14.4.2008 | 01:11
Efinn
Við síðustu færslu nefndi Arna máltækið Illu er best af lokið og ég er í hjarta mér svo sannarlega sammála því. Stundum tekur "hrússinn" minn yfir og vill bara öskra, stappa niður fótum og stanga Manninn út! Hljómar illa og gefur til kynna meiri haturshug til Mannsins en ég ber í raun En.. svo kemur litli ráðvillti fiskurinn og EFINN hefur svolítið bankað upp á síðustu dagana. Ég finn innra með mér meiri andstöðu vegna þessarar ákvörðunar sem við höfum tekið en er enn að reyna að greina þennan efa og átta mig á því hvað það er í raun sem veldur. Að hluta til held ég að þar sé á ferðinni samviskubit vegna barnanna, þó ég trúi því (þegar EFINN víkur) að þessi ákvörðun sé ekki síður þeim í dag - þegar til lengri tíma er litið. Að hluta til held ég að álit annarra sé að hafa áhrif á mig. Reyndar er ég þá að tala um hvað ég HELD að sé þeirra álit á málinu því við erum ekki komin nógu langt í ferlinu til að segja þeim frá ákvörðun okkar svo þau eru ekkert farin að lýsa yfir skoðunum sínum. Auðvitað veit ég að skoðanir annarra koma málinu afskaplega lítið/ekkert við en það er samt erfitt að horfa framhjá því. Ég er samt farin að finna fyrir meiri skilningi frá sumum innan fjölskyldunnar sem sýna samhug og viðurkenningu á minni vanlíðan. Ég fæ klapp á bakið, fastara knús og áhyggjufullt augnaráð með orðunum "láttu mig vita ef þú vilt spjalla eða ef ég get eitthvað gert".
Átti góða kvöldstund um daginn þar sem ég fékk m.a. smá orkupunktajöfnun og góð ráð með um mikilvægi jákvæðrar hugsunar og ráðleggingu um dagleg fótaböð yfir sjónvarpinu á kvöldin Ég hef ekki ennþá farið í fótabaðið því ég hef verið voðalega mikið á ferðinni undanfarin kvöld. Sama kvöld fékk ég líka stutta reikimeðferð (endaði snögglega þegar ég fékk ákaft hóstakast) og ÞAÐ ætla ég sko að gera aftur á næstu dögum. VÁ hvað það hjálpaði mér mikið
Núna er svefnlyfið farið að virka, ég ætla að skríða upp í rúm með jákvæðar hugsanir og biðja bænirnar mínar áður en ég fell í svefn
Bestu kveðjur út í nóttina
P.s. Verkefni mánudagsins; Maðurinn pantar tíma hjá ráðgjafanum
Athugasemdir
Verður að vera viss Ein, verður að vera viss! Skoðaðu hjartað þitt.
Ok ég hef kannski veriðað misskilja, eru maðurinn og þú ekki saman hjá ráðgjafa? Ef ekki þá held ég að það væri sterkur leikur.
Mér líst vel á mánudags verkefni mannsins!
Sofðu rótt kæra vina, vaknaðu endurnærð og tilbúin í að takast á við nýjan dag
Sporðdrekinn, 14.4.2008 kl. 02:33
. . þetta er svona eins og löng boot-camp æfing. Hrikalega erfið og stundum er maður alveg að gefast upp . . . en svo kemur vellíðan eftirá
Fiðrildi, 14.4.2008 kl. 09:32
Sporðdreki: Hvenær er maður viss?
Ég hef verið að berjast við þessa ákvörðun og þessa vanlíðan ansi lengi og EFINN kemur sjaldnar og sjaldnar upp - og staldrar stutt við nú orðið. Jú við Maðurinn sækjum sama ráðgjafa. Fyrst sótti ég í að fá utanaðkomandi hjálp og fór ein, síðan fór Maðurinn (ákvað það sjálfur) og svo fórum við nokkuð oft saman. Dálítið mikið af þessari vinnu hjá ráðgjafanum hefur farið í ýmis mál varðandi Manninn og fyrir jólin bauð ráðgjafinn mér aftur tíma einni því hann fann alveg á mér að ég þurfti á því að halda. Annars hefur mest af þessu farið þannig fram að við förum saman.
Takk , ég svaf mjög vel (þökk sé svefntöflunni góðu) en hefði reyndar mátt koma mér svolítið fyrr í rúmið. Enn sem komið er hefur dagurinn verið ljómandi góður og ég vinn markvisst í því núna að hugsa jákvætt og hleypa engri neikvæðni að.
Arna: já ég hugsa að þetta sé ansi góð lýsing hjá þér. Er eiginlega búin að vera á þessari boot-camp æfingu í nokkur ár og er því líklega farin að þjást af eins konar bardagaþreytu
Ein-stök, 14.4.2008 kl. 12:38
Æ ég veit ekkert hvenær maður er viss, en veit bara að maður verður að vera það. Bíð sjálf eftir að finna þessa festu, vera viss!
Jáps mér líst vel á þetta
Sporðdrekinn, 14.4.2008 kl. 15:35
Jeps.. við hljótum að finna þessa vissu
Some day .. 
Ein-stök, 14.4.2008 kl. 19:57
efinn mun vera til staðar áfram ein mín, ég fæ enn svona tilfelli þar sem ég spái hvort ég hafi gert rétt, en núorðið er það meira bara að ég sakni hjónabandsins en sjálfs eiginmannsins svo efinn bara þróast
haltu áfram að vera dugleg samt - þú kemst að réttri niðurstöðu fyrir þig og þína
Rebbý, 14.4.2008 kl. 21:09
Mér finnst ég reyndar vera ansi mikið á þeim stað núna. Þ.e. ef Maðurinn er að heiman í nokkra daga, þá sakna ég oft samverunnar með "einhverjum" en í raun sakna ég hans ekki endilega (stundum þó).
Ein-stök, 14.4.2008 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.