ein

Krítísk staða

Núna er heilsan að koma, þrekleysið samt rosalegt eftir heila viku í rúminu og andlega hliðin dálítið döpur.

Framundan sé ég bara verkefni en finn enga löngun til að takast á við þau. Ég sem var svo tilbúin í þetta allt saman fyrir veikindin Angry 

Líklega verð ég að bíta í það súra að maður stekkur ekkert beint upp úr rúminu og rúllar yfir verkefnin á einum degi.

Skattaskýrslan bíður Pinch - held ég fái mér gott kaffi, súkkulaðimola og skríði upp í sófa til að horfa á eitthvað gott. Það er einmitt tilvalið kúruveður þarna úti. Ég hlýt að safna kröftum á þessu? Sideways

Njótið dagsins elskurnar mínar InLove Þið megið alveg senda mér orkuskot ef þau eru á lausu Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

Þetta er ekki gott..En þú veist það að þetta hleipur ekkert í burtu svo þú tekur bara á skarið þegar þér líður betur,baráttu kveðjur koss og knús Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 29.3.2008 kl. 17:11

2 Smámynd: Ein-stök

Það er líklega rétt hjá þér. Hef a.m.k. ekki orðið vör við það fram að þessu að íbúðin þrífi sig sjálf, þvotturinn þvoist eða maturinn eldist  

Þetta kemur allt. Takk fyrir

Ein-stök, 29.3.2008 kl. 18:17

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Æ já það er svo erfitt að byrja þegar að svona margt bíður, en þú rúllar þessu upp hægt og rólega.

Ég sendi þér STÓRT orkuskot Ein mín, vona bara að það skjóti þér ekki af sófanum, eða.... kannski væri það ekkert svo slæmt

Sporðdrekinn, 29.3.2008 kl. 18:48

4 Smámynd: Ein-stök

 Fyndið að þú skyldir segja þetta því um 2-leytið í dag var hreinlega eins og mér væri skotið úr sófanum. Var búin að vera eins og slytti, glápandi á dvd og alveg fyllilega sátt við að eyða deginum í að vera zombie en..... skrapp á wc og það var nóg. Mér ofbauð og í fyrsta skipti í marga daga var líkamlegt þrekleysi ekki yfirsterkara lönguninni til að laga viðbjóðinn í kringum mig. Áður en 2 tímar voru liðnir var ég búin að þrífa á baðherberginu, taka til, vaska upp og ganga frá í eldhúsinu (sem var ekki mönnum bjóðandi, jah.. varla dýrum heldur!) og endaði svo á að drífa mig í sturtu og KLÆÐA MIG...  

Eyddi svo restinni af deginum í að vera zombie.. but hey!! 2 tímar í þrif og tiltekt var sko alveg nóg fyrir mig í dag

Ein-stök, 30.3.2008 kl. 01:42

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Fyndið?

Hélstu í alvörinni að ég væri að grínast!

En bíddu..... 2 á þínum tíma hmmm ég skaut engu fyrr en um 2 á mínum tíma!? Eru galdrar í gangi hér eða hvað?!?

En yndislegt hefur það verið er það ekki? Búin að þrífa skítinn í kringum þig og þig sjálfa mmmm þá má sko slaka á

Sporðdrekinn, 30.3.2008 kl. 02:14

6 Smámynd: Júdas

Það er allavega alveg ljóst að þetta hleypur ekkert frá manni.  Oft hef ég ætlaða að kaupa þessa þjónustu á þeim forsendum að ég vinni mikið og geti notað tímann meira með kútunum en þrif geta vel verið samvera með þeim.  Unglingurinn tekur fullan þátt og litli kútur svo tuskuglaður að hann neitar að sleppa henni og er með hana til kvölds  .   

Júdas, 30.3.2008 kl. 09:34

7 Smámynd: Ein-stök

Sporðdreki:  Nei þér var greinilega fúlasta alvara. Galdrar, ormagöng.. skiptir ekki máli - þetta virkaði  Er hægt að fá aðra svona sendingu kl 2 í dag?

Júdas: Hef líka velt þessu fyrir mér með utanaðkomandi aðstoð en ekki haft mig í þá framkvæmd. En það er alveg rétt að svona verk geta verið samverustundir með börnunum. Það er náttúrulega líka partur af uppeldinu að kenna þeim að sjá um umhverfi sitt. Sonurinn var einu sinni sá langduglegasti við að taka til og sortera eigið dót, rak einu sinni vin sinn út úr herberginu þegar vinurinn ætlaði að hjálpa til við tiltektina - legó á sko ekki heima með playmo takk fyrir takk!!  Þessi sorteringardugnaður virðist samt eitthvað hafa dalað hjá drengnum

Ein-stök, 30.3.2008 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband