við athugasemdunum ykkar;
Ókunna kona: Leitt að heyra hvað þinn skilnaður var erfiður
Eins og ég var búin að skrifa um (og þú búin að lesa) þá hef ég upplifað svona erfiðan "skilnað" líka.. en það var allt annað mál enda "bara" um rúmlega 2ja ára samband að ræða, engin börn og lítið um sameiginlegar eignir og þannig. En við höfum greinilega upplifað ansi margt svipað tilfinningalega í gegnum þessa reynslu. Í sambandi við forræðið/umgengnina þá held ég að einmitt eitthvað í líkingu við þetta verði ofan á. Að börnin fari til pabba síns í lengri fríum og fái annað slagið lengri helgi með honum.
Laufey: Takk fyrir það. Er nú þegar búin að kíkja aðeins á heimasíðuna ykkar og á mjög líklega eftir að leita eitthvað til ykkar
Allý: Nei það er einmitt málið. Það er ekki sanngjarnt barnanna vegna að hanga saman "þeirra vegna"... slík staða er alls ekki "þeirra vegna" og eiginlega það versta sem maður getur gert þeim - að mínu mati. Takk fyrir þitt innlegg
Ein-stök, 18.4.2008 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.