ein

... kemur... kemur...

 

Ég hef heldur betur þurft að sækja í varageymana eftir þolinmæði undanfarið. Þegar maður er vanur að hafa góða heilsu og vera fær um flesta hluti þá er það hörð lexía að líkaminn getur ekki hlýtt öllu sem hugurinn ætlar sér. Maður hoppar náttúrulega ekkert framúr rúminu eftir að hafa bælt það í rúma viku. Orkan kemur hægt og hægt en allt í kringum mig er fólk sem hefur farið mjög illa út úr þessu flensustandi og margir lagst aftur (t.d. minn elskulegi Riddari) svo ég minni sjálfa mig á það reglulega að fara frekar rólega af stað... anda í gegnum nefið.. Wink Það getur tekið á fyrir litlu, óþolinmóðu mig.. með langa, langa listann minn Pinch 

Einu sinni sagði góð kona við mig að öllu mótlæti væri hægt að snúa upp í meðbyr. Þessi yndislega kona dó fyrir aldur fram úr krabbameini en að fylgjast með henni í gegnum veikindin var ótrúleg lífsreynsla. Hún var af þessari tegund fólks sem aldrei láta bugast. Þó að stundum kæmu slæmir dagar og þá jafnvel stundir þar sem hún sá lítið bjart framundan, þá hafði hún samt ótrúlegt lag á að finna ljósu punktana í tilverunni og njóta þess sem hún mögulega gat. Auðvitað verður mér hugsað til hennar á stundum eins og þessum og þá skammast ég mín fyrir að vorkenna mér fyrir lítils háttar heilsuleysi. Aftur á móti veit ég að hún hefði ekki dæmt mig fyrir það. Henni hefði tekist að peppa mig upp án þess að tala niður til mín og því peppi beiti ég á sjálfa mig núna - í hennar anda og í hennar minningu.

Þegar líkaminn er ekki til í alla hluti sem maður vill (og þarf að) gera þá opnast stundum fyrir eitthvað sem maður hefur ekki gefið gaum í erlinum. Ég hef verið að fara í gegnum myndir, bréfaskriftir og flakka á ýmsum síðum vina og ættingja á netinu. Það er hollt að líta annað slagið upp úr því sem maður heldur að sé framundan og líta öðruvísi á málin. Ég hef grætt heilmikið á þessu. Línurnar í áætlunum og draumum fyrir framtíðina hafa skýrst og ég er líka búin að sættast við ýmislegt úr fortíðinni.

Þessa stundina er ég bara sæl yfir að flensufjandi sé það erfiðasta sem ég hef að díla við. Peningar eru ekkert vandamál, bara verkefni. Fyrsta verkefni á stefnuskránni framundan er að knúsa börnin mín oftar og virkilega SÝNA þeim að ég elski þau.. ekki bara segja það (sem ég geri oft). Þau eru svo ótrúlega dýrmæt og ég er óendanlega þakklát fyrir þessa gullmola.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband