ein

Tough monday :(

Ég er hrædd um að þetta sé engin gleðifærsla. Dagurinn byrjaði með höfuðverk sem hefur svo hangið yfir mér í allan dag og hertók mig undir kvöldið. Þreytan var líka áberandi í dag og þrátt fyrir að ég passaði vel upp á matarræði og að vera dugleg við vatnsdrykkjuna þá var það ekki nóg til að hressa mig við. Ég komst þokkalega í gegnum vinnudaginn en finn samt agalega mikið fyrir því hvað ég á eftir að vinna upp og orkan er sko ekki til staðar til að taka á því - ennþá.

Eftir vinnu tók við barnaumönnun og heimilisstörf. Ég tók þann pól í hæðina að viðra mig og börnin og taka þá samvörustund með þeim fram yfir heimilisstörfin. Kvöldmaturinn var súrmjólk með Cheeriosi, ekki merkilegur kvöldverður en afskaplega ánægjuleg samverustund þar sem við kepptumst við að segja sögur og brandara og skemmtum okkur konunglega.

Toppurinn á deginum var svo þegar Riddarinn hringdi í mig áðan. Það er svo ljúft að heyra röddina hans. Hann tók af mér einn áhyggjubaggann og bara talaði svo fallega til mín að núna er ég bara meyr og sæl og þreytt eins og ég hef verið í allan dag.. en þægilega þreytt.. svo ég ætla með þessa ljúfu tilfinningu inn í draumalandið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband