ein

Þolinmæði

Þolinmæði hefur ekki verið mín sterkasta hlið í gegnum tíðina. Þó ég hafi þroskast mikið með aldrinum og lært að anda stöku sinnum, þá reynist það mér samt erfitt að sætta mig við að hlutirnir verða stundum að hafa sinn gang og ekki hægt að drífa allt af. Samkvæmt stjörnukorti sem ég fékk einu sinni þá er ég undir einhverjum hrútaáhrifum og hvort sem menn leggja trúnað á stjörnuspeki eða ekki, þá er staðreyndin sú að ÞEGAR ég er búin að taka ákvörðun þá vil ég bretta upp ermarnar og drífa í hlutunum.. og þá gjarnan ekki seinna en Í GÆR..!! Nenni ekki að væflast við hlutina endalaust. Aftur á móti er Maðurinn öllu rólegri í tíðinni og hann getur verið búinn að ákveða að gera eitthvað en svo tekur það hann óratíma að koma sér að því og stundum dregst og dregst að hann klári málið.

Þessar andstæður í okkur eru STÓRT vandamál í dag. Við erum búin að taka þá ákvörðun að skilja en á meðan ég vil helst fara á einum degi milli prests, sýslumanns, fjölskyldunnar, skólans.. o.s.frv. og bara ganga frá öllu strax + ganga frá fjármálum, komast að samkomulagi um hvar börnin eiga að vera og hvenær, skipta eigum og flytja sundur... þá dregur Maðurinn lappirnar. Auðvitað hefur læðst að mér sá grunur að kannski sé hann ekki eins öruggur með þessa ákvörðun og ég, en hann talar samt af fullkomnu öryggi um ákvörðunina sjálfa. En hann er greinilega ekki eins tilbúinn í allt hitt. Ég er nokkuð viss um að hann á erfitt með að sjá það fyrir sér að flytja í burtu frá börnunum sínum og ég lái honum það ekki. Staðan hjá okkur er sú að ég vinn í því sveitarfélagi sem við búum í þessa stundina, en hann er í námi í öðru og þangað vill hann helst flytja. Ég er ekki til í að skipta um starf og langar satt að segja alls ekki til að flytja. Það er því stór spurning hvernig okkur tekst að semja um þennan mikilvæga part af málinu.

Einhverjar tillögur? Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Er Maðurinn líka að hitta ráðgjafa?

Ég er nú enginn hrútur en þetta vandamál er til staðar á þessu heimili líka. Ég gæti stundum sprungið, ef að það á að gera eitthvað þá á bara að gera það. (Ég sló voða fast á .inn en það kemur samt bara venjulegur .ur )

Nei engar tillögur snúlla, en þarna má kannski taka sér tíma og hugsa málin vel. Allt sem kemur að börnunum skiptir svo miklu máli, en ég veit að þú veist það.

Sporðdrekinn, 11.4.2008 kl. 16:52

2 identicon

Já svona er fólk nú misjafnt. En til þess er jú leikurinn gerður svo að það séu ekki allir eins.

Tillögur: 1. Ég veit ekki hvar þú býrð og ég veit ekki hvað Maðurinn er í námi þannig að það er dáldið snúið að segja sína skoðun á málinu.

2. Þegar ég skyldi flutti minn fyrrverandi ekki langt í fyrstu atrennu ja eiginlega bara varla því að hann var í næsta húsi (parhús). Svo flutti hann 30 km í burtu. Hálfu ári síðar var hann kominn 86 km í burtu já og var þar í tæp ár nú svo flutti hann fleitti hundruð km í burt eða um 3 1/2 tíma akstur í burtu þannig að umgengnin var lítil og er enn. En er höfð þannig að öll frí sem hægt er og sjaldan og lengur reglan er viðloðandi. 

3. Skil vel að þú viljir bara klára dæmið og byrja með hreint borð. Mín skoðun er sú að um leið og fólk er skilið og komið á sitthvorn staðinn getur það farið að hugsa og vinna með sín mál af viti og sett niður óskir og kröfur til að vinna með. Börnin eiga sinn rétt sem ber að virða en foreldrarnir eiga ekki bara að hugsa um sig heldur allann pakkann. Það má alltaf semja um hluti sem henta. Og misjafnt hvað hentar hverjum.

Ekki skilja við vinnuna bara því að þú ert að skilja við Manninn það er að mínu mati útí hött. Því að skilja og þurfa að flyta og finna nýja vinnu og allt sem því fylgir er ekki til að auðvelda þér lífið. Vekur upp óöryggi og býr eflaust til helling af erfiðleikum t.d. finna nýja vinnu - og er hana að fá ??? nýtt húsnæði - hvað kostar það ???

Jæja ætla nú ekki að bulla þig í hel góða mín en láttu hjartað ráða og ekki gleyma að börnin eru viðkvæm og fluttningur gæti aukið á allar vangaveltur um lífið - aðskilnað við vini og þessháttar. Betra að díla við fjarlægð eingöngu en allan pakkann sem fylgir flutningum. Úbbsí jæja þetta er nú meiri langlokan. Knús til þín. 

Ókunnuga konan (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 17:34

3 Smámynd: Rebbý

skil þig vel með hraðann ..... þegar búið er að taka ákvörðun á bara að framfylgja henni.    það hlýtur að verða honum erfitt að flytja í burtu frá börnunum, en ég hef engar tillögur þar fram að færa enda ekki staðið í þeim sporum sjálf.

Rebbý, 11.4.2008 kl. 17:35

4 Smámynd: Ein-stök

Sporðdreki: Já Maðurinn hefur líka farið til ráðgjafans. HEHE.. skil þetta með PUNKTINN  Það sem snýr að börnunum er tvímælalaust að mikilvægasta í öllu þessu ferli. Ég held m.a.s. að ég væri löngu skilin ef við ættum ekki börn saman og undir þeim kringumstæðum sem eru í dag þá væri ég svo sannarlega búin að ýta honum út um dyrnar ef við ættum ekki börn saman.

Ókunna kona: Takk fyrir þitt langa og ítarlega komment  Það er skiljanlega erfitt að gefa ráð þegar ég gef ekki upp nánari staðsetningar en Maðurinn er tæplega klt að keyra í skólann héðan þar sem við búum í dag. Ég er alveg sammála því að það er nauðsynlegt að klára dæmið sem fyrst með að komast á sitt hvorn staðinn, svo hvor einstaklingur fyrir sig geti strax byrjað að móta eigið líf. Hans vegna held ég að það sé best að hann fari nær skólanum því þar vill hann sjálfur frekar vera. Það kemur ekkert í veg fyrir að hann fái að hitta börnin sín þó það setji svolítið þrengri skorður á hvaða val hann hefur í sambandi við umgengni við börnin. Ég er líka alveg sammála því að það er ekki kostur í stöðunni fyrir mig að vera að skipta um vinnu og flytja af þessum ástæðum. Ég er hæstánægð hér og langar ekkert að skipta um vinnu þannig að ég held að það sé ekki skynsamlegt. Takk aftur og knús til baka.

Rebbý: einmitt! Þegar er búið að ákveða eitthvað á að ganga í málið.

Ein-stök, 11.4.2008 kl. 19:37

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Ókunnuga kona er einstaklega skinsöm í þessum málum, ég held bara að ég geti tekið undir allt sem að hún segir þarna.

Sporðdrekinn, 12.4.2008 kl. 04:43

6 identicon

Takk! Maður er jú búinn að lenda í þessum sporum og veit að það er margt sem þarf að huga að. Eins heyrir maður margar skilnaðar sögur og eru þær misfallegar.

Ég sé ekki að þetta sé svo svakalegt þar sem að það er um 1 klst. á milli ef Maðurinn flytur nær skólanum. Ja svo framarlega sem samgöngur eru góðar á milli (rúta og annað aðgengilegt - í alfaraleið og einhverjir alltaf á ferðinni) Það er þannig í mínu tilfelli að rúta er mikið notuð vegna fjarlægðar. Svo nýtist drengnum mínum betur þetta kerfi - sjaldnar og lengur. Fær meira út úr því en bara ferðalegið.

Vonandi er ég búin að sýna fram á að ég er ekki eins slæm og leit út í fyrsta kommentinu og allir tóku mér frekar hvassyrt. En eins og sft kemur farm þá er skilnaður ekki endilega það  versta í svona stöðu því að það gerir ekki gott að lifa í vanlíðan. Og börnin finna það fljótt. En ég vona að þetta fari að ganga hjá þér því það er jú pirrandi að geta ekki bara drifið svona hluti af og hreinsað andrúmsloftið. Kvitt og knús. 

Ókunnuga konan (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 10:08

7 Smámynd: Ein-stök

Sporðdreki: sammála!

Ókunna konan: Hef einmitt sjálf heyrt og orðið vitni að mörgu ljótu í svona málum og vil þess vegna vanda mig við þetta og hugsa málin vandlega áður en eitthvað er framkvæmt (sem er svo fj.... erfitt þegar óþolinmæðin er alveg að fara með mann )

Nei fjarlægðin er ekkert rosaleg. Maðurinn var sjálfur með hugmyndir um sameiginlegt forræði og það var eiginlega þess vegna sem ég var að skrifa um þessa hugsanlegu flutninga hans. Get ekki séð að sameiginlegt forræði gangi upp miðað við þær kringumstæður.

Mér þykir leitt að heyra að þér hafi fundist þér illa tekið hér í fyrstu  Það var allavega ekki meiningin hjá mér og ég biðst afsökunar ef ég hef verið dónaleg og/eða sært þig.

Ein-stök, 12.4.2008 kl. 12:16

8 identicon

Það særði mig enginn frekar ég sem særði einhvern en það er liðið hjá.

Sameiginlegt forræði er eitthvað sem ég sé nú ekki í þessari stöðu þar sem að börnin þurfa þá væntanlega að flakka á milli skóla? En kannski gengur það en frá mínum dyrum séð nei. En þetta er nú eitthvað sen hægt er að finna lausn á. Minn fyrrverandi borgaði ekki meðlag meðan hann bjó í næsta húsi því hann tók jafnan þátt í uppeldinu og ég þann tíma en um leið og hann flutti komu greiðslur. Nú svo er þetta líka með að semja sín á milli - getur gengið en gæti klikkað.  En þetta er jú ykkar að ákveða og finna lausn á.

Í mínu tilfelli er þetta sennilega enn flóknara þar sem Hann vinnur óútreiknanlega vinnu og sjaldan stendur vikan þó plönuð sé. Það fer í taugarnar á mér að geta ekki þreyst því sem sagt er og ákveðið. Og barnið tekur það oft mjög nærri sér. Svikin hafa verið súr og stór. En með svona stut á milli er þetta mun auðveldara og eins ef hann er í skóla og fastri vinnu þá er ekkert sem breytist með engum fyrirvara.

Jæja úfff ég er hætt þessu bulli núna enda endar sennilega með að ég drep ykkur úr leiðindum. Kvitt og knús. 

Ókunnuga konan (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 16:48

9 Smámynd: Júdas

     Er það víst að hann þurfið að flytja burtu frá börnunum?  Ég meina það er ekkert endilega málið.  Nú til dags er sameiginlegt forræði og börnin hjá því foreldri sem það jafnvel vill vera hjá eða ráðlegast telst.  Vika og Vika finnst mér skynsamleg skipting og tel hana börnum fyrir bestu en margir eru á annarri skoðun.  Þannig er það með yngri kútinn minn og myndi ég aldrei taka minni umgengni í mál.   Þú kemur alltaf til með að þurfa að semja um þessi atriði.

Mín skoðun er samt í öðru eigir þú að fylgja hjartanu og það að draga þetta á langinn er ekkert endilega það besta.  Þú veist hvenær þessu er lokið í þínu hjarta og það skiptir miklu máli. 

Júdas, 13.4.2008 kl. 15:12

10 Smámynd: Sporðdrekinn

Elsku Ein, ég er búin að vera að hugsa mikið til þín, ég vona að þú sért ok (eða eins ok og hægt er í þinni stöðu)  

Sporðdrekinn, 13.4.2008 kl. 17:43

11 Smámynd: Fiðrildi

Líklega á ekki að gefa ráð né þiggja í svona málum.  Hver veit hvað honum er nauðsynlegt . . . svona oftast.  Persónulega finnst mér illu bestu aflokið.  

Eitt ráð klikkar þó aldrei . . . alveg óháð því hvort þú ert trúuð eða ekki eða á hvað þú trúir þá er bænin alltaf máttug.  Sóttu þér styrk og treystu á sjálfa þig.  Horfðu björtum augum á framtíðina . . . mjög oft eru breytingar til góða

Fiðrildi, 13.4.2008 kl. 22:58

12 Smámynd: Ein-stök

Ókunnuga konan: Þú ert nú alls ekkert leiðinleg mín kæra  Það er einmitt þetta sem mig vantar, svona punktar í spjallstíl.. vangaveltur eins og við sitjum saman yfir kaffibolla til að kryfja málin. Eins og ég sagði áður þá er ég heldur ekki á því að sameiginlegt forræði gangi í þessari stöðu; þ.e. ef við búum í sitt hvoru bæjarfélaginu. Auðvitað eigum við að getað fundið samningaflöt á þessu þar sem aðstæður beggja eru í nokkuð föstum skorðum.

Júdas: Ég hef kannski einhvers staðar verið óljós með aðstæður, en ég hélt samt ekki  Börnin búa í sveitafélagi X og ganga þar í skóla, ég vinn í sveitafélagi X og vil gjarnan búa þar áfram en Maðurinn gengur í skóla og sækir vinnu í sveitafélagi Y og vill helst búa þar. Eingöngu þess vegna stöndum við frammi fyrir þeirri ákvörðun að hann flytji í burtu og að þá verði mjög óhægt um við með sameiginlegt forræði. Ég er hjartanlega sammála því sem ég las einu sinni á blogginu þínu að börnin þurfa jafn mikið á báðum foreldrum að halda og jafn mikil/álíka mikil umgengni við báða foreldra er það besta í stöðunni (nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi og annað foreldrið sé hreinlega óhæft af einhverjum ástæðum). Ef við hefðum tekið þá ákvörðun að skilja fyrir 2 árum síðan, þá hefði staðan verið önnur. Hann hefði hreinlega fengið sér aðra íbúð í sveitafélagi X (íbúðin sem við búum í núna fylgir mínu starfi) og við hefðum haft sameiginlegt forræði.

Ég veit að það eru skiptar skoðanir um sameiginlegt forræði og hvernig sé best að haga slíku, barnanna vegna. En allar ráðleggingar sem við höfum fengið í dag lúta að því að raska sem minnstu fyrir börnin. Á þeim ráðleggingum byggjum við þessar ákvarðanir (sem ekki eru þó endanlegar ennþá) að þeim sé fyrir bestu að vera áfram hér. Aftur á móti er ég mjög meðvituð um það að þau þurfa ekkert síður á pabba sínum að halda heldur en mér og það er auðvitað þess vegna sem mér finnst þessi ákvörðun alls ekki auðveld.

Þetta síðasta sem þú skrifaðir þykir mér alveg yndislegt og það hitti mig beint í hjartastað. Mér hættir svolítið til að ofhugsa og flækja mig í hlutina en auðvitað er þetta rétt hjá þér. Þú veist hvenær þessu er lokið í þínu hjarta og það skiptir miklu máli.  Takk

Sporðdreki: takk fyrir að líta inn og ekki síður fyrir að hugsa til mín. Ég hef líka hugsað mikið til þín síðustu daga. Líðanin hjá mér hefur verið svona upp og ofan. Stundum OK, stundum þolanleg, stundum alveg bölvanleg.. ekki ennþá góð

Ein-stök, 13.4.2008 kl. 23:04

13 Smámynd: Ein-stök

Arna: Jú það er rétt að hver og einn veit yfirleitt best hvað honum/henni hentar í lífinu. Aftur á móti finnst mér öll "umræða" hjálpa mér mikið. Ég er sammála sumu en ekki öðru sem að mér er rétt og stundum hef ég ekki áttað mig á því sjálf hvað mér finnst um eitthvað fyrr en ég finn eigin viðbrögð við einhverju sem ég les eða heyri. Þá allt í einu snertir það eitthvað innra með mér og ég uppgötva "sannleikann" fyrir mig eða finn í mér sterka andstöðu og átta mig þá.

Illu er best af lokið. .. skrifa út frá þessu í næstu færslu

Ég er líka sannfærð um mátt trúarinnar. Ég er vön að biðja mínar bænir hvernig sem staðan er í lífi mínu. Í dag bið ég þær oft á dag og sæki í þær styrk

Ein-stök, 14.4.2008 kl. 00:25

14 Smámynd: Sporðdrekinn

Úffff nú get ég farið að anda aftur  . Þú virðist örugg í skrifum þínum, það er gott að sjá. Þessi rússíbani mun taka enda og þú munt fá ró í hjartað þitt kæra vina

Sporðdrekinn, 14.4.2008 kl. 00:41

15 Smámynd: Ein-stök

Takk fyrir sæta mín

Ein-stök, 14.4.2008 kl. 00:43

16 Smámynd: Björn Finnbogason

Notaðu hjartað frekar en höfuðið til að ákveða hlutina það hefur virkað best fyrir mig.  Sameiginlegt forræði hefur ekkert með búsetu að gera þannig séð en virkar í mínu tilfelli amk þannig að ég er virkari þáttakandi í lífi dætranna en ella kannski, þó oft sé það jafnvel bara í gegnum síma eða netið jafnvel.

Björn Finnbogason, 14.4.2008 kl. 01:12

17 Smámynd: Ein-stök

Björn: Ég hef mikinn áhuga á að vita hvað þú meinar með að sameiginlegt forræði hafi ekkert með búsetu að gera? Ég er alveg ný í þessu ferli og hef kannski ekki áttað mig á öllum möguleikum. En hvernig getum við verið með sameiginlegt forræði ef við búum í sitt hvoru sveitafélaginu?

Ein-stök, 14.4.2008 kl. 01:19

18 Smámynd: Fiðrildi

Auðvitað er öll umræða góð og frábært hjá þér að einmitt blogga um þetta.  Mundu bara að þó ráðleggingarnar hljómi vel . . að þá ert það þú sem notar þær einungis til þess að átta þig á hvað þú vilt og hvað þú telur réttast.  Mikilvægast af öllu er örugglega að koma þínum pælingum á blað og sjá þær svona framundan sér . . . oft hljómar hugsunin öðruvísi þarna inni en eftir að maður hefur komið henni frá sér.   Þetta á allt eftir að ganga vel hjá þér . . . og vonandi ykkur öllum

Fiðrildi, 14.4.2008 kl. 09:29

19 Smámynd: Ein-stök

Arna: Takk fyrir það. Er líka sammála þér með þetta um að koma pælingunum niður á blað. Hef oft notað þá leið í gegnum tíðina ef ég hef átt erfitt, reiðst við einhvern eða verið að glíma við einhverjar erfiðar tilfinningar eða ákvörðun í einhverju máli. Oft áttar maður sig betur á hlutunum bara við að skrifa þá.

Ein-stök, 14.4.2008 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband